Tveir fréttamenn á meðal hinna látnu í hryðjuverkaárás í Sómalíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 11:03 Sómalska fréttakonan Hodan Nalayeh var 43 ára þegar hún lést. Mynd/Facebook Tuttugu og sex eru látin og að minnsta kosti fimmtíu særð eftir árás á hótel í hafnarborginni Kismayu í Sómalíu. Þeirra á meðal eru frambjóðandi í héraðsstjórnarkosningum, tveir fréttamenn, tveir Bandaríkjamenn, einn breskur ríkisborgari og einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hryðjuverkasamtökin Al Shaabab hafa gengist við morðunum. Fjórir liðsmenn þeirra sprengdu fyrst bílsprengju við hótelið og réðust svo til inngöngu í það. Allir fjórir féllu í átökum við öryggissveitir. Fundur stjórnmálamanna úr héraðinu stóð yfir á hótelinu þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða. Á vef BBC er haft eftir sjónarvottum að gríðarleg sprenging hafi heyrst áður en mennirnir réðust inn á hótelið, þar sem mikil skelfing hafi gripið um sig. Á meðal hinna látnu er fréttakonan Hodan Nalayeh og eiginmaður hennar, Farid. Hodan stofnaði fréttamiðilinn Integration TV og fjallaði þar um daglegt líf í Sómalíu. Hodan flutti til Kanada með fjölskyldu sinni þegar hún var sex ára og varð þar einn forkólfa í samfélagi Sómala í landinu. Hún settist nýlega aftur að í Sómalíu með eiginmanni sínum og börnum. Blaðamaðurinn Farhan Jimale minntist Hodan á Twitter-reikningi sínum eftir árásina. Þá lést sómalski blaðamaðurinn Mohamed Omar Sahal einnig á árásinni.I'm saddened by the death of my dear friend the Somali Canadian journalist, Hodan Nalayeh, who was among those killed in today's attack in #Kismaayo. She was a bright star & a beautiful soul that represented the best of her people & homeland #Somalia at all times. RIP sister. pic.twitter.com/DGkEcTPED4— Farhan Jimale (@farhanjimale) July 12, 2019 Sómalía Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Tuttugu og sex eru látin og að minnsta kosti fimmtíu særð eftir árás á hótel í hafnarborginni Kismayu í Sómalíu. Þeirra á meðal eru frambjóðandi í héraðsstjórnarkosningum, tveir fréttamenn, tveir Bandaríkjamenn, einn breskur ríkisborgari og einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hryðjuverkasamtökin Al Shaabab hafa gengist við morðunum. Fjórir liðsmenn þeirra sprengdu fyrst bílsprengju við hótelið og réðust svo til inngöngu í það. Allir fjórir féllu í átökum við öryggissveitir. Fundur stjórnmálamanna úr héraðinu stóð yfir á hótelinu þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða. Á vef BBC er haft eftir sjónarvottum að gríðarleg sprenging hafi heyrst áður en mennirnir réðust inn á hótelið, þar sem mikil skelfing hafi gripið um sig. Á meðal hinna látnu er fréttakonan Hodan Nalayeh og eiginmaður hennar, Farid. Hodan stofnaði fréttamiðilinn Integration TV og fjallaði þar um daglegt líf í Sómalíu. Hodan flutti til Kanada með fjölskyldu sinni þegar hún var sex ára og varð þar einn forkólfa í samfélagi Sómala í landinu. Hún settist nýlega aftur að í Sómalíu með eiginmanni sínum og börnum. Blaðamaðurinn Farhan Jimale minntist Hodan á Twitter-reikningi sínum eftir árásina. Þá lést sómalski blaðamaðurinn Mohamed Omar Sahal einnig á árásinni.I'm saddened by the death of my dear friend the Somali Canadian journalist, Hodan Nalayeh, who was among those killed in today's attack in #Kismaayo. She was a bright star & a beautiful soul that represented the best of her people & homeland #Somalia at all times. RIP sister. pic.twitter.com/DGkEcTPED4— Farhan Jimale (@farhanjimale) July 12, 2019
Sómalía Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira