Stofna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. júlí 2019 20:57 Fangar og fyrrverandi fangar stefna að því að opna svokallaða móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga síðar í mánuðinum. Þar munu aðstandendur fanga geta leitað sér ráðgjafar. Formaður félags fanga segir slíkt úrræði lengi hafa skort. Þeir hafi verið orðnir þreyttir á að bíða eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað í málinu og því tekið það í sínar hendur. Flestir fangar eiga einhverja aðstandendur og sumir börn og má ætla að hópur aðstandenda hlaupi á hundruðum hverju sinni. „Aðstandendur fanga hafa ekki haft neinn stað til þess að leita til þegar fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi, þannig að við teljum að þetta sé mjög mikilvægt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Hann segist lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á litlum stuðningi til handa aðstandenda fanga. „Við erum búin að bíða í raun og veru eftir stjórnvöldum, að‘ þau aðstoði okkur við að koma þessu í gang. Það stóða til, og er búið að standa til í nokkur ár, en það hefur ekki gengið og við teljum bara að það sé ekki hægt að bíða lengur.“ Guðmundur, ásamt þremur öðrum fyrrverandi föngum, gekk í málið og stendur til að opna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur síðar í mánuðinum. Þeir eru komnir með húsnæði á Ártúnshöfða í Reykjavík. „Aðstandendur eru oft mun smeykari eða hræddari við fangelsi heldur en fanginn sjálfur og vita oft ekki í hvað stefnir og þurfa því oft á ráðleggingum að halda til að fá ró,“ segir Guðmundur. Nú þegar fái félagið fjölda símtala frá áhyggjufullum aðstandendum. Loksins sé komin aðstaða til að taka á móti þeim. Tveir starfsmenn, fyrrverandi fangar, munu sinna aðstoðinni. Unnið er að samstarfi við ríkisstofnun um að greiða starfsmanni laun. Þá ætli nokkur fyrirtæki að styrkja verkefnið. Guðmundur segir að einnig standi til að opna lítið áfangaheimili í komandi framtíð á sama stað fyrir sjö fyrrverandi fanga eða þá sem afpláni á rafrænu ökklabandi. Sumir fangar fái ekki að fara á ökklaband þar sem þeim hafi ekki tekist að finna húsnæði. Það séu fordómar sem valdi því. „Fyrrverandi fangar hafa kannski gert svolítið af því að skemma fyrir sér orðsporið. Við teljum að þetta sé eitt mikilvægasta atriðið í því að komast á beinu brautina. Það er að hafa þak yfir höfuðið.“ Fangelsismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Fangar og fyrrverandi fangar stefna að því að opna svokallaða móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga síðar í mánuðinum. Þar munu aðstandendur fanga geta leitað sér ráðgjafar. Formaður félags fanga segir slíkt úrræði lengi hafa skort. Þeir hafi verið orðnir þreyttir á að bíða eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað í málinu og því tekið það í sínar hendur. Flestir fangar eiga einhverja aðstandendur og sumir börn og má ætla að hópur aðstandenda hlaupi á hundruðum hverju sinni. „Aðstandendur fanga hafa ekki haft neinn stað til þess að leita til þegar fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi, þannig að við teljum að þetta sé mjög mikilvægt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Hann segist lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á litlum stuðningi til handa aðstandenda fanga. „Við erum búin að bíða í raun og veru eftir stjórnvöldum, að‘ þau aðstoði okkur við að koma þessu í gang. Það stóða til, og er búið að standa til í nokkur ár, en það hefur ekki gengið og við teljum bara að það sé ekki hægt að bíða lengur.“ Guðmundur, ásamt þremur öðrum fyrrverandi föngum, gekk í málið og stendur til að opna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur síðar í mánuðinum. Þeir eru komnir með húsnæði á Ártúnshöfða í Reykjavík. „Aðstandendur eru oft mun smeykari eða hræddari við fangelsi heldur en fanginn sjálfur og vita oft ekki í hvað stefnir og þurfa því oft á ráðleggingum að halda til að fá ró,“ segir Guðmundur. Nú þegar fái félagið fjölda símtala frá áhyggjufullum aðstandendum. Loksins sé komin aðstaða til að taka á móti þeim. Tveir starfsmenn, fyrrverandi fangar, munu sinna aðstoðinni. Unnið er að samstarfi við ríkisstofnun um að greiða starfsmanni laun. Þá ætli nokkur fyrirtæki að styrkja verkefnið. Guðmundur segir að einnig standi til að opna lítið áfangaheimili í komandi framtíð á sama stað fyrir sjö fyrrverandi fanga eða þá sem afpláni á rafrænu ökklabandi. Sumir fangar fái ekki að fara á ökklaband þar sem þeim hafi ekki tekist að finna húsnæði. Það séu fordómar sem valdi því. „Fyrrverandi fangar hafa kannski gert svolítið af því að skemma fyrir sér orðsporið. Við teljum að þetta sé eitt mikilvægasta atriðið í því að komast á beinu brautina. Það er að hafa þak yfir höfuðið.“
Fangelsismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira