Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 10:45 Þorspbúar í Assam-ríki á Indlandi róa í leit að skjóli. Vísir/EPA Fleiri en hundrað manns hafa látist og fjórar milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í miklum flóðum á Indlandi, í Nepal og Bangladess. Búist er við því að þeim látnu og þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín eigi eftir að fjölga eftir því sem monsúnrigningar halda áfram í heimshlutanum. Árstíðabundnu monsúnrigningarnar eru nýhafnar og er gert ráð fyrir að þær eigi aðeins eftir að færast í aukana á næstu vikum. Að minnsta kosti 800 manns fórust í flóðum í monsúnrigningunum árið 2017. Flestir hafa þurft að flýja Assam- og Bihar-ríki á Indlandi. Í Assam hafa um 4,3 milljónir manna flúið heimili sín undanfarna tíu daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðan landamæranna í Nepal hafa 64 farist og 31 er saknað. Margir þeirra látnu fórust í aurskriðum sem hrifu með sér hús. Í Bangladess hafa um 190.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín. Sumarmonsúnrigningar standa yfirleitt frá því í júní og fram í september í Asíu. Þegar sumarið byrjar og meginlandið tekur að hitna meira en hafið í kring myndast lágþrýstisvæði yfir landinu sem sogar til sín rakt loft af Indlandshafi. Afleiðingin verður árstíðarbundin úrhellisúrkoma á Indlandi og Suðaustur-Asíu. Mörg ríki reiða sig á úrkomuna en henni fylgir þó einnig eyðilegging og mannfall. Vísbendingar eru um að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert monsúnrigningar enn ákafari en ella þar sem hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Bangladess Indland Nepal Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Fleiri en hundrað manns hafa látist og fjórar milljónir hafa þurft að flýja heimili sín í miklum flóðum á Indlandi, í Nepal og Bangladess. Búist er við því að þeim látnu og þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín eigi eftir að fjölga eftir því sem monsúnrigningar halda áfram í heimshlutanum. Árstíðabundnu monsúnrigningarnar eru nýhafnar og er gert ráð fyrir að þær eigi aðeins eftir að færast í aukana á næstu vikum. Að minnsta kosti 800 manns fórust í flóðum í monsúnrigningunum árið 2017. Flestir hafa þurft að flýja Assam- og Bihar-ríki á Indlandi. Í Assam hafa um 4,3 milljónir manna flúið heimili sín undanfarna tíu daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðan landamæranna í Nepal hafa 64 farist og 31 er saknað. Margir þeirra látnu fórust í aurskriðum sem hrifu með sér hús. Í Bangladess hafa um 190.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín. Sumarmonsúnrigningar standa yfirleitt frá því í júní og fram í september í Asíu. Þegar sumarið byrjar og meginlandið tekur að hitna meira en hafið í kring myndast lágþrýstisvæði yfir landinu sem sogar til sín rakt loft af Indlandshafi. Afleiðingin verður árstíðarbundin úrhellisúrkoma á Indlandi og Suðaustur-Asíu. Mörg ríki reiða sig á úrkomuna en henni fylgir þó einnig eyðilegging og mannfall. Vísbendingar eru um að hnattræn hlýnun af völdum manna geti gert monsúnrigningar enn ákafari en ella þar sem hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara.
Bangladess Indland Nepal Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira