Stríðsmenn Andans gefa Krýsuvík svitahof Sólrún Freyja Sen skrifar 16. júlí 2019 07:00 Hér standa Tolli, Agnar Bragason, Karen Lísa Morthens og hundurinn Krummi þar sem hofið mun standa. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Stríðsmenn andans ætla að gefa meðferðarheimilinu Krýsuvík svitahof. Svitahofið verður hluti af meðferð og verður opnað í lok júlí eða byrjun ágúst. „Krýsuvík verður þá fyrsta meðferðarheimilið á Íslandi þar sem notaðar eru óhefðbundnar leiðir til að ná bata,“ segir Tolli Morthens sem er hluti af Stríðsmönnum andans. Tolli segir að notkun á svitahofum í vímuefnameðferð sé þekkt meðal fyrstu þjóða Ameríku. „Ég þekki auðvitað meðferðarbransann sjálfur og búinn að velkjast í honum um árabil.“ Þegar Tolli var nýorðinn edrú um miðjan 10. áratug kynntist hann svettinu. „Upp úr 1995 fékk ég að kynnast þessu og upplifði kraftinn í svettinu fyrir þá sem eru að vinna í sjálfum sér.“ Tolli segir að svettið sé gríðarlega kraftmikið lyf fyrir bæði sál og líkama. Heiðra minningu Runna Aðdragandinn að því að Stríðsmenn andans ákváðu að gefa Krýsuvík sitt eigið svitahof er að hópur þaðan kom með þeim í svett. „Það kom þannig til að þau í Krýsuvík komu til okkar og tóku svett með okkur. Þeim fannst þetta vera það sterk reynsla að þau tóku ákvörðun um að skoða hvort það væri hægt að setja upp svitahof í Krýsuvík.“ Stríðsmenn andans, sem Tolli er hluti af, tóku svett með hópi úr Krýsuvík. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Runólfur Jónsson, sem er nýlátinn, var góður vinur Tolla. Hann hafði ásamt Elísabetu Bjarnardóttur eiginkonu sinni notað svettið markvisst í vímuefnameðferð í Svíþjóð sem þau hjónin ráku. Hugmynd Stríðsmanna andans er að heiðra minningu Runólfs með því að gefa Krýsuvík svitahof. Svitahofið ber nafnið Runni eins og Runólfur var ætíð kallaður. Svitahofið mun standa við lítið, fallegt vatn í sveitinni þar sem meðferðarstofnunin er. Unnið hefur verið að byggingu hofsins í 6-7 vikur og samkvæmt Tolla er verið að vanda sig. „Þetta verður mikið mannvirki svo það standist veður og vinda landsins. Það þýðir ekkert að henda upp einnota tjaldi, hofið verður að vera búið góðum og sterkum efnum.“ Sporin tekin í svitahofum Eins og áður sagði er svett hluti af hefðbundinni meðferð fyrstu þjóða Ameríku við hvers kyns kvillum. „Fyrstu þjóða fólk notaði svettið til heilunar og til að hjálpa fólki að tengjast kjarnanum í sjálfu sér. Þau nota sína menningu í meðferðarpólitík fyrir sitt fólk.“ Sú leið er kölluð „the red way to wellbriety“ eða rauði vegurinn að „veldrúmennsku“ og mætti segja að sé þeirra AA-bók. Tolli segir að þar sé líka notast við 12-sporakerfi en sporin eru tekin inn í svitahofum. „Uppgjörið, uppgjöfin, tenging við æðri mátt, vinna með sjálfskærleik og fyrirgefninguna, þetta fer allt fram í svettinu.“ Á meðan Krýsuvík mun væntanlega finna sínar áherslur og sinn takt í svettinu þá segir Tolli að það þurfi í rauninni ekki að bæta neinu við svettið. Það er löng hefð fyrir því að nota svett í vímuefnameðferð.FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink „Þetta er alveg fullkomið eins og það er. Þessi aðferð hefur verið notuð í þúsund ár eða meira og hún virkar. Hins vegar geta einstaka áherslur og einstök nálgun verið mismunandi eins og hjá Runna. Það er þeirra í Krýsuvík að ákveða hvernig þau ætla að nálgast þetta.“ Af mörg hundruð mismunandi hefðum fyrir svetti eru flestar svipaðar en engin eins. „Kjarninn er samt alltaf sá sami. Ekkert svett er rétt eða röng leið, ekki frekar en með hugleiðsluaðferðir. Hið eina sem þarf er að vita af hverju maður stundar svettið.“ Tolli segist upplifa mikla umbreytingartíma í samfélaginu og sérstaklega varðandi nálgun á fíknisjúkdóma. „Í dag erum við að nálgast fíknisjúkdóma á miklu heildrænni hátt. Við drögum ekki lengur bara hringinn í kringum neyslu og afleiðingar hennar, heldur tökum við alla manneskjuna fyrir og jafnvel gott betur. Við erum að skoða fjölskyldukerfin og umhverfið til dæmis. Svettið heldur utan um þetta allt. Það byggir til dæmis á tengingu við forfeðurna, virðingu og sátt við þá, sem tengist svo fjölskyldugerðinni.“ Gera góða hluti að athöfn Tolli segir að þó svettið hafi skilað árangri fyrir sig og marga vini sína sem tól til að halda góðum bata á fíknisjúkdómi, sé það ekki eitt og sér nóg. „En sem hluti af sökkli undir breyttum lífsstíl og nýjum markmiðum þá er það gríðarlega áhrifamikið.“ Það er ekki síður mikilvægt að sögn Tolla fyrir þá sem eru að stíga úr neyslu, að geta tilheyrt hópnum sem myndast í svitahofum. Allir fá sitt hlutverk og samþykki hópsins í svettinu. Í svitahofum Stríðsmanna andans er lögð áhersla á bæði andleg málefni en líka á sálræna meðferð. „Krafturinn í svettinu felst í því að það fer handan orðs og huga. Það fer miklu dýpra en samtal. Við vinnum markvisst í okkur sjálfum í svettinu. Svettið er ekki bara áhugamál, þetta er ein af undirstöðum lífsstíls. Þegar þú færð eitthvað jákvætt inn í lífið, þá er sagt að maður eigi að gera úr því athöfn. Það er alltaf talað um að endurtaka það því þannig virka góðir hlutir. Endurtekningin vinnur svo mikið með heila og huga. Regluverkið í lífi okkar kemur allt frá endurtekningunni.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Sjá meira
Stríðsmenn andans ætla að gefa meðferðarheimilinu Krýsuvík svitahof. Svitahofið verður hluti af meðferð og verður opnað í lok júlí eða byrjun ágúst. „Krýsuvík verður þá fyrsta meðferðarheimilið á Íslandi þar sem notaðar eru óhefðbundnar leiðir til að ná bata,“ segir Tolli Morthens sem er hluti af Stríðsmönnum andans. Tolli segir að notkun á svitahofum í vímuefnameðferð sé þekkt meðal fyrstu þjóða Ameríku. „Ég þekki auðvitað meðferðarbransann sjálfur og búinn að velkjast í honum um árabil.“ Þegar Tolli var nýorðinn edrú um miðjan 10. áratug kynntist hann svettinu. „Upp úr 1995 fékk ég að kynnast þessu og upplifði kraftinn í svettinu fyrir þá sem eru að vinna í sjálfum sér.“ Tolli segir að svettið sé gríðarlega kraftmikið lyf fyrir bæði sál og líkama. Heiðra minningu Runna Aðdragandinn að því að Stríðsmenn andans ákváðu að gefa Krýsuvík sitt eigið svitahof er að hópur þaðan kom með þeim í svett. „Það kom þannig til að þau í Krýsuvík komu til okkar og tóku svett með okkur. Þeim fannst þetta vera það sterk reynsla að þau tóku ákvörðun um að skoða hvort það væri hægt að setja upp svitahof í Krýsuvík.“ Stríðsmenn andans, sem Tolli er hluti af, tóku svett með hópi úr Krýsuvík. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Runólfur Jónsson, sem er nýlátinn, var góður vinur Tolla. Hann hafði ásamt Elísabetu Bjarnardóttur eiginkonu sinni notað svettið markvisst í vímuefnameðferð í Svíþjóð sem þau hjónin ráku. Hugmynd Stríðsmanna andans er að heiðra minningu Runólfs með því að gefa Krýsuvík svitahof. Svitahofið ber nafnið Runni eins og Runólfur var ætíð kallaður. Svitahofið mun standa við lítið, fallegt vatn í sveitinni þar sem meðferðarstofnunin er. Unnið hefur verið að byggingu hofsins í 6-7 vikur og samkvæmt Tolla er verið að vanda sig. „Þetta verður mikið mannvirki svo það standist veður og vinda landsins. Það þýðir ekkert að henda upp einnota tjaldi, hofið verður að vera búið góðum og sterkum efnum.“ Sporin tekin í svitahofum Eins og áður sagði er svett hluti af hefðbundinni meðferð fyrstu þjóða Ameríku við hvers kyns kvillum. „Fyrstu þjóða fólk notaði svettið til heilunar og til að hjálpa fólki að tengjast kjarnanum í sjálfu sér. Þau nota sína menningu í meðferðarpólitík fyrir sitt fólk.“ Sú leið er kölluð „the red way to wellbriety“ eða rauði vegurinn að „veldrúmennsku“ og mætti segja að sé þeirra AA-bók. Tolli segir að þar sé líka notast við 12-sporakerfi en sporin eru tekin inn í svitahofum. „Uppgjörið, uppgjöfin, tenging við æðri mátt, vinna með sjálfskærleik og fyrirgefninguna, þetta fer allt fram í svettinu.“ Á meðan Krýsuvík mun væntanlega finna sínar áherslur og sinn takt í svettinu þá segir Tolli að það þurfi í rauninni ekki að bæta neinu við svettið. Það er löng hefð fyrir því að nota svett í vímuefnameðferð.FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink „Þetta er alveg fullkomið eins og það er. Þessi aðferð hefur verið notuð í þúsund ár eða meira og hún virkar. Hins vegar geta einstaka áherslur og einstök nálgun verið mismunandi eins og hjá Runna. Það er þeirra í Krýsuvík að ákveða hvernig þau ætla að nálgast þetta.“ Af mörg hundruð mismunandi hefðum fyrir svetti eru flestar svipaðar en engin eins. „Kjarninn er samt alltaf sá sami. Ekkert svett er rétt eða röng leið, ekki frekar en með hugleiðsluaðferðir. Hið eina sem þarf er að vita af hverju maður stundar svettið.“ Tolli segist upplifa mikla umbreytingartíma í samfélaginu og sérstaklega varðandi nálgun á fíknisjúkdóma. „Í dag erum við að nálgast fíknisjúkdóma á miklu heildrænni hátt. Við drögum ekki lengur bara hringinn í kringum neyslu og afleiðingar hennar, heldur tökum við alla manneskjuna fyrir og jafnvel gott betur. Við erum að skoða fjölskyldukerfin og umhverfið til dæmis. Svettið heldur utan um þetta allt. Það byggir til dæmis á tengingu við forfeðurna, virðingu og sátt við þá, sem tengist svo fjölskyldugerðinni.“ Gera góða hluti að athöfn Tolli segir að þó svettið hafi skilað árangri fyrir sig og marga vini sína sem tól til að halda góðum bata á fíknisjúkdómi, sé það ekki eitt og sér nóg. „En sem hluti af sökkli undir breyttum lífsstíl og nýjum markmiðum þá er það gríðarlega áhrifamikið.“ Það er ekki síður mikilvægt að sögn Tolla fyrir þá sem eru að stíga úr neyslu, að geta tilheyrt hópnum sem myndast í svitahofum. Allir fá sitt hlutverk og samþykki hópsins í svettinu. Í svitahofum Stríðsmanna andans er lögð áhersla á bæði andleg málefni en líka á sálræna meðferð. „Krafturinn í svettinu felst í því að það fer handan orðs og huga. Það fer miklu dýpra en samtal. Við vinnum markvisst í okkur sjálfum í svettinu. Svettið er ekki bara áhugamál, þetta er ein af undirstöðum lífsstíls. Þegar þú færð eitthvað jákvætt inn í lífið, þá er sagt að maður eigi að gera úr því athöfn. Það er alltaf talað um að endurtaka það því þannig virka góðir hlutir. Endurtekningin vinnur svo mikið með heila og huga. Regluverkið í lífi okkar kemur allt frá endurtekningunni.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Meðferðarheimili Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Sjá meira