Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2019 13:34 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. FBL/Stefán Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. Stjórn Icelandair Group hefur skrifað undir kaupsamning við félagið Berjaya Property Ireland Limited, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamstæðunnar Berjaya Land Berhad, um að félagið eignist meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra rekstri hótela keðjunnar. Viðskiptin munu ganga í gegn í lok árs. Stofnandi og stjórnarformaður félagsins er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan, en hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff City. Þá hefur hann fjárfest víða í ferðaþjónustu, fasteignum og fjarskipta- og netfyrirtækjum svo dæmi séu nefnd. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að nú sé stefna Icelandair að leggja áherslu á alþjóðlegan flugrekstur. „Mjög gott skref í þeirri stefnubreytingu og styrkir okkar efnahagsreikning og einfaldar. Mjög ánægjulegt að erlendur fjárfestir hafi svo miklar trú á okkar starfsemi.“ Þá hafi margir haft áhuga á að fjárfesta í félaginu.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyHeildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 17,1 milljarð íslenskra króna. Um er að ræða fjögur hótel og er heildarfjöldi herbergjaframboðs 1.811. Að auki ætlar félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareit árið 2020. Samkvæmt kaupsamningnum muni Berjaya eignast 75% hlut í félaginu, háð því skilyrði að Icelandair Group haldi eftir 25% hlut í a.m.k. þrjú ár, en samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna eftirstandandi 25% hlutarins. „Við sögðum það strax í upphafi þegar við hófum söluferlið, ekki þegar við hófum viðræður við þennan aðila heldur þegar við hófum ferlið almennt, að þá sögðum við að það kæmi vel til greina að eiga 20-30% hlut í félaginu áfram, með rétta samstarfsaðilanum, og það var í rauninni niðurstaðan í þessum viðskipum.“ Bogi Nils segir að að Vincent Tan sjái mikið tækifæri í Íslandi sem ferðamannalandi og að hann vilji taka þátt í uppbyggingu hér. „Kaupin endurspegla afstöðu hans og hans fyrirtækis og fólks til Íslands og Íslands sem ferðamannalands. Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og telur að möguleikar Íslands í þessum geira séu miklir til framtíðar. […] Hann telur tækifæri í því að auka fjölda ferðamanna frá Asíu til Íslands.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59 Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. Stjórn Icelandair Group hefur skrifað undir kaupsamning við félagið Berjaya Property Ireland Limited, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamstæðunnar Berjaya Land Berhad, um að félagið eignist meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra rekstri hótela keðjunnar. Viðskiptin munu ganga í gegn í lok árs. Stofnandi og stjórnarformaður félagsins er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan, en hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff City. Þá hefur hann fjárfest víða í ferðaþjónustu, fasteignum og fjarskipta- og netfyrirtækjum svo dæmi séu nefnd. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að nú sé stefna Icelandair að leggja áherslu á alþjóðlegan flugrekstur. „Mjög gott skref í þeirri stefnubreytingu og styrkir okkar efnahagsreikning og einfaldar. Mjög ánægjulegt að erlendur fjárfestir hafi svo miklar trú á okkar starfsemi.“ Þá hafi margir haft áhuga á að fjárfesta í félaginu.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyHeildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 17,1 milljarð íslenskra króna. Um er að ræða fjögur hótel og er heildarfjöldi herbergjaframboðs 1.811. Að auki ætlar félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareit árið 2020. Samkvæmt kaupsamningnum muni Berjaya eignast 75% hlut í félaginu, háð því skilyrði að Icelandair Group haldi eftir 25% hlut í a.m.k. þrjú ár, en samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna eftirstandandi 25% hlutarins. „Við sögðum það strax í upphafi þegar við hófum söluferlið, ekki þegar við hófum viðræður við þennan aðila heldur þegar við hófum ferlið almennt, að þá sögðum við að það kæmi vel til greina að eiga 20-30% hlut í félaginu áfram, með rétta samstarfsaðilanum, og það var í rauninni niðurstaðan í þessum viðskipum.“ Bogi Nils segir að að Vincent Tan sjái mikið tækifæri í Íslandi sem ferðamannalandi og að hann vilji taka þátt í uppbyggingu hér. „Kaupin endurspegla afstöðu hans og hans fyrirtækis og fólks til Íslands og Íslands sem ferðamannalands. Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og telur að möguleikar Íslands í þessum geira séu miklir til framtíðar. […] Hann telur tækifæri í því að auka fjölda ferðamanna frá Asíu til Íslands.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59 Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59