Foreldrum í Frakklandi bannað að rassskella börn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2019 16:53 Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Vísir/getty Franska þingið samþykkti í gær lög sem banna foreldrum að rassskella börnin sín eða eins og Frakkar kalla það „la fessée“. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi með öllu fordæmt slíkt athæfi hefur það upp að vissu marki tíðkast og verið menningarlega viðurkennt í Frakklandi. Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Ofbeldi og uppeldi færu einfaldlega ekki saman. Annað væri í andstöðu við hitt. Ofbeldi gegn börnum er refsivert samkvæmt hegningarlögum landsins. Þessi háttsemi, að rassskella börn, hefur að einhverju leyti verið viðurkennd menningarlega en líka að einhverju leyti lagalega vegna viðauka frá 19. öld sem gaf foreldrum ákveðið svigrúm til að „beita aga“. Samkvæmt könnun sem samtök sem berjast fyrir mannréttinum barna létu gera viðurkenndu 85% franskra foreldra að rassskella börnin sín áður en börnin ná fimm ára aldri. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta franska þingsins. Þó voru nokkrir þingmenn yst á hægri væng stjórnmálanna afar ósáttir með nýju lögin og sögðu að með þeim væru þingmenn að seilast of langt og nú farnir af skipta sér um of af einkalífi fjölskyldna í Frakklandi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir neinum viðurlögum. Aðalmarkmiðið með er að hvetja til framþróunar samfélagsins og gæta að mannréttindum barna en meðfram banninu hafa stjórnvöld einnig sagst ætla útbúa skýrslu um ofbeldi foreldra gegn börnum og gera grein fyrir tillögum að úrbótum. Frakkland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Franska þingið samþykkti í gær lög sem banna foreldrum að rassskella börnin sín eða eins og Frakkar kalla það „la fessée“. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi með öllu fordæmt slíkt athæfi hefur það upp að vissu marki tíðkast og verið menningarlega viðurkennt í Frakklandi. Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Ofbeldi og uppeldi færu einfaldlega ekki saman. Annað væri í andstöðu við hitt. Ofbeldi gegn börnum er refsivert samkvæmt hegningarlögum landsins. Þessi háttsemi, að rassskella börn, hefur að einhverju leyti verið viðurkennd menningarlega en líka að einhverju leyti lagalega vegna viðauka frá 19. öld sem gaf foreldrum ákveðið svigrúm til að „beita aga“. Samkvæmt könnun sem samtök sem berjast fyrir mannréttinum barna létu gera viðurkenndu 85% franskra foreldra að rassskella börnin sín áður en börnin ná fimm ára aldri. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta franska þingsins. Þó voru nokkrir þingmenn yst á hægri væng stjórnmálanna afar ósáttir með nýju lögin og sögðu að með þeim væru þingmenn að seilast of langt og nú farnir af skipta sér um of af einkalífi fjölskyldna í Frakklandi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir neinum viðurlögum. Aðalmarkmiðið með er að hvetja til framþróunar samfélagsins og gæta að mannréttindum barna en meðfram banninu hafa stjórnvöld einnig sagst ætla útbúa skýrslu um ofbeldi foreldra gegn börnum og gera grein fyrir tillögum að úrbótum.
Frakkland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira