ESB umsókn Íslands er tíu ára í dag 16. júlí 2019 06:45 Jón Steindór, fyrrverandi formaður JÁ Ísland. Mynd/Sigtryggur Ari Í dag eru liðin tíu ár síðan Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifuðu undir umsóknina. Árið 2015 freistaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þess að reyna að stöðva umsóknina. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti formaður samtakanna JÁ Ísland. Hann telur að það hafi verið rétt að sækja um á þessum tímapunkti en þó hefði átt vinna málið öðruvísi. „Ríkisstjórnin hefði átt að sýna meiri festu,“ segir Jón. „Miðað við það sem við vitum nú hefði verið skynsamlegt að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina. En á þeim tíma var ég sjálfur algjörlega mótfallin því.“ Telur hann trúlegt að Íslendingar hefðu samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stuðningur við Evrópusambandsaðild er reglulega mældur í könnunum. Á tíunda áratug síðustu aldar og fram yfir aldamót sýndu kannanir oft meirihluta fyrir aðild en undanfarin ár hafa andstæðingarnir verið ofan á. „Þó að ferlið hafi verið stöðvað þá verður að líta svo á að Ísland sé enn þá með umsókn inni. Það ætti að vera hægt að endurræsa það án þess að fara í gegnum allt upphafsferlið Evrópusambands megin.“Eru aðstæður í dag betri eða verri til inngöngu? „Röksemdirnar eru sterkari í dag. Staðan í heimsmálunum er þannig að við ættum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem við viljum tilheyra.“ Fréttablaðið hafði samband við bæði Jóhönnu og Össur en hvorugt þeirra vildi ræða þessi tímamót. Birtist í Fréttablaðinu ESB-málið Evrópusambandið Tímamót Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Í dag eru liðin tíu ár síðan Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifuðu undir umsóknina. Árið 2015 freistaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þess að reyna að stöðva umsóknina. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti formaður samtakanna JÁ Ísland. Hann telur að það hafi verið rétt að sækja um á þessum tímapunkti en þó hefði átt vinna málið öðruvísi. „Ríkisstjórnin hefði átt að sýna meiri festu,“ segir Jón. „Miðað við það sem við vitum nú hefði verið skynsamlegt að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina. En á þeim tíma var ég sjálfur algjörlega mótfallin því.“ Telur hann trúlegt að Íslendingar hefðu samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stuðningur við Evrópusambandsaðild er reglulega mældur í könnunum. Á tíunda áratug síðustu aldar og fram yfir aldamót sýndu kannanir oft meirihluta fyrir aðild en undanfarin ár hafa andstæðingarnir verið ofan á. „Þó að ferlið hafi verið stöðvað þá verður að líta svo á að Ísland sé enn þá með umsókn inni. Það ætti að vera hægt að endurræsa það án þess að fara í gegnum allt upphafsferlið Evrópusambands megin.“Eru aðstæður í dag betri eða verri til inngöngu? „Röksemdirnar eru sterkari í dag. Staðan í heimsmálunum er þannig að við ættum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem við viljum tilheyra.“ Fréttablaðið hafði samband við bæði Jóhönnu og Össur en hvorugt þeirra vildi ræða þessi tímamót.
Birtist í Fréttablaðinu ESB-málið Evrópusambandið Tímamót Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira