Telja sig hafa skipuleggjanda innflutningsins: „Ég minnist þess ekki að hafa séð annað eins magn og styrkleika af kókaíni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2019 18:39 Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn. Vísir/vilhelm Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Hann segir að málið verði sent til Héraðssaksóknara í byrjun næstu viku. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið er sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs sakborninganna en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Jón Halldór segir að styrkur efnissins hafi reynst vera 85 prósent en algengt er að styrkur kókaíns sem haldlagt er á götunni sé á milli 10 og 20 prósent. „Ég minnist þess ekki að hafa séð í mínu starfi annað eins magn af kókaíni eða annan eins styrkleika,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Það sé mjög athugunarvert hve sterkt efnið virðist vera og hversu mikið magnið sé. „Þetta vekur upp spurningar um það hvort það sé verið að breyta innflutningsaðferðum og reyna að flytja inn í minna umfangi með því að hafa efnið sterkara,“ segir Jón Halldór. Ungu mennirnir reyndust vera með efnin hvor í sinni ferðatöskunni. Fljótlega komu fram upplýsingar um þriðja aðilann sem grunaður er um að vera skipuleggjandi innflutningsins. Einnig eru til rannsóknar aðrar ferðir ungu mannanna þar sem grunur leikur á að þeir hafi verið í sömu erindagjörðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða að minnsta kosti þrjár aðrar ferðir frá áramótum. Þá var lagt hald á rúmar 3 milljónir í reiðufé við rannsókn málsins. Ólafur Helgi hefur áhyggjur af því að of mikið af fíkniefnum komist til landsins. „Enda erum við að reyna það sem við getum til að koma í veg fyrir slíkan innflutning,“ segir Ólafur Helgi. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Sjá meira
Rannsókn á innflutningi á rúmum 16,2 kílóum af kókaíni til landsins er í þann mund að ljúka hjá lögreglunni á Suðurnesjum að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa. Hann segir að málið verði sent til Héraðssaksóknara í byrjun næstu viku. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið er sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs sakborninganna en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Jón Halldór segir að styrkur efnissins hafi reynst vera 85 prósent en algengt er að styrkur kókaíns sem haldlagt er á götunni sé á milli 10 og 20 prósent. „Ég minnist þess ekki að hafa séð í mínu starfi annað eins magn af kókaíni eða annan eins styrkleika,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Það sé mjög athugunarvert hve sterkt efnið virðist vera og hversu mikið magnið sé. „Þetta vekur upp spurningar um það hvort það sé verið að breyta innflutningsaðferðum og reyna að flytja inn í minna umfangi með því að hafa efnið sterkara,“ segir Jón Halldór. Ungu mennirnir reyndust vera með efnin hvor í sinni ferðatöskunni. Fljótlega komu fram upplýsingar um þriðja aðilann sem grunaður er um að vera skipuleggjandi innflutningsins. Einnig eru til rannsóknar aðrar ferðir ungu mannanna þar sem grunur leikur á að þeir hafi verið í sömu erindagjörðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða að minnsta kosti þrjár aðrar ferðir frá áramótum. Þá var lagt hald á rúmar 3 milljónir í reiðufé við rannsókn málsins. Ólafur Helgi hefur áhyggjur af því að of mikið af fíkniefnum komist til landsins. „Enda erum við að reyna það sem við getum til að koma í veg fyrir slíkan innflutning,“ segir Ólafur Helgi.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Tengdar fréttir Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30 Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Sjá meira
Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. 26. maí 2019 18:30
Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Talið er að þeir sem voru teknir með sextán kíló af kókaíni í Keflavík séu burðardýr. Málið telst viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra. 2. júní 2019 20:00