Innlent

Tölur um verðmæti jarða liggja ekki fyrir hjá Ríkiseignum

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Alls eru 108 bændur með ábúðarsamninga.
Alls eru 108 bændur með ábúðarsamninga. fréttablaðið/Stefán Karlsson
Heildarverðmæti jarða í eigu ríkisins er ekki skráð hjá Ríkiseignum segir Snævar Guðmundsson framkvæmdastjóri. Í lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 var ríkissjóði gert að skrá alla fastafjármuni en sú vinna stendur enn yfir. Ekki er ljóst hvenær endanlegar niðurstöður liggja fyrir en áætlað er að fyrstu niðurstöður liggi fyrir í upphafi næsta árs.

Þá liggja heldur ekki fyrir nákvæmar tölur um kaup og sölu ríkisjarða á undanförnum árum. Snævar segir að ríkið hafi ekki keypt jarðir í áratugi nema til að verja sértæka hagsmuni.

Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiseignum eru 108 bændur með ábúðarsamning, 130 jarðir eru í útleigu til nytja og 66 eru í eyði. Einungis er hægt að leigja jarðir ríkisins til 10 ára en ábúðarsamningar geta verið til lífstíðar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×