Arftaki Merkel tekur við varnarmálaráðuneytinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 14:57 Nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, Annegret Kramp-Karrenbauer, ásamt forvera sínum í starfi, Ursulu von der Leyen. Vísir/Getty Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins. Kramp-Karrenbauer tók formlega við embættinu í dag, degi eftir að útnefning von der Leyen var staðfest. Hún kemur svo til með að sverja embættiseið sinn í Sambandsþinginu í næstu viku. Guardian greinir frá þessu. Kramp-Karrenbauer var kjörin til embættis formanns Kristilegra demókrata með naumum meirihluta á síðasta ári, en þá gegndi hún engu hlutverki innan ríkisstjórnar Angelu Merkel. Það var meðal þess sem margir andstæðingar hennar bentu á í aðdraganda formannskjörsins í fyrra. Formannsins bíður ærið verkefni en staða varnarmálaráðherra í Þýskalandi er varhugaverð í augum margra stjórnmálamanna í landinu. Hefur staðan stundum verið kölluð „útkastsætið,“ þar sem margir sem margir sem gegnt hafa embættinu hafa ekki beðið þess bætur, í pólitískum skilningi. Nærtækasta dæmið er síðasti varnarmálaráðherra, von der Leyen. Á árum áður var hún talin líklegur kostur til þess að hreppa kanslarasætið en eftir fimm ára veru í varnarmálaráðuneytinu varð hún meðal óvinsælustu stjórnmálamanna Þýskalands. Óvinsældir þeirra sem gegna embættinu eru oft raktar til þess að þýski herinn hefur ekki úr miklu fjármagni að moða, og er hann því oft gagnrýndur fyrir að sjá hermönnum fyrir óviðunandi eða hreinlega biluðum búnaði. Ráðherraembættið verður því mikil prófraun fyrir Kramp-Karrenbauer, sem af mörgum er talin geta orðið arftaki Merkels í annað sinn, þegar sú síðarnefnda lætur af embætti kanslara árið 2021, hljóti Kristilegir demókratar náð fyrir augum kjósenda þegar kemur að því að koma kjörseðlinum í kassann. Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins. Kramp-Karrenbauer tók formlega við embættinu í dag, degi eftir að útnefning von der Leyen var staðfest. Hún kemur svo til með að sverja embættiseið sinn í Sambandsþinginu í næstu viku. Guardian greinir frá þessu. Kramp-Karrenbauer var kjörin til embættis formanns Kristilegra demókrata með naumum meirihluta á síðasta ári, en þá gegndi hún engu hlutverki innan ríkisstjórnar Angelu Merkel. Það var meðal þess sem margir andstæðingar hennar bentu á í aðdraganda formannskjörsins í fyrra. Formannsins bíður ærið verkefni en staða varnarmálaráðherra í Þýskalandi er varhugaverð í augum margra stjórnmálamanna í landinu. Hefur staðan stundum verið kölluð „útkastsætið,“ þar sem margir sem margir sem gegnt hafa embættinu hafa ekki beðið þess bætur, í pólitískum skilningi. Nærtækasta dæmið er síðasti varnarmálaráðherra, von der Leyen. Á árum áður var hún talin líklegur kostur til þess að hreppa kanslarasætið en eftir fimm ára veru í varnarmálaráðuneytinu varð hún meðal óvinsælustu stjórnmálamanna Þýskalands. Óvinsældir þeirra sem gegna embættinu eru oft raktar til þess að þýski herinn hefur ekki úr miklu fjármagni að moða, og er hann því oft gagnrýndur fyrir að sjá hermönnum fyrir óviðunandi eða hreinlega biluðum búnaði. Ráðherraembættið verður því mikil prófraun fyrir Kramp-Karrenbauer, sem af mörgum er talin geta orðið arftaki Merkels í annað sinn, þegar sú síðarnefnda lætur af embætti kanslara árið 2021, hljóti Kristilegir demókratar náð fyrir augum kjósenda þegar kemur að því að koma kjörseðlinum í kassann.
Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00
Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08
Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32