Segir að steypa þurfi í borholurnar Gígja Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 20:00 Óskar Sævarsson, landvörður Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega. Í febrúar á þessu ári gaus úr einni borholunni á svæðinu með þeim afleiðingum að hindrun sem átti að halda henni í skefjum sprakk undan þrýstingi. Borholurnar eru frá sjötta áratugnum og standa nú opnar á svæðinu. „Þetta er algjörlega morkin og ónýt steypa. Og með því að setja einhver járnlok eða eitthvað ofan á það þarf nú ekki mikið til að sprengja það upp og það var það sem gerðist núna í febrúar,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður á svæðinu. Þá segir hann áform vera um að steypa ofan í holurnar til að fyrirbyggja að það gjósi úr þeim. Sú aðgerð hafi hins vegar dregist. „Ég myndi nú segja að það lægi talsvert á því. Það hefði átt að bregðast við þessu strax, fyrir ferðamannatímann,“ segir Óskar. Flókið sé að hrinda aðgerðinni í framkvæmd og kostnaðurinn við hana mikill. Stígurinn með fram borholunni hefur verið lokaður síðan í febrúar. „Stígakerfið er þannig uppbyggt að þetta er hringleið í kringum svæðið og nú er bara gengið í hálfan hring og aftur til baka, sem veldur náttúrulega gríðarlegu álagi öðru megin,“ segir Óskar. Þá segir Óskar skilti, sem bannar fólki að fara af stígnum, hafa verið sett upp víðs vegar á svæðinu. Ekki allir ferðamenn fari þó eftir þeim leiðbeiningum en nokkrir ferðamenn með íslenskan leiðsögumann í fararbroddi fóru út af stígnum og gengu í átt að borholunni í dag. Ferðamennska á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Hætta getur stafað af gömlum borholum á háhitasvæðinu við Seltún á Reykjanesi. Girt hefur verið fyrir hluta svæðisins til að fyrirbyggja slys á fólki en fjöldi ferðamanna skoðar svæðið daglega. Í febrúar á þessu ári gaus úr einni borholunni á svæðinu með þeim afleiðingum að hindrun sem átti að halda henni í skefjum sprakk undan þrýstingi. Borholurnar eru frá sjötta áratugnum og standa nú opnar á svæðinu. „Þetta er algjörlega morkin og ónýt steypa. Og með því að setja einhver járnlok eða eitthvað ofan á það þarf nú ekki mikið til að sprengja það upp og það var það sem gerðist núna í febrúar,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður á svæðinu. Þá segir hann áform vera um að steypa ofan í holurnar til að fyrirbyggja að það gjósi úr þeim. Sú aðgerð hafi hins vegar dregist. „Ég myndi nú segja að það lægi talsvert á því. Það hefði átt að bregðast við þessu strax, fyrir ferðamannatímann,“ segir Óskar. Flókið sé að hrinda aðgerðinni í framkvæmd og kostnaðurinn við hana mikill. Stígurinn með fram borholunni hefur verið lokaður síðan í febrúar. „Stígakerfið er þannig uppbyggt að þetta er hringleið í kringum svæðið og nú er bara gengið í hálfan hring og aftur til baka, sem veldur náttúrulega gríðarlegu álagi öðru megin,“ segir Óskar. Þá segir Óskar skilti, sem bannar fólki að fara af stígnum, hafa verið sett upp víðs vegar á svæðinu. Ekki allir ferðamenn fari þó eftir þeim leiðbeiningum en nokkrir ferðamenn með íslenskan leiðsögumann í fararbroddi fóru út af stígnum og gengu í átt að borholunni í dag.
Ferðamennska á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Veðurstofan hefur ekki orðið vör við óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu. 10. febrúar 2019 13:39