Einn er látinn og tveir slösuðust þegar brunabíll í útkalli ók út af veginum í bænum Kvinesdal Noregi í hádeginu í dag.
Slökkviliðið var kallað til um hádegis bil þegar dráttarvél valt. Hálfri klukkustund eftir útkallið barst tilkynning um að slökkviliðsbíllinn hafi ekið af veginum, að því er kemur fram á síðu norska fréttamiðilsins NRK.
Sveinung Alsaker stýrir rannsókninni og sagði í samtali við NRK að unnið væri að því að rannsaka orsakir slyssins.
Fimm voru í slökkviliðsbílnum og lögregla staðfestir að einn hafa látist í slysinu. Tveir voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. Samkvæmt sjónarvotti voru tvær þyrlur kallaðar á vettvang.
Kvinesdal er smábær í Vestur-Agder í suðurhluta Noregs.
Einn lést þegar slökkviliðsbíll ók af veginum
Gígja Hilmarsdóttir skrifar
