Þorpstjörnin að þorna upp vegna sundlaugar Pálmi Kormákur skrifar 1. júlí 2019 07:15 Myndin er frá 2005. Þar sjást unglingar synda í vatnsmikilli tjörninni sem er ekki svipur hjá sjón í dag. „Fólk hér í bænum vill meina að þetta sé borholunum að kenna. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður, vatnið í tjörnunum hefur alveg minnkað eins og gengur og gerist en það hefur aldrei algjörlega horfið eins og nú,“ segir Angela Agnarsdóttir, íbúi á Raufarhöfn um tjörn í þorpinu sem er að þorna upp. Vatnsyfirborð í tjörnunum tók að lækka um þær mundir sem byrjað var að dæla upp úr nærliggjandi borholum á svæðinu vegna dæluprófana fyrir fyrirhugaða uppsetningu varmadælna fyrir sundlaug bæjarins. Tjörnin hefur lengi verið leiksvæði fyrir börn og unglinga á Raufarhöfn og þessi þróun því mikið áhyggjuefni þorpsbúa. „Við viljum láta loka fyrir holuna til þess að sjá hvort þessar dæluprófanir séu það sem veldur þessu. Sveitarfélagið þarf að finna aðra lausn ef sú er raunin,“ segir Angela sem hratt af stað undirskriftasöfnun til að þrýsta á sveitarstjórn Norðurþings. Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings, segir miklar líkur á því að lækkun vatnsyfirborðsins sé af völdum dæluprófana. „Ég fatta ekki alveg hvað vesenið er. Það er ekki ólíklegt að lækkunin sé af völdum dælinga úr borholunum, en ég skil samt ekki hver stormurinn er, ég meina hvað er það versta sem gerist ef tjörnin þurrkast upp, það er enginn með laxeldi í henni held ég,“ segir Gunnar og hlær.Minni tjörnin, sem er nú uppþornuð.MYND/SIGURÐUR ÖRN ÓSKARSSON„Þetta er svolítið kjánaleg umræða, ég held að það vanti bara umræðuefni þarna fyrir austan, ég held að það sé aðalmálið,“ bætir hann við. Gunnar Hrafn segir að hægt hafi verið á dælingunni og hún sé núna lík því sem varmadælurnar muni koma til með að taka. „Og við erum búnir að opna fyrir brunahana sem dælir vatni úr neysluvatnskerfi Raufarhafnar út í tjörnina til þess að mæta því vatnstapinu. Þannig að vonandi verða allir alveg ofboðslega kátir þegar upp er staðið,“ segir Gunnar sem telur mjög litlar líkur á því að stærri tjörnin þurrkist alveg upp vegna dælanna. Angela segir málið vera tilfinningamál en einnig sé um umhverfis- spjöll að ræða. „Hér er mikið fuglalíf. Krían, æðarfuglinn og fleiri fuglar verpa allir hér í kring og ég er mjög áhyggjufull um að það glatist ef tjarnirnar þorna upp. Þetta er mér og bæjarbúum öllum mikið hjartans mál. Ég ólst upp við þessar tjarnir og tengi mikið af fallegum minningum við þær. Tjarnirnar báðar hafa verið leiksvæði barna frá því löngu fyrir mína tíð, mér datt það meira að segja í hug um daginn að nú þegar vatnsyfirborðið hefur lækkað svona þá geti mæður Raufarhafnar loksins sótt öll skópörin og flíkurnar sem týnst hafa þarna við leik. En það væri hræðilegt ef tjarnirnar hyrfu vegna þessa aðgerða.“ Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Sundlaugar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
„Fólk hér í bænum vill meina að þetta sé borholunum að kenna. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður, vatnið í tjörnunum hefur alveg minnkað eins og gengur og gerist en það hefur aldrei algjörlega horfið eins og nú,“ segir Angela Agnarsdóttir, íbúi á Raufarhöfn um tjörn í þorpinu sem er að þorna upp. Vatnsyfirborð í tjörnunum tók að lækka um þær mundir sem byrjað var að dæla upp úr nærliggjandi borholum á svæðinu vegna dæluprófana fyrir fyrirhugaða uppsetningu varmadælna fyrir sundlaug bæjarins. Tjörnin hefur lengi verið leiksvæði fyrir börn og unglinga á Raufarhöfn og þessi þróun því mikið áhyggjuefni þorpsbúa. „Við viljum láta loka fyrir holuna til þess að sjá hvort þessar dæluprófanir séu það sem veldur þessu. Sveitarfélagið þarf að finna aðra lausn ef sú er raunin,“ segir Angela sem hratt af stað undirskriftasöfnun til að þrýsta á sveitarstjórn Norðurþings. Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings, segir miklar líkur á því að lækkun vatnsyfirborðsins sé af völdum dæluprófana. „Ég fatta ekki alveg hvað vesenið er. Það er ekki ólíklegt að lækkunin sé af völdum dælinga úr borholunum, en ég skil samt ekki hver stormurinn er, ég meina hvað er það versta sem gerist ef tjörnin þurrkast upp, það er enginn með laxeldi í henni held ég,“ segir Gunnar og hlær.Minni tjörnin, sem er nú uppþornuð.MYND/SIGURÐUR ÖRN ÓSKARSSON„Þetta er svolítið kjánaleg umræða, ég held að það vanti bara umræðuefni þarna fyrir austan, ég held að það sé aðalmálið,“ bætir hann við. Gunnar Hrafn segir að hægt hafi verið á dælingunni og hún sé núna lík því sem varmadælurnar muni koma til með að taka. „Og við erum búnir að opna fyrir brunahana sem dælir vatni úr neysluvatnskerfi Raufarhafnar út í tjörnina til þess að mæta því vatnstapinu. Þannig að vonandi verða allir alveg ofboðslega kátir þegar upp er staðið,“ segir Gunnar sem telur mjög litlar líkur á því að stærri tjörnin þurrkist alveg upp vegna dælanna. Angela segir málið vera tilfinningamál en einnig sé um umhverfis- spjöll að ræða. „Hér er mikið fuglalíf. Krían, æðarfuglinn og fleiri fuglar verpa allir hér í kring og ég er mjög áhyggjufull um að það glatist ef tjarnirnar þorna upp. Þetta er mér og bæjarbúum öllum mikið hjartans mál. Ég ólst upp við þessar tjarnir og tengi mikið af fallegum minningum við þær. Tjarnirnar báðar hafa verið leiksvæði barna frá því löngu fyrir mína tíð, mér datt það meira að segja í hug um daginn að nú þegar vatnsyfirborðið hefur lækkað svona þá geti mæður Raufarhafnar loksins sótt öll skópörin og flíkurnar sem týnst hafa þarna við leik. En það væri hræðilegt ef tjarnirnar hyrfu vegna þessa aðgerða.“
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Sundlaugar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira