Vissu ekki að Mateusz fór frá Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2019 06:00 Mateusz Tynski er enn ófundinn. ITAKA samtökin. Fjölskylda Mateusz Tynski hafði ekki vitneskju um að hann væri á leiðinni úr landi. Þetta segir Karol Tynski, bróðir hans. Hann hafði síðast samband við þau þann 28. febrúar síðastliðinn og hvarf hans uppgötvaðist ekki fyrr en í maí. Ekki er vitað hvort Mateusz ætlaði að heimsækja heimaland sitt eða flytja alfarið til baka. Að sögn Karols átti hann bifreið á Íslandi. „Hann sagði engum að hann væri á leiðinni,“ segir Karol. „Hann flutti til Íslands fyrir fjórum árum og hefur flogið heim þrisvar sinnum síðan þá. Þetta er mjög óeðlilegt því að hann hefur verið í símasambandi við foreldra mína um það bil einu sinni í viku allan tímann. Lengsti tíminn sem hann hefur ekki verið í sambandi eru tvær vikur.“ Karol segir að Mateusz hafi flutt til Íslands til að hafa betri tekjur. Lengst af hafi hann starfað hjá fiskvinnslu en hann veit ekki hvaða. Hann veit ekki til þess að Mateusz hafi verið í neinum vandræðum hér á Íslandi. Að minnsta kosti átti hann ekki við nein vandamál að stríða áður en hann flutti hingað. „Mateusz er þögull maður,“ segir Karol. „Við höfum látið lögregluna hérna vita og leit er hafin hér.“ Eins og áður hefur komið fram stendur leit ekki yfir á Íslandi en óskað er eftir öllum upplýsingum sem gætu nýst við leitina ytra. Fjölskylda Mateusz, í Slesíuhéraði í Póllandi, er ekki stór. Hann er ókvæntur og barnlaus. Karol veit ekki hverja hann umgekkst á Íslandi. Eftir að auglýsingar um hvarf hans voru birtar í samfélagsmiðlahópum Pólverja á Íslandi hefur enginn stigið fram sem segist þekkja hann. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Pólland Tengdar fréttir Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00 Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjölskylda Mateusz Tynski hafði ekki vitneskju um að hann væri á leiðinni úr landi. Þetta segir Karol Tynski, bróðir hans. Hann hafði síðast samband við þau þann 28. febrúar síðastliðinn og hvarf hans uppgötvaðist ekki fyrr en í maí. Ekki er vitað hvort Mateusz ætlaði að heimsækja heimaland sitt eða flytja alfarið til baka. Að sögn Karols átti hann bifreið á Íslandi. „Hann sagði engum að hann væri á leiðinni,“ segir Karol. „Hann flutti til Íslands fyrir fjórum árum og hefur flogið heim þrisvar sinnum síðan þá. Þetta er mjög óeðlilegt því að hann hefur verið í símasambandi við foreldra mína um það bil einu sinni í viku allan tímann. Lengsti tíminn sem hann hefur ekki verið í sambandi eru tvær vikur.“ Karol segir að Mateusz hafi flutt til Íslands til að hafa betri tekjur. Lengst af hafi hann starfað hjá fiskvinnslu en hann veit ekki hvaða. Hann veit ekki til þess að Mateusz hafi verið í neinum vandræðum hér á Íslandi. Að minnsta kosti átti hann ekki við nein vandamál að stríða áður en hann flutti hingað. „Mateusz er þögull maður,“ segir Karol. „Við höfum látið lögregluna hérna vita og leit er hafin hér.“ Eins og áður hefur komið fram stendur leit ekki yfir á Íslandi en óskað er eftir öllum upplýsingum sem gætu nýst við leitina ytra. Fjölskylda Mateusz, í Slesíuhéraði í Póllandi, er ekki stór. Hann er ókvæntur og barnlaus. Karol veit ekki hverja hann umgekkst á Íslandi. Eftir að auglýsingar um hvarf hans voru birtar í samfélagsmiðlahópum Pólverja á Íslandi hefur enginn stigið fram sem segist þekkja hann.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Pólland Tengdar fréttir Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00 Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00
Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00