Tufa: Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2019 21:42 Túfa var ánægður með karakter sinna mann í dag. vísir/daníel þór „Eftir síðasta leik og áfallið sem við urðum fyrir þá, þá vildum við gera þetta fyrir okkar fólk og sýna stolt. Mínir strákar sýndu mikinn karakter að halda hreinu eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í síðasta leik,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. „Það vantaði aldrei karakter og samstöðu í þetta lið og allt sem við erum búnir að gera hingað til er byggt á samstöðu og mikilli stemmningu. Við vissum að þarna kom leikur þar sem allir áttu slæman dag, ekki einn leikmaður eða tveir eða þjálfarinn heldur við allir. Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp og við stóðum upp í dag,“ sagði Tufa um karakter sinna manna. FH-ingar höfðu talsverði yfirburði í dag úti á vellinum og í síðari hálfleik komust Grindvíkingar lítið í boltann en ógnuðu með skyndisóknum. „FH liðið er með mikil gæði og ef við berum það saman við okkar lið þá verðum við að skoða hvað passar okkur best. Þetta passaði okkur best, að verjast vel. Við fengum tvö mjög góð færi til að taka mögulega öll stigin en þetta er bara okkar leikstíll sem við ætlum að halda áfram með,“ sagði Tufa en Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH lenti í smá orðaskaki við Tufa eftir leik þar sem hann virtist frekar ósáttur með upplegg heimamanna í leiknum í dag. „Davíð er mikill fagmaður og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Við vorum hér að spila á móti hvor öðrum og að sjálfsögðu eru menn heitir eftir leik. Hann er flottur leikmaður og geggjaður fyrir FH.“ Tufa hefur ekki farið leynt með það að hann vill styrkja lið Grindavíkur í félagaskiptaglugganum sem var að opna. „Við erum búnir að missa tvo leikmenn, Rene Joensen og Patrick Nkoyi. Jón Ingason fer 1.ágúst í skóla í Bandaríkjunum þannig að við þurfum að minnsta kosti þrjá leikmenn til að vera á sama stað og fyrir mánuði. Við erum að leita og þurfum leikmenn sem fyrst. Í dag náum við bara rétt í hóp og þurfum styrkingu sem fyrst,“ sagði Tufa að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
„Eftir síðasta leik og áfallið sem við urðum fyrir þá, þá vildum við gera þetta fyrir okkar fólk og sýna stolt. Mínir strákar sýndu mikinn karakter að halda hreinu eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í síðasta leik,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. „Það vantaði aldrei karakter og samstöðu í þetta lið og allt sem við erum búnir að gera hingað til er byggt á samstöðu og mikilli stemmningu. Við vissum að þarna kom leikur þar sem allir áttu slæman dag, ekki einn leikmaður eða tveir eða þjálfarinn heldur við allir. Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp og við stóðum upp í dag,“ sagði Tufa um karakter sinna manna. FH-ingar höfðu talsverði yfirburði í dag úti á vellinum og í síðari hálfleik komust Grindvíkingar lítið í boltann en ógnuðu með skyndisóknum. „FH liðið er með mikil gæði og ef við berum það saman við okkar lið þá verðum við að skoða hvað passar okkur best. Þetta passaði okkur best, að verjast vel. Við fengum tvö mjög góð færi til að taka mögulega öll stigin en þetta er bara okkar leikstíll sem við ætlum að halda áfram með,“ sagði Tufa en Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH lenti í smá orðaskaki við Tufa eftir leik þar sem hann virtist frekar ósáttur með upplegg heimamanna í leiknum í dag. „Davíð er mikill fagmaður og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Við vorum hér að spila á móti hvor öðrum og að sjálfsögðu eru menn heitir eftir leik. Hann er flottur leikmaður og geggjaður fyrir FH.“ Tufa hefur ekki farið leynt með það að hann vill styrkja lið Grindavíkur í félagaskiptaglugganum sem var að opna. „Við erum búnir að missa tvo leikmenn, Rene Joensen og Patrick Nkoyi. Jón Ingason fer 1.ágúst í skóla í Bandaríkjunum þannig að við þurfum að minnsta kosti þrjá leikmenn til að vera á sama stað og fyrir mánuði. Við erum að leita og þurfum leikmenn sem fyrst. Í dag náum við bara rétt í hóp og þurfum styrkingu sem fyrst,“ sagði Tufa að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15