Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 12:17 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Sýkingin hefur ekki fengist staðfest en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir barnið „ansi grunsamlegt“. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Vikulokunum á Rás 1. Alls hafa sautján börn greinst með E. coli sýkinguna á Íslandi síðustu vikur. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa komið að Efstadal II, sem er vinsæll ferðamannastaður. Fjölmargir ferðamenn heimsækja bæinn og hefur sóttvarnalæknir m.a. látið heilbrigðisstofnanir erlendis vita af sýkingunni, svo og haft samband við ferðaþjónustufyrirtæki sem komi skilaboðunum áleiðis til farþega sinna.Sjá einnig: Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Þórólfur sagði í Vikulokunum að fleiri hefðu ekki greinst hér á landi síðan í gær, þegar tilkynnt var um sautjánda smitið. „Það eru reyndar fleiri sem bíða eftir rannsóknarniðurstöðum sem verðaekki gerðar fyrr en eftir helgina þannig að vafalaust bætast einhverjir við eftir helgi.“Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Efstadal, enda er þar margt að sjá og gera.Vísir/mhhÞá hafi Landlæknisembættið verið látið vita af mögulegum sýkingum í útlöndum, líkt og Þórólfur kom inn á í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Vaknað hafi grunur um tvö slík tilfelli erlendis. Annar einstaklingurinn var rannsakaður og ekki með sýkinguna en hins vegar sé líklegt að bandarískt barn hafi smitast. „Þá höfum við verið að fá fregnir af einstaklingum erlendis frá sem hafa verið á þessum sömu stöðum, það er að segja Efstadal [II], og veikst erlendis. Ég fékk síðast í gær tölvupóst frá Ameríku þar sem að barn var lagt inn á spítala með sömu sýkingu,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði í gær að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að sporna við fleiri smitum virðist bera árangur. Þannig var allri ísframleiðslu að Efstadal II hætt og samgangur við nautgripi og kálfa stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. Ekkert barn hafi greinst með sýkinguna sem var að Efstadal II eftir 4. júlí. E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Sýkingin hefur ekki fengist staðfest en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir barnið „ansi grunsamlegt“. Þetta kom fram í máli Þórólfs í þættinum Vikulokunum á Rás 1. Alls hafa sautján börn greinst með E. coli sýkinguna á Íslandi síðustu vikur. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa komið að Efstadal II, sem er vinsæll ferðamannastaður. Fjölmargir ferðamenn heimsækja bæinn og hefur sóttvarnalæknir m.a. látið heilbrigðisstofnanir erlendis vita af sýkingunni, svo og haft samband við ferðaþjónustufyrirtæki sem komi skilaboðunum áleiðis til farþega sinna.Sjá einnig: Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Þórólfur sagði í Vikulokunum að fleiri hefðu ekki greinst hér á landi síðan í gær, þegar tilkynnt var um sautjánda smitið. „Það eru reyndar fleiri sem bíða eftir rannsóknarniðurstöðum sem verðaekki gerðar fyrr en eftir helgina þannig að vafalaust bætast einhverjir við eftir helgi.“Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Efstadal, enda er þar margt að sjá og gera.Vísir/mhhÞá hafi Landlæknisembættið verið látið vita af mögulegum sýkingum í útlöndum, líkt og Þórólfur kom inn á í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Vaknað hafi grunur um tvö slík tilfelli erlendis. Annar einstaklingurinn var rannsakaður og ekki með sýkinguna en hins vegar sé líklegt að bandarískt barn hafi smitast. „Þá höfum við verið að fá fregnir af einstaklingum erlendis frá sem hafa verið á þessum sömu stöðum, það er að segja Efstadal [II], og veikst erlendis. Ég fékk síðast í gær tölvupóst frá Ameríku þar sem að barn var lagt inn á spítala með sömu sýkingu,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði í gær að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að sporna við fleiri smitum virðist bera árangur. Þannig var allri ísframleiðslu að Efstadal II hætt og samgangur við nautgripi og kálfa stoppaður, en þekkt er að E. coli-bakterían finnst í nautgripum og þá sérstaklega kálfum. Ekkert barn hafi greinst með sýkinguna sem var að Efstadal II eftir 4. júlí.
E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Fjögur börn greinst með E. coli í dag Börnin sem greindust í dag munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins. 11. júlí 2019 16:06
Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26
Eitt barn greindist með E. coli í dag Barnið verður í eftirliti á Barnaspítala Hringsins. 12. júlí 2019 15:27