Buðu styrki og bónusa fyrir lykilfólk í tímabundnu starfi Ari Brynjólfsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri gerði samkomulag árið 2012 við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans um að hún fengi námsstyrk í skiptum fyrir að starfa áfram í minnst tvö ár. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sérhæfð verkefni og tímabundnar ráðningar knúðu stjórnendur Seðlabankans til að beita ýmsum ráðum til að halda í starfsfólk gjaldeyriseftirlitsins á árunum eftir að það var sett á fót í september 2009, ekki síst eftir að umræða um nauðsyn þess að losa fjármagnshöft magnaðist og starfsfólk gjaldeyriseftirlitsins varð meðvitaðra um að störfum þess í bankanum gæti lokið. Þetta kemur fram í greinargerð sem Arnar Þór Stefánsson lögmaður vann fyrir Seðlabankann. Í greinargerðinni segir að það hafi flækt verkefni sviðsins að halda í mannafla þar sem gert var ráð fyrir að starfsemin yrði tímabundin. Varð vandinn stærri með tímanum þar sem starfsfólkið varð æ verðmætara „vegna þeirrar einstöku reynslu sem það hafði safnað“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Beitt var ýmsum ráðum svo sem lengri uppsagnarfrestum og síðar bónusgreiðslum ef starfsmenn væru í starfi á ákveðnum lykildagsetningum sem miðuðust gjarnan við áfanga varðandi losun hafta,“ segir í greinargerðinni. „Í einstaka tilfellum var lykilstarfsmönnum lofað framtíðarstarfi í bankanum ef talið var að þeir myndu örugglega nýtast víðar.“ Árið 2015 var sérstakur álagstoppur í starfi gjaldeyriseftirlitsins, var þá gengið frá uppgjöri slitabúanna. Einnig síðla sumars 2016 þegar haldið var stórt útboð á aflandskrónum. „Mæddi þá mikið á Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, en hún var einnig fulltrúi bankans í framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta. Greiddar voru álagsgreiðslur til starfsmanna vegna þessarar vinnu,“ segir í greinargerðinni. Fékk Ingibjörg þó minna en aðrir þar sem álagstoppar voru hluti af hennar starfi.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, á blaðamannafundi árið 2013.FBL/PJETURIngibjörg ræddi um möguleg starfslok í lok árs 2011, bæði vegna álags „en einnig vegna vissrar óánægju með það ferli sem þá var í gangi við losun hafta og að aðkoma gjaldeyriseftirlitsins að því væri ekki nægilega mikil“. Samkvæmt munnlegu samkomulagi hélt hún áfram starfi sínu gegn vilyrði bankans fyrir námsstyrk frá bankanum við starfslok. Hún fór svo í leyfi árið 2016 til að fara í nám við Harvard-háskóla og sagði starfi sínu lausu í lok árs 2017. Á því tímabili vann hún að gerð greinargerðar sem tengdist alþjóðasamningum sem nýttist að sögn í stefnumótunarvinnu bankans. Blaðamanni Fréttablaðsins var synjað um aðgang að efni samnings Ingibjargar við Seðlabankann en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að þeirri niðurstöðu að bankanum beri að afhenda skjalið. Bankinn hefur hins vegar farið fram á að réttaráhrifum þess úrskurðar verði frestað. Heimild til slíkrar frestunar er bundin því skilyði að málinu verði skotið til dómstóla innan sjö daga frá því að fallist er á frestunina. Í fyrrnefndri greinargerð bankans til úrskurðarnefndarinnar segir um samninginn að opinber birting samningsins gæti dregið úr möguleikum bankans til að gera sambærilega samninga í framtíðinni þegar það er talið nauðsynlegt til að stefna ekki verkefnum bankans í hættu. Þá kunni opinber birting samningsins eins og hann sé úr garði gerður, án framangreindrar forsögu, að skerða með óbætanlegum hætti annars vegar orðspor bankans og hins vegar starfsmannsins. Með því að Fréttablaðið birtir hér þá forsögu sem lögmaður Seðlabankans telur forsendu birtingar samningsins, mun blaðið krefjast þess að frestun réttaráhrifa úrskurðarins verði hafnað og blaðamanni Fréttablaðsins send umbeðin gögn án tafar. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Seðlabankinn er skyldur til að afhenda blaðamanni samning bankans um námsleyfi starfsmanns. Bankinn afhendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðar um afhendingu þess. Segir orðspor bankans skerðast með óbætanlegum hætti 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Sérhæfð verkefni og tímabundnar ráðningar knúðu stjórnendur Seðlabankans til að beita ýmsum ráðum til að halda í starfsfólk gjaldeyriseftirlitsins á árunum eftir að það var sett á fót í september 2009, ekki síst eftir að umræða um nauðsyn þess að losa fjármagnshöft magnaðist og starfsfólk gjaldeyriseftirlitsins varð meðvitaðra um að störfum þess í bankanum gæti lokið. Þetta kemur fram í greinargerð sem Arnar Þór Stefánsson lögmaður vann fyrir Seðlabankann. Í greinargerðinni segir að það hafi flækt verkefni sviðsins að halda í mannafla þar sem gert var ráð fyrir að starfsemin yrði tímabundin. Varð vandinn stærri með tímanum þar sem starfsfólkið varð æ verðmætara „vegna þeirrar einstöku reynslu sem það hafði safnað“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Beitt var ýmsum ráðum svo sem lengri uppsagnarfrestum og síðar bónusgreiðslum ef starfsmenn væru í starfi á ákveðnum lykildagsetningum sem miðuðust gjarnan við áfanga varðandi losun hafta,“ segir í greinargerðinni. „Í einstaka tilfellum var lykilstarfsmönnum lofað framtíðarstarfi í bankanum ef talið var að þeir myndu örugglega nýtast víðar.“ Árið 2015 var sérstakur álagstoppur í starfi gjaldeyriseftirlitsins, var þá gengið frá uppgjöri slitabúanna. Einnig síðla sumars 2016 þegar haldið var stórt útboð á aflandskrónum. „Mæddi þá mikið á Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, en hún var einnig fulltrúi bankans í framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta. Greiddar voru álagsgreiðslur til starfsmanna vegna þessarar vinnu,“ segir í greinargerðinni. Fékk Ingibjörg þó minna en aðrir þar sem álagstoppar voru hluti af hennar starfi.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, á blaðamannafundi árið 2013.FBL/PJETURIngibjörg ræddi um möguleg starfslok í lok árs 2011, bæði vegna álags „en einnig vegna vissrar óánægju með það ferli sem þá var í gangi við losun hafta og að aðkoma gjaldeyriseftirlitsins að því væri ekki nægilega mikil“. Samkvæmt munnlegu samkomulagi hélt hún áfram starfi sínu gegn vilyrði bankans fyrir námsstyrk frá bankanum við starfslok. Hún fór svo í leyfi árið 2016 til að fara í nám við Harvard-háskóla og sagði starfi sínu lausu í lok árs 2017. Á því tímabili vann hún að gerð greinargerðar sem tengdist alþjóðasamningum sem nýttist að sögn í stefnumótunarvinnu bankans. Blaðamanni Fréttablaðsins var synjað um aðgang að efni samnings Ingibjargar við Seðlabankann en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að þeirri niðurstöðu að bankanum beri að afhenda skjalið. Bankinn hefur hins vegar farið fram á að réttaráhrifum þess úrskurðar verði frestað. Heimild til slíkrar frestunar er bundin því skilyði að málinu verði skotið til dómstóla innan sjö daga frá því að fallist er á frestunina. Í fyrrnefndri greinargerð bankans til úrskurðarnefndarinnar segir um samninginn að opinber birting samningsins gæti dregið úr möguleikum bankans til að gera sambærilega samninga í framtíðinni þegar það er talið nauðsynlegt til að stefna ekki verkefnum bankans í hættu. Þá kunni opinber birting samningsins eins og hann sé úr garði gerður, án framangreindrar forsögu, að skerða með óbætanlegum hætti annars vegar orðspor bankans og hins vegar starfsmannsins. Með því að Fréttablaðið birtir hér þá forsögu sem lögmaður Seðlabankans telur forsendu birtingar samningsins, mun blaðið krefjast þess að frestun réttaráhrifa úrskurðarins verði hafnað og blaðamanni Fréttablaðsins send umbeðin gögn án tafar.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Seðlabankinn er skyldur til að afhenda blaðamanni samning bankans um námsleyfi starfsmanns. Bankinn afhendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðar um afhendingu þess. Segir orðspor bankans skerðast með óbætanlegum hætti 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Seðlabankinn er skyldur til að afhenda blaðamanni samning bankans um námsleyfi starfsmanns. Bankinn afhendir ekki skjalið og krefst frestunar réttaráhrifa úrskurðar um afhendingu þess. Segir orðspor bankans skerðast með óbætanlegum hætti 18. júlí 2019 06:00