Verndarengillinn Sterling á forsíðu GQ: Mamman talaði ekki við hann í hálft ár eftir að hann byrjaði að drekka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2019 23:15 Sterling fer um víðan völl í viðtalinu við GQ. vísir/getty Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, er á forsíðu ágúst heftis breska tímaritsins GQ. Á forsíðunni er Sterling ber að ofan með svarta vængi undir fyrirsögninni „Verndarengilinn: Hvernig Raheem Sterling bjargaði fótboltanum frá sjálfum sér.“.@sterling7 is our August cover star. Download the digital edition and read the full interview with @campbellclaret now: https://t.co/MwgAGSfh89#SubscribersEditionpic.twitter.com/mspAEGMoRI — British GQ (@BritishGQ) July 2, 2019 Í viðtalinu sem Alastair Campbell, sem var á sínum tíma einn helsti bandamaður Tonys Blair, tók er farið um víðan völl. Sterling ræðir m.a. um baráttu sína við kynþáttafordóma, framtíðarhorfurnar, Pep Guardiola, móður sína og æskuna. Sterling fæddist og bjó fyrstu fimm ár ævinnar á Jamaíku. Faðir hans var myrtur þegar Sterling var tveggja ára. Hann segist ekkert muna eftir honum og veit ekki af hverju hann var myrtur. „Mamma hefur eiginlega ekkert talað um það. Hún sagði mér bara að hann hefði verið í gleðskap þar sem skotum var hleypt af,“ sagði Sterling. Hann segir að skólakerfið á Englandi sé frábrugðið því á Jamaíku. „Skólinn var öðruvísi. Ég komst upp með meira hér en á Jamaíku var engin miskunn. Belti. Ég held að þessu hafi verið breytt núna en þetta jaðraði við ofbeldi.“ Sterling segir að Guardiola geri miklar kröfur til sinna leikmanna. Og Sterling segir að það sé hvetjandi. „Hann er kröfuharður en það er gott. Það fær mann til að vilja bæta sig og sýna honum hvað maður getur og að maður sé að berjast fyrir stöðu sinni í byrjunarliðinu. Á hverju ári kaupir hann kantmann,“ sagði Sterling. Líkami hans er þakinn húðflúrum. Sterling segir að móðir sín, sem hann segir vera mikilvægustu manneskjuna í sínu lífi, þoli sum flúrin ekki. „Allir taka góðar ákvarðanir og slæmar. Mamma hatar sum af flúrunum. Ég fékk mér flest þeirra áður en ég varð 19 ára. Ef ég gæti farið til baka væri ég ekki með nein flúr. En þegar þú byrjar geturðu ekki hætt. Ef þú færð þér eitt færðu þér annað,“ sagði Sterling. Móðir hans var heldur ekki ánægð þegar sonurinn byrjaði að drekka áfengi. „Ég var neyddur til þess að drekka af öðrum leikmanni sem ég vil ekki nefna á nafn. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég ekki drukkið. Hún var ekki ánægð og talaði ekki við mig í sex mánuði. Enginn í fjölskyldunni drekkur nema frændi minn.“ England Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Sjá meira
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, er á forsíðu ágúst heftis breska tímaritsins GQ. Á forsíðunni er Sterling ber að ofan með svarta vængi undir fyrirsögninni „Verndarengilinn: Hvernig Raheem Sterling bjargaði fótboltanum frá sjálfum sér.“.@sterling7 is our August cover star. Download the digital edition and read the full interview with @campbellclaret now: https://t.co/MwgAGSfh89#SubscribersEditionpic.twitter.com/mspAEGMoRI — British GQ (@BritishGQ) July 2, 2019 Í viðtalinu sem Alastair Campbell, sem var á sínum tíma einn helsti bandamaður Tonys Blair, tók er farið um víðan völl. Sterling ræðir m.a. um baráttu sína við kynþáttafordóma, framtíðarhorfurnar, Pep Guardiola, móður sína og æskuna. Sterling fæddist og bjó fyrstu fimm ár ævinnar á Jamaíku. Faðir hans var myrtur þegar Sterling var tveggja ára. Hann segist ekkert muna eftir honum og veit ekki af hverju hann var myrtur. „Mamma hefur eiginlega ekkert talað um það. Hún sagði mér bara að hann hefði verið í gleðskap þar sem skotum var hleypt af,“ sagði Sterling. Hann segir að skólakerfið á Englandi sé frábrugðið því á Jamaíku. „Skólinn var öðruvísi. Ég komst upp með meira hér en á Jamaíku var engin miskunn. Belti. Ég held að þessu hafi verið breytt núna en þetta jaðraði við ofbeldi.“ Sterling segir að Guardiola geri miklar kröfur til sinna leikmanna. Og Sterling segir að það sé hvetjandi. „Hann er kröfuharður en það er gott. Það fær mann til að vilja bæta sig og sýna honum hvað maður getur og að maður sé að berjast fyrir stöðu sinni í byrjunarliðinu. Á hverju ári kaupir hann kantmann,“ sagði Sterling. Líkami hans er þakinn húðflúrum. Sterling segir að móðir sín, sem hann segir vera mikilvægustu manneskjuna í sínu lífi, þoli sum flúrin ekki. „Allir taka góðar ákvarðanir og slæmar. Mamma hatar sum af flúrunum. Ég fékk mér flest þeirra áður en ég varð 19 ára. Ef ég gæti farið til baka væri ég ekki með nein flúr. En þegar þú byrjar geturðu ekki hætt. Ef þú færð þér eitt færðu þér annað,“ sagði Sterling. Móðir hans var heldur ekki ánægð þegar sonurinn byrjaði að drekka áfengi. „Ég var neyddur til þess að drekka af öðrum leikmanni sem ég vil ekki nefna á nafn. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég ekki drukkið. Hún var ekki ánægð og talaði ekki við mig í sex mánuði. Enginn í fjölskyldunni drekkur nema frændi minn.“
England Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn