Biður fólk að bera ekki rangar sakir á starfsmenn sína eftir atvik á róluvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 21:08 Maðurinn reyndist starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. Vísir/vilhelm Verkfræðistofan EFLA biðlar til fólks að bera ekki rangar sakir á saklausa starfsmenn sína, sem sinni venjubundnum úttektum á stofnanalóðum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EFLU sem send er út vegna umræðu um myndatökur starfsmanns fyrirtækisins í hverfishópi á Facebook í dag. Fjallað var um málið á vef DV en þar er vísað í mynd af karlmanni sem birt var í Facebook-hópi íbúa Langholtshverfis. Kona sem deilir myndinni sagðist hafa komið auga á manninn á Drekaróluvelli við Drekavog í morgun og séð hann taka myndir. Þá hafi hann m.a. gert sig líklegan til að taka mynd af fimm ára gömlum dóttursyni hennar. Konan kvað manninn hafa sagst vera á leikvellinum að taka út leiktæki fyrir Reykjavíkurborg. Enginn hjá borginni hafi hins vegar kannast við manninn þegar konan grennslaðist fyrir um hann og sagðist hún því hafa hringt á lögregluna. Varaði hún íbúa Langholtshverfis jafnframt við manninum. Þá var færslunni deilt áfram í hópinn Mæðratips á Facebook og maðurinn þar sagður „barnaperri“. Síðar kom þó í ljós að maðurinn var starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. DV greinir jafnframt frá því að starfsmaðurinn hafi svarað konunni í hverfishópnum og hafnað því að hafa verið að taka mynd af barninu, auk þess sem hann kvaðst hafa sýnt henni gögn sem skýrðu veru hans á leikvellinum. Í yfirlýsingu EFLU segir jafnframt að við þessar úttektir séu aldrei teknar myndir af notendum svæðanna, hvorki börnum né fullorðnum. Þá kveði verklagsreglur EFLU á um að starfsmenn í úttektum skuli ávallt klæðast merktum fatnaði, sem viðkomandi starfsmaður hafi gert við úttektina í morgun. „EFLA harmar mjög að umræðan skuli hafi farið í þennan farveg. Þó að vissulega sé alltaf gott að hafa varann á sér gagnvart grunsamlegri hegðun fullorðinna á leikvöllum þá biður EFLA fólk einnig um að gæta þess að bera ekki í fljótfærni rangar sakir á saklausa einstaklinga í umræðum á Facebook. Oft getur einfaldlega verið um að ræða fólk að sinna starfi sínu,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Verkfræðistofan EFLA biðlar til fólks að bera ekki rangar sakir á saklausa starfsmenn sína, sem sinni venjubundnum úttektum á stofnanalóðum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá EFLU sem send er út vegna umræðu um myndatökur starfsmanns fyrirtækisins í hverfishópi á Facebook í dag. Fjallað var um málið á vef DV en þar er vísað í mynd af karlmanni sem birt var í Facebook-hópi íbúa Langholtshverfis. Kona sem deilir myndinni sagðist hafa komið auga á manninn á Drekaróluvelli við Drekavog í morgun og séð hann taka myndir. Þá hafi hann m.a. gert sig líklegan til að taka mynd af fimm ára gömlum dóttursyni hennar. Konan kvað manninn hafa sagst vera á leikvellinum að taka út leiktæki fyrir Reykjavíkurborg. Enginn hjá borginni hafi hins vegar kannast við manninn þegar konan grennslaðist fyrir um hann og sagðist hún því hafa hringt á lögregluna. Varaði hún íbúa Langholtshverfis jafnframt við manninum. Þá var færslunni deilt áfram í hópinn Mæðratips á Facebook og maðurinn þar sagður „barnaperri“. Síðar kom þó í ljós að maðurinn var starfsmaður EFLU og staddur á leiksvæðinu við öryggisúttekt á búnaði og lóð. DV greinir jafnframt frá því að starfsmaðurinn hafi svarað konunni í hverfishópnum og hafnað því að hafa verið að taka mynd af barninu, auk þess sem hann kvaðst hafa sýnt henni gögn sem skýrðu veru hans á leikvellinum. Í yfirlýsingu EFLU segir jafnframt að við þessar úttektir séu aldrei teknar myndir af notendum svæðanna, hvorki börnum né fullorðnum. Þá kveði verklagsreglur EFLU á um að starfsmenn í úttektum skuli ávallt klæðast merktum fatnaði, sem viðkomandi starfsmaður hafi gert við úttektina í morgun. „EFLA harmar mjög að umræðan skuli hafi farið í þennan farveg. Þó að vissulega sé alltaf gott að hafa varann á sér gagnvart grunsamlegri hegðun fullorðinna á leikvöllum þá biður EFLA fólk einnig um að gæta þess að bera ekki í fljótfærni rangar sakir á saklausa einstaklinga í umræðum á Facebook. Oft getur einfaldlega verið um að ræða fólk að sinna starfi sínu,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira