Varla er hægt að tala um það að myndin skarti einvalaliði leikara; eins og Judy Dench, Ian McKellen, Idris Elba, Taylor Swift, Jennifer Hudson og James Corden, einfaldlega vegna þess að þeim hefur, með „aðstoð“ tölvutækninnar, verið stökkbreytt í einhvers konar matraðrarkennda mannkattablöndu.
One chance. Watch the #CatsMovie trailer now. pic.twitter.com/9Gor3QdUVU
— Working Title (@Working_Title) July 18, 2019
Aðstandendur myndarinnar vona því eflaust að leikstjórnarhæfileikar Hoopers muni draga athygli frá útliti aðalhetjanna, kattanna sem myndin dregur nafn sitt af. Það mun þó reynast þrautin þyngri ef marka má fyrstu viðbrögð kvikmyndaáhugafólks.
Það hefur ýmislegt út á kettina að setja. Til að mynda séu þeir allt of litlir en í einu atriði í stiklunni má sjá ketti dansa ofan á uppádekkuðu borði sem þykir kristalla fráleit stærðarhlutföllin.
Að sama skapi furða þeir sig á því að læðurnar eru með brjóst en ekki spena, skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack spyr sig jafnframt hvar „tillarnir“ eru á fressköttunum. Ekki bæti heldur úr skák að svo virðist vera sem sumir kattanna gangi um í kattafeldum - sem þeir hafa þá væntanlega fláð af öðrum köttum.
Afsakið hvar eru tillarnir á þessum högnum https://t.co/jZOwHdc3Na
— margrét erla maack (@mokkilitli) July 18, 2019
Aðdáendur vona því að Hooper og félagar muni grípa í taumana og gera það sama og aðstandendur myndarinnar Sonic the Hegdgehog gerðu eftir viðlíka útreið á samfélagsmiðlum. Eftir að fyrstu myndirnar af bláa broddgeltinum litu dagsins ljós kom fram hávær krafa um að honum yrði breytt, enda álíka ógeðfelldur og kettirnir í Cats, og var fallist á kröfuna innan örfárra daga frá frumsýningu fyrstu stiklunnar.
Er í andlegu eftir þennan Cats trailer. Af hverju sagði enginn stopp á einhverjum tímapunkti? Hvað er að mannkyninu?
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) July 18, 2019
Hvaða fucking insanity er þetta???????? https://t.co/b8LbHCGm2V
— Húmfreyr Sjókort (@MichelFucko) July 18, 2019
Djísös, nýji Cats trailerinn er mesta uncanny valley dæmi sem ég hef séð. https://t.co/5s8pZTCesv
— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) July 18, 2019
Ahhh, fyrirtak, ég þurfti hvort sem er ekkert að sofa í nótt https://t.co/ifIJa7y7lL
— Stefán Snær (@stefansnaer) July 18, 2019
Búinn með nákvæmlega 3 bjóra og var bara sáttur með Cats trailerinn þangað til að fokking James Corden kom inn
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 19, 2019
Ég á engin orð. https://t.co/aWEPe5kY2v
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) July 18, 2019
Fyrirtak, mig vantaði einmitt gott martraðafóður fyrir svefninn.
— Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) July 18, 2019
pic.twitter.com/IzhV0OvhrF
ég elska ketti en þetta er ekki í lagi https://t.co/OL4BBuHIhO
— Alma Mjöll (@AlmaMjoll) July 18, 2019