Fresta frumsýningu Sonic svo broddgölturinn komist í tannleiðréttingu Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 16:30 Aðdáendur brottgöltsins sögðu tennur hans martraðarkenndar. Paramount Þegar bandaríska kvikmyndaverið Paramount frumsýndi stiklu úr myndinni Sonic the Hedgehog urðu aðdáendur þessarar tölvuleikjahetju æfir vegna mennskra tannanna sem karakterinn skartaði. Gengu margir svo langt að kalla þær hrollvekjandi og martraðarkenndar. Leikstjóri myndarinnar, Jeff Fowler, fylgdist greinilega með umræðunni á Twitter því hann tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að fresta frumsýningu myndarinnar til að breyta tanngarði broddgaltarins. Var frumsýningin áætluð áttunda nóvember en hefur verið frestað fram á 14. febrúar á næsta ári. Paramount frumsýndi tvær stiklur úr þessari kvikmynd á ráðstefnunni CinemaCon, önnur einblíndi á broddgöltinn Sonic en hin á illmennið Dr. Robotnik sem Jim Carrey leikur. Myndin er byggð á tölvuleiknum Sonic the Hedgehog sem kom fyrst út árið 1991. Aðalpersóna leikjanna er blár broddgöltur með mannlega eiginleika sem hleypur um flóknar brautir með það að markmiði að safna hringjum. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Þegar bandaríska kvikmyndaverið Paramount frumsýndi stiklu úr myndinni Sonic the Hedgehog urðu aðdáendur þessarar tölvuleikjahetju æfir vegna mennskra tannanna sem karakterinn skartaði. Gengu margir svo langt að kalla þær hrollvekjandi og martraðarkenndar. Leikstjóri myndarinnar, Jeff Fowler, fylgdist greinilega með umræðunni á Twitter því hann tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að fresta frumsýningu myndarinnar til að breyta tanngarði broddgaltarins. Var frumsýningin áætluð áttunda nóvember en hefur verið frestað fram á 14. febrúar á næsta ári. Paramount frumsýndi tvær stiklur úr þessari kvikmynd á ráðstefnunni CinemaCon, önnur einblíndi á broddgöltinn Sonic en hin á illmennið Dr. Robotnik sem Jim Carrey leikur. Myndin er byggð á tölvuleiknum Sonic the Hedgehog sem kom fyrst út árið 1991. Aðalpersóna leikjanna er blár broddgöltur með mannlega eiginleika sem hleypur um flóknar brautir með það að markmiði að safna hringjum.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira