Vill vinna fimmta risatitilinn fyrir kylfusveininn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2019 12:30 Brooks Koepka og Ricky Elliott hafa unnið saman í sex ár vísir/getty Brooks Koepka vill bæta við sig fimmta risatitlinum með því að vinna Opna breska risamótið. Ein af ástæðum þess að hann vill vinna mótið er fyrir kylfusveininn sinn. Koepka er með eitthvað hald á risamótum golfheimsins. Hann vann sinn fyrsta risatitl á Opna bandaríska árið 2017. Hann vann það mót aftur ári seinna ásamt því að vinna PGA meistaramótið. Í ár stóð hann svo aftur uppi sem sigurvegari á PGA meistaramótinu. Ef hann vinnur Opna breska, sem hefst á morgun, þá mun hann því hafa unnið fimm af síðustu tíu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann var ekki með á Mastersmótinu 2018 en hefur annars tekið þátt í öllum fjórum mótum hvers árs frá því hann vann fyrsta titilinn 2017.Ricky Elliott er 41 árs gamall Norður-Íri sem er uppalinn í Portrushvísir/gettyOpna breska risamótið fer í ár fram á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. Þetta er aðeins í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli, fyrra skiptið var árið 1951. Kylfusveinn Koepka, Ricky Elliott, er fæddur og uppalinn í Portrush og vill Koepka því vinna mótið fyrir Elliott. „Það væri ekkert svalara. Ég held að þegar hann var að alast upp þá hafi hann ekki einu sinni látið sig dreyma um að Opna breska yrði haldið hér,“ sagði Koepka. „Til að bæta ofan á það þá held ég að hann hafi heldur ekki haldið að hann myndi verða hluti af mótinu.“ Elliott hefur verið kylfusveinn Bandaríkjamannsins síðustu sex ár. „Ef hann nær að vinna mót hér sem kylfusveinn, hann yrði goðsögn ekki satt? Hann er það reyndar nú þegar, en það yrði gaman að sjá hann vinna.“ „Ég mun örugglega heyra kallað á hann ansi oft, ég er viss um að margir af fjölskyldu hans og vinum verða að horfa. Þetta verður sérstök vika fyrir hann.“ Elliott ætti að geta hjálpað Koepka betur en flestir aðrir kylfusveinar í mótinu þar sem hann hefur spilað golf á vellinum nokkuð oft.You there Brooks? pic.twitter.com/tEMQQep47R — The Open (@TheOpen) July 16, 2019 Hvort það mun koma þeim félögum alla leið verður að koma í ljós. Koepka og Elliott fara af stað á fyrsta hring rétt eftir hádegi að íslenskum tíma á morgun, fimmtudag. Með þeim í ráshóp eru Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Indverjinn Shubhankar Sharma. Bein útsending frá fyrsta hring Opna breska risamótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 5:30 í fyrramálið. Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Brooks Koepka vill bæta við sig fimmta risatitlinum með því að vinna Opna breska risamótið. Ein af ástæðum þess að hann vill vinna mótið er fyrir kylfusveininn sinn. Koepka er með eitthvað hald á risamótum golfheimsins. Hann vann sinn fyrsta risatitl á Opna bandaríska árið 2017. Hann vann það mót aftur ári seinna ásamt því að vinna PGA meistaramótið. Í ár stóð hann svo aftur uppi sem sigurvegari á PGA meistaramótinu. Ef hann vinnur Opna breska, sem hefst á morgun, þá mun hann því hafa unnið fimm af síðustu tíu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann var ekki með á Mastersmótinu 2018 en hefur annars tekið þátt í öllum fjórum mótum hvers árs frá því hann vann fyrsta titilinn 2017.Ricky Elliott er 41 árs gamall Norður-Íri sem er uppalinn í Portrushvísir/gettyOpna breska risamótið fer í ár fram á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. Þetta er aðeins í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli, fyrra skiptið var árið 1951. Kylfusveinn Koepka, Ricky Elliott, er fæddur og uppalinn í Portrush og vill Koepka því vinna mótið fyrir Elliott. „Það væri ekkert svalara. Ég held að þegar hann var að alast upp þá hafi hann ekki einu sinni látið sig dreyma um að Opna breska yrði haldið hér,“ sagði Koepka. „Til að bæta ofan á það þá held ég að hann hafi heldur ekki haldið að hann myndi verða hluti af mótinu.“ Elliott hefur verið kylfusveinn Bandaríkjamannsins síðustu sex ár. „Ef hann nær að vinna mót hér sem kylfusveinn, hann yrði goðsögn ekki satt? Hann er það reyndar nú þegar, en það yrði gaman að sjá hann vinna.“ „Ég mun örugglega heyra kallað á hann ansi oft, ég er viss um að margir af fjölskyldu hans og vinum verða að horfa. Þetta verður sérstök vika fyrir hann.“ Elliott ætti að geta hjálpað Koepka betur en flestir aðrir kylfusveinar í mótinu þar sem hann hefur spilað golf á vellinum nokkuð oft.You there Brooks? pic.twitter.com/tEMQQep47R — The Open (@TheOpen) July 16, 2019 Hvort það mun koma þeim félögum alla leið verður að koma í ljós. Koepka og Elliott fara af stað á fyrsta hring rétt eftir hádegi að íslenskum tíma á morgun, fimmtudag. Með þeim í ráshóp eru Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Indverjinn Shubhankar Sharma. Bein útsending frá fyrsta hring Opna breska risamótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 5:30 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira