Erlent

Geimflaugarusl lendir í íslenskri landhelgi

Kristinn Haukur skrifar
Geimflaugarusl mun falla í hafið við Ísland og Færeyjar.
Geimflaugarusl mun falla í hafið við Ísland og Færeyjar. Nordicphotos/Getty.
Bretar munu taka fyrsta geimflaugapall sinn í notkun, í Suther­land í Skotlandi, á næstu árum. Áhyggjur íbúa á svæðinu hafa þó aukist því að talið er að notkunin verði mun meiri en áætlað var í fyrstu, eða allt að 40 skot á ári en ekki sex.

Brot úr geimflaugunum munu falla í sjóinn vestan við Færeyjar, suðaustan við Ísland.

Brotin geta orðið allt að 30 metra löng og tveir metrar í ummál, tvöfalt stærri en upphaflega var áætlað.

Þrátt fyrir þá uppbyggingu atvinnulífs sem geimstöðin færir þá óttast íbúar að hávaðinn og sjónmengunin verði mikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×