Kröftugar vaxtalækkanir hjá nýjum seðlabankastjóra? Birgir Haraldsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Íslenska hagkerfið er í niðursveiflu um þessar mundir eins og flestum er kunnugt um og hafa stjórnvöld og Seðlabankinn brugðist við með inngripum til að milda áfallið. Hvað varðar Seðlabankann þá hefur peningastefnunefndin lækkað vexti um 0,75 prósentur í tveimur skrefum síðan seint í maí. Þessi stefnubreyting, en bankinn hækkaði vexti í nóvember á síðasta ári, er að mestu drifin af versnandi efnahagsaðstæðum eftir fall WOW air í lok mars ásamt mildari kjarasamningum en vænst var í byrjun apríl. Meginvextir Seðlabankans standa rétt við sögulegt lágmark í 3,75 prósentum eftir þessar lækkanir. Í ljósi þessa og eftir ágætis uppgang fjármálamarkaða þá má velta tvennu fyrir sér um miðbik ársins. Hvernig ætti nýr seðlabankastjóri sem verður skipaður í þessum mánuði að haga peningastefnunni á komandi misserum og hvernig gætu fjármálamarkaðir brugðist við þeirri framvindu? Þegar kemur að hagsveiflunni er ljóst að nýr seðlabankastjóri stendur frammi fyrir mikilli óvissu vegna efnahagslegra erfiðleika innanlands og erlendis. Hvað varðar íslenska hagkerfið þá er kólnun þess víðtækari en vandamál ferðaþjónustunnar ein og sér þar sem innlend eftirspurn hefur verið þróttlítil í talsverðan tíma. Leiðandi hagvísar halda áfram að versna og fyrirtæki sýna litla sem enga löngun í aukinn mannauð eða aðrar fjárfestingar. Á sama tíma bendir margt til þess að alþjóðahagkerfið sé í sinni veikustu stöðu í nærri sjö ár og hafa verðbólguvæntingar hríðlækkað undanfarið innan Bandaríkjanna og Evrusvæðisins. Svo lengi sem íslenskan krónan helst stöðug þá bendir því margt til þess að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé takmarkaður. Hvernig nýr seðlabankastjóri ætti að haga peningastefnunni á næstunni virðist því fyrst og fremst snúa að því hversu djúpur vaxtalækkunarferillinn á að vera og hversu hratt skal komast á endastöð. Það er vel hugsanlegt að meginvextir endi í 2,5 prósentum og að lækkunarferlið klárist á næstu níu til tólf mánuðum. Fyrst má nefna að ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir með að ná 2,5% markmiðinu um mitt næsta ár þá þurfa vextir að lækka um 0,85 prósentur eingöngu til að tryggja að taumhald peningastefnunnar haldist óbreytt yfir tímabilið. Eðlilegt er að vænta kraftmeiri stuðnings en það í ljósi óvissunnar um skammtíma efnahagshorfur. Einnig gæti reynst auðveldara að vinda ofan af kröftugum, fyrirbyggjandi vaxtalækkunum ef þær reynast of skarpar þegar fram í sækir heldur en að missa frá sér niðursveifluna vegna ofurvarkárni. Reynslan erlendis frá síðastliðinn áratug hefur sýnt að oft hefur reynst erfitt að halda verðbólgu við markmið án þess að reiða sig á mikla gengislækkun; lítill áhugi er fyrir því hérlendis og því fellur það á vaxtastigið að vinna gegn þeim slaka sem nú hefur myndast. Með þetta í huga, þá væri það taktískt hjá nýjum seðlabankastjóra að lækka vexti um 0,5 prósentur á sínum fyrsta fundi í ágúst til að gefa skýr skilaboð um að efnahagslegri óvissu skuli eytt sem allra fyrst. Þessu væri hægt að fylgja eftir með þremur 0,25 prósenta lækkunum næstu tvo ársfjórðunga og þannig færa efnahagsbatann innan seilingar og fríska væntingar einkageirans sem enn eru talsvert lágar. Ef þessi sviðsmynd verður að veruleika þá ætti krafan á skuldabréfamarkaði að lækka enn frekar, álag ofan á ríki að færast niður fyrir banka og fyrirtæki, og hækkanir þessa árs á dreifðu hlutabréfasafni skráðra félaga með mikla innlenda starfsemi að halda áfram sínum takti. Þess vegna ætti ekki að líta fram hjá væntri peningastefnu nýs seðlabankastjóra og líkunum á frekari vaxtalækkunum þegar kemur að því að spá í framvindu fjármálamarkaða þó að skammtíma erfiðleikar plagi nú hagkerfið. Slík inngrip hafa tök á að stytta leiðina að efnahagsbatanum og færa okkur hratt að þeim hluta hagsveiflunnar sem hefur almennt reynst sterkur fyrir fjármálamarkaði.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska hagkerfið er í niðursveiflu um þessar mundir eins og flestum er kunnugt um og hafa stjórnvöld og Seðlabankinn brugðist við með inngripum til að milda áfallið. Hvað varðar Seðlabankann þá hefur peningastefnunefndin lækkað vexti um 0,75 prósentur í tveimur skrefum síðan seint í maí. Þessi stefnubreyting, en bankinn hækkaði vexti í nóvember á síðasta ári, er að mestu drifin af versnandi efnahagsaðstæðum eftir fall WOW air í lok mars ásamt mildari kjarasamningum en vænst var í byrjun apríl. Meginvextir Seðlabankans standa rétt við sögulegt lágmark í 3,75 prósentum eftir þessar lækkanir. Í ljósi þessa og eftir ágætis uppgang fjármálamarkaða þá má velta tvennu fyrir sér um miðbik ársins. Hvernig ætti nýr seðlabankastjóri sem verður skipaður í þessum mánuði að haga peningastefnunni á komandi misserum og hvernig gætu fjármálamarkaðir brugðist við þeirri framvindu? Þegar kemur að hagsveiflunni er ljóst að nýr seðlabankastjóri stendur frammi fyrir mikilli óvissu vegna efnahagslegra erfiðleika innanlands og erlendis. Hvað varðar íslenska hagkerfið þá er kólnun þess víðtækari en vandamál ferðaþjónustunnar ein og sér þar sem innlend eftirspurn hefur verið þróttlítil í talsverðan tíma. Leiðandi hagvísar halda áfram að versna og fyrirtæki sýna litla sem enga löngun í aukinn mannauð eða aðrar fjárfestingar. Á sama tíma bendir margt til þess að alþjóðahagkerfið sé í sinni veikustu stöðu í nærri sjö ár og hafa verðbólguvæntingar hríðlækkað undanfarið innan Bandaríkjanna og Evrusvæðisins. Svo lengi sem íslenskan krónan helst stöðug þá bendir því margt til þess að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé takmarkaður. Hvernig nýr seðlabankastjóri ætti að haga peningastefnunni á næstunni virðist því fyrst og fremst snúa að því hversu djúpur vaxtalækkunarferillinn á að vera og hversu hratt skal komast á endastöð. Það er vel hugsanlegt að meginvextir endi í 2,5 prósentum og að lækkunarferlið klárist á næstu níu til tólf mánuðum. Fyrst má nefna að ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir með að ná 2,5% markmiðinu um mitt næsta ár þá þurfa vextir að lækka um 0,85 prósentur eingöngu til að tryggja að taumhald peningastefnunnar haldist óbreytt yfir tímabilið. Eðlilegt er að vænta kraftmeiri stuðnings en það í ljósi óvissunnar um skammtíma efnahagshorfur. Einnig gæti reynst auðveldara að vinda ofan af kröftugum, fyrirbyggjandi vaxtalækkunum ef þær reynast of skarpar þegar fram í sækir heldur en að missa frá sér niðursveifluna vegna ofurvarkárni. Reynslan erlendis frá síðastliðinn áratug hefur sýnt að oft hefur reynst erfitt að halda verðbólgu við markmið án þess að reiða sig á mikla gengislækkun; lítill áhugi er fyrir því hérlendis og því fellur það á vaxtastigið að vinna gegn þeim slaka sem nú hefur myndast. Með þetta í huga, þá væri það taktískt hjá nýjum seðlabankastjóra að lækka vexti um 0,5 prósentur á sínum fyrsta fundi í ágúst til að gefa skýr skilaboð um að efnahagslegri óvissu skuli eytt sem allra fyrst. Þessu væri hægt að fylgja eftir með þremur 0,25 prósenta lækkunum næstu tvo ársfjórðunga og þannig færa efnahagsbatann innan seilingar og fríska væntingar einkageirans sem enn eru talsvert lágar. Ef þessi sviðsmynd verður að veruleika þá ætti krafan á skuldabréfamarkaði að lækka enn frekar, álag ofan á ríki að færast niður fyrir banka og fyrirtæki, og hækkanir þessa árs á dreifðu hlutabréfasafni skráðra félaga með mikla innlenda starfsemi að halda áfram sínum takti. Þess vegna ætti ekki að líta fram hjá væntri peningastefnu nýs seðlabankastjóra og líkunum á frekari vaxtalækkunum þegar kemur að því að spá í framvindu fjármálamarkaða þó að skammtíma erfiðleikar plagi nú hagkerfið. Slík inngrip hafa tök á að stytta leiðina að efnahagsbatanum og færa okkur hratt að þeim hluta hagsveiflunnar sem hefur almennt reynst sterkur fyrir fjármálamarkaði.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun