Verðlag það helsta sem má bæta að mati ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 12:20 Ferðamenn í Skaftafelli fyrr í sumar. vísir/vilhelm Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Í könnuninni kemur jafnframt fram að það sem þurfi til þess að ferðamenn séu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað er að lækka verðlag almennt. 48,6 prósent sögðu það þurfa til og 26,7 prósent sögðu að lækka þyrfti verð á mat. Níu prósent sögðu svo að lækka þyrfti verð á gistingu. Meðalútgjöld vegna Íslandsferðar voru tæplega 209 þúsund krónur á mann. Þar af voru stærstu útgjaldaliðirnir fyrirframgreidd pakkaferð eða 26 prósent af heildarútgjöldum, alþjóðlegt flug (19 prósent), gisting (17 prósent), matsölustaðir eða kaffihús (11 prósent) og bílaleigubílar (8 prósent).Náttúran það helsta sem heillar Langflestir þeirra sem tóku könnunina, eða alls 91,8 prósent, sögðust hafa fengið hugmyndina að Íslandsferð vegna náttúru landsins. Þá nefndi meira en helmingur ferðamannanna náttúruna og landslagið sem helstu ástæðu þess að þeir væru líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. 61,5 prósent sögðu náttúruna og landslagið það minnisstæðasta úr Íslandsferðinni. Af einstökum stöðum nefndu 20,7 prósent Gullna hringinn og 19,8 prósent Bláa lónið. „Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna er unnin í samvinnu við Hagstofu Íslands en markmiðið með henni er að afla tölfræðilegra upplýsinga til að geta gefið skýra mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi. Könnunin hefur verið í gangi frá því í júlí 2017 en í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður fyrir árið 2018. Könnunin er tvískipt: 1. Flugvallakönnun við brottför framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem beinist að erlendum ferðamönnum á Íslandi. Áhersla er lögð ánokkrar lykilspurningar s.s. tilgang ferðar,dvalarlengd, tegund gistingar, útgjöld og eyðsluhætti auk þess sem spurt er um bakgrunn svarenda þ.e. þjóðerni, búsetu, kyn og aldur. 2. Netkönnun send eftir á þar sem svarendur í flugvallakönnun eru spurðir nánar um Íslandsferðina; aðdragandann að ferð, atferli, viðhorf og upplifun. Alls tók 22.481 svarandi þátt í flugvallahluta könnunarinnar árið 2018 og 5.470 í nethlutanum. Könnunin er á tíu tungumálum; ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnesku, kínversku og japönsku. Þýðingar taka mið af enska spurningalistanum,“ segir um könnunina í skýrslu sem unnin var úr niðurstöðum hennar en nánar má kynna sér könnunina hér. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Í könnuninni kemur jafnframt fram að það sem þurfi til þess að ferðamenn séu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað er að lækka verðlag almennt. 48,6 prósent sögðu það þurfa til og 26,7 prósent sögðu að lækka þyrfti verð á mat. Níu prósent sögðu svo að lækka þyrfti verð á gistingu. Meðalútgjöld vegna Íslandsferðar voru tæplega 209 þúsund krónur á mann. Þar af voru stærstu útgjaldaliðirnir fyrirframgreidd pakkaferð eða 26 prósent af heildarútgjöldum, alþjóðlegt flug (19 prósent), gisting (17 prósent), matsölustaðir eða kaffihús (11 prósent) og bílaleigubílar (8 prósent).Náttúran það helsta sem heillar Langflestir þeirra sem tóku könnunina, eða alls 91,8 prósent, sögðust hafa fengið hugmyndina að Íslandsferð vegna náttúru landsins. Þá nefndi meira en helmingur ferðamannanna náttúruna og landslagið sem helstu ástæðu þess að þeir væru líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. 61,5 prósent sögðu náttúruna og landslagið það minnisstæðasta úr Íslandsferðinni. Af einstökum stöðum nefndu 20,7 prósent Gullna hringinn og 19,8 prósent Bláa lónið. „Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna er unnin í samvinnu við Hagstofu Íslands en markmiðið með henni er að afla tölfræðilegra upplýsinga til að geta gefið skýra mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi. Könnunin hefur verið í gangi frá því í júlí 2017 en í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður fyrir árið 2018. Könnunin er tvískipt: 1. Flugvallakönnun við brottför framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem beinist að erlendum ferðamönnum á Íslandi. Áhersla er lögð ánokkrar lykilspurningar s.s. tilgang ferðar,dvalarlengd, tegund gistingar, útgjöld og eyðsluhætti auk þess sem spurt er um bakgrunn svarenda þ.e. þjóðerni, búsetu, kyn og aldur. 2. Netkönnun send eftir á þar sem svarendur í flugvallakönnun eru spurðir nánar um Íslandsferðina; aðdragandann að ferð, atferli, viðhorf og upplifun. Alls tók 22.481 svarandi þátt í flugvallahluta könnunarinnar árið 2018 og 5.470 í nethlutanum. Könnunin er á tíu tungumálum; ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnesku, kínversku og japönsku. Þýðingar taka mið af enska spurningalistanum,“ segir um könnunina í skýrslu sem unnin var úr niðurstöðum hennar en nánar má kynna sér könnunina hér.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira