Erfið staða hjá Netflix Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Ýmsir eru með þetta app í símanum. Nordicphotos/AFP Bandaríska streymisveitan Netflix birti í fyrrinótt fjórðungsskýrslu sína og hafa tæknimiðlar vestan hafs í greiningum sínum sagt hana sýna svarta, eða að minnsta kosti gráa, stöðu hjá fyrirtækinu. „Niðurstöðurnar eru hamfarakenndar,“ sagði til að mynda í umfjöllun The Verge í gær. Fyrirtækið tapaði í fyrsta skipti markverðum fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum. Þeim fækkaði um 130.000 á öðrum ársfjórðungi. Þá var vöxtur á heimsvísu helmingi minni en fyrirtækið hafði spáð, 2,7 milljónir í stað fimm milljóna. Virði hlutabréfa í Netflix tók dýfu í kjölfar þess að skýrslan var birt. Fór úr 362,44 Bandaríkjadölum við lokun markaða á miðvikudag og niður í 321,41 Bandaríkjadal í gær. Reed Hastings forstjóri sagði skýringuna á þessum vonbrigðaniðurstöðum felast einkum í afleiðingum verðhækkana og skorti á nýju efni. „Við teljum að samkeppni hafi ekki verið þáttur þar sem það varð engin raunveruleg breyting á samkeppnisumhverfinu á fjórðungnum,“ sagði í bréfi til hluthafa. Ef til vill má þó skrifa samdráttinn í Bandaríkjunum að einhverju leyti á aukna samkeppni. WarnerMedia, Disney og Apple eru öll að setja í loftið streymisveitur og þá hefur Amazon veitt Netflix samkeppni hingað til. Blikur eru á lofti þegar horft er til framtíðar. Netflix mun á næstunni missa afar vinsæla þætti á borð við Friends og The Office til keppinauta. Óvíst er hvaða áhrif það mun hafa. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tækni Tengdar fréttir 900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57 Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Bandaríska streymisveitan Netflix birti í fyrrinótt fjórðungsskýrslu sína og hafa tæknimiðlar vestan hafs í greiningum sínum sagt hana sýna svarta, eða að minnsta kosti gráa, stöðu hjá fyrirtækinu. „Niðurstöðurnar eru hamfarakenndar,“ sagði til að mynda í umfjöllun The Verge í gær. Fyrirtækið tapaði í fyrsta skipti markverðum fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum. Þeim fækkaði um 130.000 á öðrum ársfjórðungi. Þá var vöxtur á heimsvísu helmingi minni en fyrirtækið hafði spáð, 2,7 milljónir í stað fimm milljóna. Virði hlutabréfa í Netflix tók dýfu í kjölfar þess að skýrslan var birt. Fór úr 362,44 Bandaríkjadölum við lokun markaða á miðvikudag og niður í 321,41 Bandaríkjadal í gær. Reed Hastings forstjóri sagði skýringuna á þessum vonbrigðaniðurstöðum felast einkum í afleiðingum verðhækkana og skorti á nýju efni. „Við teljum að samkeppni hafi ekki verið þáttur þar sem það varð engin raunveruleg breyting á samkeppnisumhverfinu á fjórðungnum,“ sagði í bréfi til hluthafa. Ef til vill má þó skrifa samdráttinn í Bandaríkjunum að einhverju leyti á aukna samkeppni. WarnerMedia, Disney og Apple eru öll að setja í loftið streymisveitur og þá hefur Amazon veitt Netflix samkeppni hingað til. Blikur eru á lofti þegar horft er til framtíðar. Netflix mun á næstunni missa afar vinsæla þætti á borð við Friends og The Office til keppinauta. Óvíst er hvaða áhrif það mun hafa.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Tækni Tengdar fréttir 900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57 Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
900 starfsmenn Netflix í skemmtiferð til Íslands Um níu hundruð starfsmenn streymisveitunnar Netflix verður hér á landi í vikunni og um næstu helgi. 4. júlí 2019 15:57
Netflix hækkar áskriftarverð Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. 20. júní 2019 06:00