Hamilton vann sögulegan sigur á Silverstone Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2019 14:45 Hamilton hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabilsins í Formúlu 1. vísir/getty Lewis Hamilton vann sigur á heimavelli, Silverstone, í tíundu keppni ársins í Formúlu 1. Hamilton er nú orðinn sigursælastur í sögu breska kappakstursins. Hann hefur unnið hann sex sinnum, einu sinni oftar en Jim Clark og Alain Prost.F1- Most wins at the GP of Great Britain 6 - @LewisHamilton (+1) 5 - Jim Clark 5 - Alain Prost#BritishGP#F1 — Gracenote Live (@GracenoteLive) July 14, 2019 Hamilton hafði betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Valtteri Bottas. Charles Leclerc á Ferrari og Max Verstappen á Red Bull háðu harða keppni um 3. sætið framan. Leclerc hafði betur en þetta er fjórða skiptið í röð sem hinn 21 árs Leclerc kemst á pall. Verstappen varð að gera sér 5. sætið að góðu en samherji hans á Red Bull, Frakkinn Pierre Gasly, varð fjórði. Það er besti árangur hans í ár. Samherji Leclercs á Ferrari, Sebastian Vettel, átti martraðardag en hann fékk tíu sekúndna refsingu eftir árekstur við Verstappen. Vettel endaði í 16. sæti og hefur ekki komist á pall í þremur keppnum í röð.LAP 44/52 Vettel handed a 10-second penalty by race stewards for the collision with Verstappen#BritishGP#F1pic.twitter.com/BiVxMSrEFO — Formula 1 (@F1) July 14, 2019 Hamilton hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabils og tvisvar endað í 2. sæti. Hann er með 39 stiga forskot á Bottas í keppni ökuþóra. Verstappen er þriðji með 126 stig. Mercedes er með 135 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða.A race to remember at Silverstone#BritishGP#F1pic.twitter.com/IAlJkw6xy5 — Formula 1 (@F1) July 14, 2019 Bretland England Formúla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton vann sigur á heimavelli, Silverstone, í tíundu keppni ársins í Formúlu 1. Hamilton er nú orðinn sigursælastur í sögu breska kappakstursins. Hann hefur unnið hann sex sinnum, einu sinni oftar en Jim Clark og Alain Prost.F1- Most wins at the GP of Great Britain 6 - @LewisHamilton (+1) 5 - Jim Clark 5 - Alain Prost#BritishGP#F1 — Gracenote Live (@GracenoteLive) July 14, 2019 Hamilton hafði betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Valtteri Bottas. Charles Leclerc á Ferrari og Max Verstappen á Red Bull háðu harða keppni um 3. sætið framan. Leclerc hafði betur en þetta er fjórða skiptið í röð sem hinn 21 árs Leclerc kemst á pall. Verstappen varð að gera sér 5. sætið að góðu en samherji hans á Red Bull, Frakkinn Pierre Gasly, varð fjórði. Það er besti árangur hans í ár. Samherji Leclercs á Ferrari, Sebastian Vettel, átti martraðardag en hann fékk tíu sekúndna refsingu eftir árekstur við Verstappen. Vettel endaði í 16. sæti og hefur ekki komist á pall í þremur keppnum í röð.LAP 44/52 Vettel handed a 10-second penalty by race stewards for the collision with Verstappen#BritishGP#F1pic.twitter.com/BiVxMSrEFO — Formula 1 (@F1) July 14, 2019 Hamilton hefur unnið sjö af tíu keppnum tímabils og tvisvar endað í 2. sæti. Hann er með 39 stiga forskot á Bottas í keppni ökuþóra. Verstappen er þriðji með 126 stig. Mercedes er með 135 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða.A race to remember at Silverstone#BritishGP#F1pic.twitter.com/IAlJkw6xy5 — Formula 1 (@F1) July 14, 2019
Bretland England Formúla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira