Erlent

Missti fótinn eftir árás en er notaður í leyfisleysi til forvarna á sígarettupökkum

Andri Eysteinsson skrifar
Meiðsli mannsins voru notuð sem forvörn gegn reykingum. Maðurinn missti hins vegar löppina eftir árás.
Meiðsli mannsins voru notuð sem forvörn gegn reykingum. Maðurinn missti hins vegar löppina eftir árás. Getty/Cameron Spencer
Sextíu ára gömlum karlmanni brá heldur betur í brún þegar hann sá mynd af sér á sígarettupakka ásamt skilaboðunum „reykingar stífla æðar“. BBC greinir frá.

Á sígarettupakkanum var mynd af honum á spítala eftir að vinstri fóturinn hafði verið tekinn af honum eftir að ráðist var á hann árið 1997.

Maðurinn, sem býr í Metz í austur-Frakklandi, segir að fóturinn hafi verið tekinn af eftir árásina í Albaníu 1997, myndin hafi verið tekin á þarlendu sjúkrahúsi þegar athugað var hvort hægt væri að fá gervifót.

Sonur mannsins tók eftir myndinni þegar hann keypti sér tóbak á síðasta ári í Lúxemborg, hélt hann með pakkann til föður síns sem sá tafarlaust að það var hann sem var á myndinni. Einkennandi ör eftir bruna og skurðaðgerðir pössuðu við hans eigin líkama.

Maðurinn kveðst aldrei hafa veitt leyfi til þess að myndin yrði notuð á nokkurn hátt og hefur lögfræðingur mannsins, leitað svara af hverju myndin er nú í dreifingu víða um Evrópu.

„Skjólstæðingur minn finnst hann vera svikinn og særður í ljósi myndbirtingarinnar, sagði lögfræðingur mannsins, Antoine Fittante. Lögmaður segir að myndir á sígarettupökkum séu iðulega myndir úr myndabönkum sem veitt hafi verið leyfi til að nota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×