Nadia Comaneci hélt upp á 43 ára afmæli tíunnar sinnar og sonurinn stalst til að vera með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 17:00 Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ár gömul þegar hún varð ein frægasta íþróttakona heimsins. Vísir/Getty Í dag 18. júlí eru liðin 43 ár síðan að Nadia Comaneci varð fyrsta fimleikakonan til að fá tíu í einkunn á Ólympíuleikunum. Nadia Comaneci fékk fullt hús frá öllum sjö dómurum á tvíslánni á Ólympíuleikunum í Montréal 1976. 23 sekúndur af fullkomnum og heimsfrægðin bankaði á dyrnar. Stigataflan sýndi ekki 10.00 heldur 1.00 þar sem hún gat hæst sýnt 9.99. Nadia Comaneci keppti þarna fyrir Rúmeníu á Ólympíuleikunum 1976 þar sem hún vann þrenn gullverðlaun og var stjarna leikanna aðeins fjórtán ára gömul. Comaneci fékk alls sex tíur á leikunum. Comaneci bætti síðan við tvennum gullverðlaunum og tvennum silfurverðlaunum á leikunum í Moskvu fjórum árum síðar. Nadia Comaneci flúði Rúmeníu árið 1989 og settist að í Bandaríkjunum. Hún giftist bandaríska fimleikamanninum Bart Conner sem vann einnig gull á Ólympíuleikunum. Conner vann sín gull á leikunum í Los Angeles 1984. Nadia Comaneci ætlaði að halda upp á tíuna sína frá því í Montréal með því að taka handahlaup á ströndinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Here we go... 43 years later..July 18 th 1976 Montreal ...First Perfect 10.....and my son photobomb handstand... pic.twitter.com/CjEercqHmR — Nadia Comaneci (@nadiacomaneci10) July 17, 2019Dylan, sonur hennar, vildi greinilega vera með og laumaði sér inn í myndbandið. Það má sjá hann vera í handstöðu í bakgrunninum. Hann ætti líka að vera með fimleikagenin enda báðir foreldrar hans Ólympíumeistarar í fimleikum. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um fullkomna æfingu Nadiu Comaneci frá Ólympíuleikunum í Montréal 1976. Ólympíuleikar Rúmenía Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Sjá meira
Í dag 18. júlí eru liðin 43 ár síðan að Nadia Comaneci varð fyrsta fimleikakonan til að fá tíu í einkunn á Ólympíuleikunum. Nadia Comaneci fékk fullt hús frá öllum sjö dómurum á tvíslánni á Ólympíuleikunum í Montréal 1976. 23 sekúndur af fullkomnum og heimsfrægðin bankaði á dyrnar. Stigataflan sýndi ekki 10.00 heldur 1.00 þar sem hún gat hæst sýnt 9.99. Nadia Comaneci keppti þarna fyrir Rúmeníu á Ólympíuleikunum 1976 þar sem hún vann þrenn gullverðlaun og var stjarna leikanna aðeins fjórtán ára gömul. Comaneci fékk alls sex tíur á leikunum. Comaneci bætti síðan við tvennum gullverðlaunum og tvennum silfurverðlaunum á leikunum í Moskvu fjórum árum síðar. Nadia Comaneci flúði Rúmeníu árið 1989 og settist að í Bandaríkjunum. Hún giftist bandaríska fimleikamanninum Bart Conner sem vann einnig gull á Ólympíuleikunum. Conner vann sín gull á leikunum í Los Angeles 1984. Nadia Comaneci ætlaði að halda upp á tíuna sína frá því í Montréal með því að taka handahlaup á ströndinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Here we go... 43 years later..July 18 th 1976 Montreal ...First Perfect 10.....and my son photobomb handstand... pic.twitter.com/CjEercqHmR — Nadia Comaneci (@nadiacomaneci10) July 17, 2019Dylan, sonur hennar, vildi greinilega vera með og laumaði sér inn í myndbandið. Það má sjá hann vera í handstöðu í bakgrunninum. Hann ætti líka að vera með fimleikagenin enda báðir foreldrar hans Ólympíumeistarar í fimleikum. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um fullkomna æfingu Nadiu Comaneci frá Ólympíuleikunum í Montréal 1976.
Ólympíuleikar Rúmenía Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Sjá meira