Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 1-1 ÍA │Stál í stál á Akureyri Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. júlí 2019 20:30 Viktor Jónsson skoraði mark Skagamanna mynd/ía ÍA heimsótti KA í 13.umferð Pepsi-Max deildar karla á Akureyri í dag. Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og pressuðu KA-menn stíft strax frá fyrstu mínútu. Sú pressa skilaði marki sem kom reyndar eftir fast leikatriði á 10.mínútu. Stefán Teitur Þórðarson átti þá frábæra aukaspyrnu af miðjum vallarhelmingi KA-manna og Viktor Jónsson reis hæst í teignum og stangaði boltann af krafti í netið. Í kjölfarið náðu heimamenn að færa lið sitt aðeins ofar á völlinn án þess þó að ógna marki gestanna að verulegu leyti. Eftir hálftíma leik fékk Tryggvi Hrafn Haraldsson það sem reyndist besta færi leiksins. Jón Gísli Eyland átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn KA-manna þar sem Tryggvi Hrafn kom aðvífandi á fleygiferð. Tryggva tókst að taka boltann með sér framhjá Aroni Degi í marki KA en renndi boltanum svo framhjá markinu. Á 38.mínútu komust KA-menn nálægt því að jafna metin þegar Ásgeir Sigurgeirsson náði fínum skalla á mark ÍA en Árni Snær Ólafsson var þar vel á verði og sló boltann aftur fyrir. Staðan í leikhléi 0-1 fyrir Skagamenn en mikil harka var í leiknum og lyfti Erlendur Eiríksson, dómari, gula spjaldinu sex sinnum á loft í fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var afar tíðindalítill en Skagamenn komust nálægt því að tvöfalda forystuna strax á 48.mínútu þegar hornspyrna Tryggva Hrafns datt niður á marklínunni en þar náði Aron Dagur að handsama knöttinn á síðustu stundu. Annars lágu Skagamenn þéttir til baka og KA-menn áttu í vandræðum með að byggja upp spil. Jöfnunarmarkið kom hins vegar eftir klukkutíma leik og var það sem þruma úr heiðskíru lofti. Almarr Ormarsson fékk þá að rekja boltann nánast óáreittur inn í vítateig Skagamanna og hann nýtti tækifærið til að láta vaða á markið. Almarr með gott skot sem söng í netinu og staðan orðin 1-1. Reyndust það lokatölur leiksins en eftir jöfnunarmarkið var lítið að gerast í sóknarleik beggja liða og sköpuðust helst hættur eftir föst leikatriði. Bjarki Steinn Bjarkason og Gonzalo Zamorano Leon áttu reyndar fína innkomu í lið Skagamanna og bjuggu til gott tækifæri til að klára leikinn en Hrannar Björn Steingrímsson vann vel til baka og komst fyrir skot Bjarka. Afhverju varð jafntefli? Skagamenn settu KA-menn undir mikla pressu í upphafi leiks og uppskáru fyrsta mark leiksins strax á tíundu mínútu. Í kjölfarið lögðust þeir aftar á völlinn og beittu skyndisóknum. Það var nálægt því að virka því Tryggvi Hrafn hefði átt að koma ÍA í 2-0 eftir hálftíma leik. Augnabliks einbeitingarleysi og sofandaháttur í annars þéttri vörn Skagamanna kom KA-mönnum inn í leikinn eftir klukkutíma leik og í kjölfarið af jöfnunarmarkinu þorði hvorugt liðið að taka mikla áhættu til að ná í stigin þrjú. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða í baráttuleik. Bestu menn vallarins Enginn sem stóð sérstaklega upp úr. Almarr Ormarsson stendur nær alltaf fyrir sínu á miðju KA-manna og skoraði glæsilegt mark sem var mjög mikilvægt fyrir KA-menn því það var fátt sem benti til þess að þeir væru að fara að jafna leikinn. Þá átti Hrannar Björn Steingrímsson fínan leik í hægri bakverðinum. Í liði Skagamanna ber helstan að nefna Tryggva Hrafn Haraldsson. Hélt varnarmönnum KA vel við efnið en hefði vissulega átt að klára færið sitt í fyrri hálfleiknum. Skagfirðingurinn bráðefnilegi Jón Gísli Eyland var einnig góður. Eins og fyrr segir áttu Gonzalo Zamorano Leon og Bjarki Steinn Bjarkason góða innkomu af bekknum og hefðu mátt koma fyrr inná. Hvað gekk illa? Leikurinn var líklega ekki góð auglýsing fyrir fótboltann að því leyti til að boltinn rúllaði mjög sjaldan á milli manna með grasinu. Ekki nýtt að Skagamenn beiti löngum sendingum fram völlinn og héldu þeir sig alveg við þá nálgun í dag. Hins vegar voru KA-menn að reyna að spila boltanum en með frekar misheppnuðum árangri. Náðu allt of sjaldan að koma sínum bestu mönnum á boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Skagamenn áttu ekki í miklum vandræðum með að brjóta sóknir KA á bak aftur. Hvað er næst? KA-menn eiga heimaleik eftir slétta viku þegar FH kemur í heimsókn. Á sama tíma fá Skagamenn Íslandsmeistara Vals í heimsókn. Óli Stefán: Við stöðvuðum blæðingunaÓli Stefán Flóventssonvísir/bára„Fyrir okkur, í þessari stöðu sem við erum, verðum við að þakka fyrir allt sem við fáum. Ég var ánægður með að við lögðum ofboðslega vinnu í þetta stig. Auðvitað vill maður fá þrjú stig en við tökum stigið,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í leikslok. „Mér fannst þetta vera stál í stál. Skaginn er með gott lið og þeir eru kröftugir. Til að gera eitthvað á móti þeim þarftu að vera klár í þann slag. Ég held að við höfum gert það vel. Leikurinn var kannski ekki sá skemmtilegasti en við tökum það með okkur að við lögðum virkilega mikinn kraft í þetta,“ sagði Óli Stefán um leið og hann hrósaði stuðningsmönnum KA. „Fólkið okkar var stórkostlegt í dag. Hérna mæta þúsund manns á leik á Akureyri að styðja lið sem hafði tapað fjórum leikjum í röð. Þar sýnir félagið mitt hvað í því býr og það finnst mér frábært.“ KA er á leið inn í svakalegt leikjaprógram þar sem FH, Breiðablik og Stjarnan bíða í næstu þremur leikjum. Hvað geta KA-menn helst tekið með sér úr þessu jafntefli í næstu leiki? „Við stöðvuðum blæðinguna. Við töpum ekki og fáum á okkur eitt mark. Við höfum verið að fá á okkur svolítið af mörkum. Að einhverju leyti erum við sterkari á móti toppliðunum svo við erum hvergi bangnir og hlökkum til að takast á við það,“ sagði Óli Stefán. Jóhannes Karl: Ósáttur að komast ekki í 2-0Jóhannes Karl Guðjónssonvísir/daníel þór„Leikurinn þróaðist þannig að ég var virkilega ósáttur að komast ekki í 2-0. Við fengum tækifæri til þess og mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu. Við fáum líka færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-0 en í staðinn nær KA að jafna og fá aukinn kraft við það. Við urðum of passífir og þegar upp er staðið er jafntefli sanngjörn niðurstaða.“ Þetta sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 1-1 jafntefli við KA á Akureyri í dag. Jóhannes Karl var ósáttur með varnarleikinn í aðdraganda jöfnunarmarks KA. „Við viljum vera þéttir á þessu svæði. Þetta var í hjarta varnarinnar og í gegnum hjartað á liðinu. Það var allt of auðveld og greið leið í gegnum liðið okkar. Auðvelt skot á markið en þetta er auðvitað vel gert hjá Almarri. Alls ekki nógu öflug varnarvinna hjá okkur og það var virkilega svekkjandi,“ segir Jóhannes Karl. Þetta var þriðja jafntefli Skagamanna í síðustu fjórum leikjum en það pirrar þjálfara þeirra ekki ýkja mikið. „Nei í raun og veru ekki. Þetta er mjög erfið deild. Við ætlum okkur alltaf að vinna leiki en við verðum líka að virða það að við séum að ná í þessi stig. Þegar við erum ekki að spila nægilega vel verðum við stundum að sætta okkur við jafntefli. Ég hef trú á að við getum bætt spilamennskuna og þá verða jafnteflin að sigrum,“ segir Jóhannes Karl. Skagamenn í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði KR. Er möguleiki að veita þeim baráttu um Íslandsmeistaratitilinn? „Eins óþolandi og það er þá eru KR-ingarnir bara með það mikla yfirburði í deildinni. Þeir eru með svakalega öflugan mannskap og eru að bæta enn meira í. Þeir virðast vera komnir langleiðina með að sigla þessu heim. KR-ingarnir eru töluvert betri en flest önnur lið í landinu en við viljum vera eins nálægt þeim og mögulegt er,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla
ÍA heimsótti KA í 13.umferð Pepsi-Max deildar karla á Akureyri í dag. Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og pressuðu KA-menn stíft strax frá fyrstu mínútu. Sú pressa skilaði marki sem kom reyndar eftir fast leikatriði á 10.mínútu. Stefán Teitur Þórðarson átti þá frábæra aukaspyrnu af miðjum vallarhelmingi KA-manna og Viktor Jónsson reis hæst í teignum og stangaði boltann af krafti í netið. Í kjölfarið náðu heimamenn að færa lið sitt aðeins ofar á völlinn án þess þó að ógna marki gestanna að verulegu leyti. Eftir hálftíma leik fékk Tryggvi Hrafn Haraldsson það sem reyndist besta færi leiksins. Jón Gísli Eyland átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn KA-manna þar sem Tryggvi Hrafn kom aðvífandi á fleygiferð. Tryggva tókst að taka boltann með sér framhjá Aroni Degi í marki KA en renndi boltanum svo framhjá markinu. Á 38.mínútu komust KA-menn nálægt því að jafna metin þegar Ásgeir Sigurgeirsson náði fínum skalla á mark ÍA en Árni Snær Ólafsson var þar vel á verði og sló boltann aftur fyrir. Staðan í leikhléi 0-1 fyrir Skagamenn en mikil harka var í leiknum og lyfti Erlendur Eiríksson, dómari, gula spjaldinu sex sinnum á loft í fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var afar tíðindalítill en Skagamenn komust nálægt því að tvöfalda forystuna strax á 48.mínútu þegar hornspyrna Tryggva Hrafns datt niður á marklínunni en þar náði Aron Dagur að handsama knöttinn á síðustu stundu. Annars lágu Skagamenn þéttir til baka og KA-menn áttu í vandræðum með að byggja upp spil. Jöfnunarmarkið kom hins vegar eftir klukkutíma leik og var það sem þruma úr heiðskíru lofti. Almarr Ormarsson fékk þá að rekja boltann nánast óáreittur inn í vítateig Skagamanna og hann nýtti tækifærið til að láta vaða á markið. Almarr með gott skot sem söng í netinu og staðan orðin 1-1. Reyndust það lokatölur leiksins en eftir jöfnunarmarkið var lítið að gerast í sóknarleik beggja liða og sköpuðust helst hættur eftir föst leikatriði. Bjarki Steinn Bjarkason og Gonzalo Zamorano Leon áttu reyndar fína innkomu í lið Skagamanna og bjuggu til gott tækifæri til að klára leikinn en Hrannar Björn Steingrímsson vann vel til baka og komst fyrir skot Bjarka. Afhverju varð jafntefli? Skagamenn settu KA-menn undir mikla pressu í upphafi leiks og uppskáru fyrsta mark leiksins strax á tíundu mínútu. Í kjölfarið lögðust þeir aftar á völlinn og beittu skyndisóknum. Það var nálægt því að virka því Tryggvi Hrafn hefði átt að koma ÍA í 2-0 eftir hálftíma leik. Augnabliks einbeitingarleysi og sofandaháttur í annars þéttri vörn Skagamanna kom KA-mönnum inn í leikinn eftir klukkutíma leik og í kjölfarið af jöfnunarmarkinu þorði hvorugt liðið að taka mikla áhættu til að ná í stigin þrjú. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða í baráttuleik. Bestu menn vallarins Enginn sem stóð sérstaklega upp úr. Almarr Ormarsson stendur nær alltaf fyrir sínu á miðju KA-manna og skoraði glæsilegt mark sem var mjög mikilvægt fyrir KA-menn því það var fátt sem benti til þess að þeir væru að fara að jafna leikinn. Þá átti Hrannar Björn Steingrímsson fínan leik í hægri bakverðinum. Í liði Skagamanna ber helstan að nefna Tryggva Hrafn Haraldsson. Hélt varnarmönnum KA vel við efnið en hefði vissulega átt að klára færið sitt í fyrri hálfleiknum. Skagfirðingurinn bráðefnilegi Jón Gísli Eyland var einnig góður. Eins og fyrr segir áttu Gonzalo Zamorano Leon og Bjarki Steinn Bjarkason góða innkomu af bekknum og hefðu mátt koma fyrr inná. Hvað gekk illa? Leikurinn var líklega ekki góð auglýsing fyrir fótboltann að því leyti til að boltinn rúllaði mjög sjaldan á milli manna með grasinu. Ekki nýtt að Skagamenn beiti löngum sendingum fram völlinn og héldu þeir sig alveg við þá nálgun í dag. Hins vegar voru KA-menn að reyna að spila boltanum en með frekar misheppnuðum árangri. Náðu allt of sjaldan að koma sínum bestu mönnum á boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Skagamenn áttu ekki í miklum vandræðum með að brjóta sóknir KA á bak aftur. Hvað er næst? KA-menn eiga heimaleik eftir slétta viku þegar FH kemur í heimsókn. Á sama tíma fá Skagamenn Íslandsmeistara Vals í heimsókn. Óli Stefán: Við stöðvuðum blæðingunaÓli Stefán Flóventssonvísir/bára„Fyrir okkur, í þessari stöðu sem við erum, verðum við að þakka fyrir allt sem við fáum. Ég var ánægður með að við lögðum ofboðslega vinnu í þetta stig. Auðvitað vill maður fá þrjú stig en við tökum stigið,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í leikslok. „Mér fannst þetta vera stál í stál. Skaginn er með gott lið og þeir eru kröftugir. Til að gera eitthvað á móti þeim þarftu að vera klár í þann slag. Ég held að við höfum gert það vel. Leikurinn var kannski ekki sá skemmtilegasti en við tökum það með okkur að við lögðum virkilega mikinn kraft í þetta,“ sagði Óli Stefán um leið og hann hrósaði stuðningsmönnum KA. „Fólkið okkar var stórkostlegt í dag. Hérna mæta þúsund manns á leik á Akureyri að styðja lið sem hafði tapað fjórum leikjum í röð. Þar sýnir félagið mitt hvað í því býr og það finnst mér frábært.“ KA er á leið inn í svakalegt leikjaprógram þar sem FH, Breiðablik og Stjarnan bíða í næstu þremur leikjum. Hvað geta KA-menn helst tekið með sér úr þessu jafntefli í næstu leiki? „Við stöðvuðum blæðinguna. Við töpum ekki og fáum á okkur eitt mark. Við höfum verið að fá á okkur svolítið af mörkum. Að einhverju leyti erum við sterkari á móti toppliðunum svo við erum hvergi bangnir og hlökkum til að takast á við það,“ sagði Óli Stefán. Jóhannes Karl: Ósáttur að komast ekki í 2-0Jóhannes Karl Guðjónssonvísir/daníel þór„Leikurinn þróaðist þannig að ég var virkilega ósáttur að komast ekki í 2-0. Við fengum tækifæri til þess og mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu. Við fáum líka færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-0 en í staðinn nær KA að jafna og fá aukinn kraft við það. Við urðum of passífir og þegar upp er staðið er jafntefli sanngjörn niðurstaða.“ Þetta sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 1-1 jafntefli við KA á Akureyri í dag. Jóhannes Karl var ósáttur með varnarleikinn í aðdraganda jöfnunarmarks KA. „Við viljum vera þéttir á þessu svæði. Þetta var í hjarta varnarinnar og í gegnum hjartað á liðinu. Það var allt of auðveld og greið leið í gegnum liðið okkar. Auðvelt skot á markið en þetta er auðvitað vel gert hjá Almarri. Alls ekki nógu öflug varnarvinna hjá okkur og það var virkilega svekkjandi,“ segir Jóhannes Karl. Þetta var þriðja jafntefli Skagamanna í síðustu fjórum leikjum en það pirrar þjálfara þeirra ekki ýkja mikið. „Nei í raun og veru ekki. Þetta er mjög erfið deild. Við ætlum okkur alltaf að vinna leiki en við verðum líka að virða það að við séum að ná í þessi stig. Þegar við erum ekki að spila nægilega vel verðum við stundum að sætta okkur við jafntefli. Ég hef trú á að við getum bætt spilamennskuna og þá verða jafnteflin að sigrum,“ segir Jóhannes Karl. Skagamenn í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði KR. Er möguleiki að veita þeim baráttu um Íslandsmeistaratitilinn? „Eins óþolandi og það er þá eru KR-ingarnir bara með það mikla yfirburði í deildinni. Þeir eru með svakalega öflugan mannskap og eru að bæta enn meira í. Þeir virðast vera komnir langleiðina með að sigla þessu heim. KR-ingarnir eru töluvert betri en flest önnur lið í landinu en við viljum vera eins nálægt þeim og mögulegt er,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti