Skammar Colin Kaepernick um leið og hann hrósar Megan Rapinoe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 13:30 Megan Rapinoe hefur verið frábær á HM. Getty/Maddie Meyer Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Jason Whitlock er hrifinn af því sem bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe er að gera bæði innan sem utan vallar. Megan Rapinoe hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum á HM kvenna í fótbolta en hún fær ekki síður athyglina fyrir það sem hún segir í viðtölum við fjölmiðla. Megan Rapinoe var ein af þeim íþróttamönnum í Bandaríkjunum sem mótmæltu misrétti í Bandaríkjunum með því að neita að standa á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Hún er óhrædd að tjá skoðun sína og er stoltur fulltrúi samkynhneigðra í Bandaríkjunum sem oftar en ekki eiga erfitt uppdráttar í landinu. NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick varð heimsfrægur fyrir að mótmæla á meðan þjóðsöngurinn var spilaður og úr varð stórmál í bandarísku þjóðfélagi þar sem Bandaríkjaforseti Donald Trump blandaði sér í málið. Megan Rapinoe hefur ekki verið hrædd við að tjá opinberlega óánægju sína með Donald Trump og segir það sem dæmdi ekki koma til greina að heimsækja hann í Hvíta húsið verði bandaríska liðið heimsmeistari í Frakklandi. Donald Trump skaut þá á hana og bað hana um að tala minna og ná árangri inn á vellinum. Rapinoe svaraði með því að skora bæði mörkin í sigri á Frökkum í átta liða úrslitunum. En aftur að Jason Whitlock og hrósi hans. Whitlock gagnrýndi Colin Kaepernick harðlega á sínum tíma en hann hrósar aftur á móti Megan Rapinoe. Hann segir Kaepernick ekki hafa innistæðu fyrir sinni gagnrýni og að hann hafi aðeins verið tækifærissinna. Whitlock hefur aftur á móti allt aðra skoðun á Megan Rapinoe sem er trú sinni sannfæringu og óhrædd að berjast fyrir sínum málstað. Það er hægt að hlusta á athyglisverðan pistil Whitlock um ástæðurnar fyrir ólíku mati hans á aðgerðasinnanum Colin Kaepernick og aðgerðasinnanum Megan Rapinoe hér fyrir neðan. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir aðgerðasinna að „þekkja muninn á Angelu Davis og Angelu Lansbury“ eins og Jason Whitlock kemst svo skemmtilega að orði hér fyrir neðan.Today’s Before We Go: Megan Rapinoe’s authenticity is what separates her from Colin Kaepernick. @WhitlockJasonpic.twitter.com/Sx17QgideB — Speak For Yourself (@SFY) July 1, 2019 Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Jason Whitlock er hrifinn af því sem bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe er að gera bæði innan sem utan vallar. Megan Rapinoe hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína inn á vellinum á HM kvenna í fótbolta en hún fær ekki síður athyglina fyrir það sem hún segir í viðtölum við fjölmiðla. Megan Rapinoe var ein af þeim íþróttamönnum í Bandaríkjunum sem mótmæltu misrétti í Bandaríkjunum með því að neita að standa á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Hún er óhrædd að tjá skoðun sína og er stoltur fulltrúi samkynhneigðra í Bandaríkjunum sem oftar en ekki eiga erfitt uppdráttar í landinu. NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick varð heimsfrægur fyrir að mótmæla á meðan þjóðsöngurinn var spilaður og úr varð stórmál í bandarísku þjóðfélagi þar sem Bandaríkjaforseti Donald Trump blandaði sér í málið. Megan Rapinoe hefur ekki verið hrædd við að tjá opinberlega óánægju sína með Donald Trump og segir það sem dæmdi ekki koma til greina að heimsækja hann í Hvíta húsið verði bandaríska liðið heimsmeistari í Frakklandi. Donald Trump skaut þá á hana og bað hana um að tala minna og ná árangri inn á vellinum. Rapinoe svaraði með því að skora bæði mörkin í sigri á Frökkum í átta liða úrslitunum. En aftur að Jason Whitlock og hrósi hans. Whitlock gagnrýndi Colin Kaepernick harðlega á sínum tíma en hann hrósar aftur á móti Megan Rapinoe. Hann segir Kaepernick ekki hafa innistæðu fyrir sinni gagnrýni og að hann hafi aðeins verið tækifærissinna. Whitlock hefur aftur á móti allt aðra skoðun á Megan Rapinoe sem er trú sinni sannfæringu og óhrædd að berjast fyrir sínum málstað. Það er hægt að hlusta á athyglisverðan pistil Whitlock um ástæðurnar fyrir ólíku mati hans á aðgerðasinnanum Colin Kaepernick og aðgerðasinnanum Megan Rapinoe hér fyrir neðan. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir aðgerðasinna að „þekkja muninn á Angelu Davis og Angelu Lansbury“ eins og Jason Whitlock kemst svo skemmtilega að orði hér fyrir neðan.Today’s Before We Go: Megan Rapinoe’s authenticity is what separates her from Colin Kaepernick. @WhitlockJasonpic.twitter.com/Sx17QgideB — Speak For Yourself (@SFY) July 1, 2019
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti