Ekkert öngþveiti á göngugötum þó hreyfihamlaðir megi keyra þar Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs. Reykjavík Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. En í Fréttablaðinu á laugardag greindi Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, frá því að frumvarpið hefði tekið breytingum í meðförum þingsins og þær farið fram hjá borgarfulltrúum. Um er að ræða heimild hreyfihamlaðra, með svokölluð P-kort, til að keyra inn á göngugötur. Samkvæmt upprunalega frumvarpinu átti aðeins ferðaþjónusta fatlaðra að hafa slíka heimild. Frumvarpinu var breytt eftir að Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg sendu inn athugasemdir.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar,MYND/HÖSKIBergur segir þessar breytingar í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis. Hreyfihömluðum sé hleypt inn í gegnum stýrihlið, ekki ósvipuðum þeim sem þekkjast á sumarbústaðasvæðum. „Þá er opnað þegar hringt er í númer og sönnuð á sér deili,“ segir Bergur við Fréttablaðið. „Viðkomandi er þá leyft að keyra göngugötur á mjög vægum hraða, um 10 kílómetrum á klukkustund. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga hér eins og annars staðar.“ Þá hafnar Bergur því alfarið að umferðaröngþveiti verði á göngugötum þó að P-kortahafar fái að keyra þar um. Pawel taldi að betra væri að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á götunum sjálfum en að hleypa þangað bílaumferð. Bergur efast um að það yrði gert. „Ég get veðjað þremur slitnum nagladekkjum og brotinni bjórflösku að aðgengi að búðum á Laugaveginum mun ekki lagast innan þriggja ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir það sofandahátt hjá borginni að hafa ekki komið að athugasemdum um ný umferðarlög. En í Fréttablaðinu á laugardag greindi Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, frá því að frumvarpið hefði tekið breytingum í meðförum þingsins og þær farið fram hjá borgarfulltrúum. Um er að ræða heimild hreyfihamlaðra, með svokölluð P-kort, til að keyra inn á göngugötur. Samkvæmt upprunalega frumvarpinu átti aðeins ferðaþjónusta fatlaðra að hafa slíka heimild. Frumvarpinu var breytt eftir að Öryrkjabandalagið og Sjálfsbjörg sendu inn athugasemdir.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar,MYND/HÖSKIBergur segir þessar breytingar í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis. Hreyfihömluðum sé hleypt inn í gegnum stýrihlið, ekki ósvipuðum þeim sem þekkjast á sumarbústaðasvæðum. „Þá er opnað þegar hringt er í númer og sönnuð á sér deili,“ segir Bergur við Fréttablaðið. „Viðkomandi er þá leyft að keyra göngugötur á mjög vægum hraða, um 10 kílómetrum á klukkustund. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að ganga hér eins og annars staðar.“ Þá hafnar Bergur því alfarið að umferðaröngþveiti verði á göngugötum þó að P-kortahafar fái að keyra þar um. Pawel taldi að betra væri að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á götunum sjálfum en að hleypa þangað bílaumferð. Bergur efast um að það yrði gert. „Ég get veðjað þremur slitnum nagladekkjum og brotinni bjórflösku að aðgengi að búðum á Laugaveginum mun ekki lagast innan þriggja ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. 13. júlí 2019 07:00