Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2019 14:07 Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri Wow air. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í tilkynning er vísað til þess að Ísland sé aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugi. „Meginreglan er að sá borgi sem mengar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri losunarheimildir," segir í tilkynningu. „Fjárhæð stjórnvaldssektarinnar er lögbundin og samsvarar 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar, en eitt tonn af CO2 jafngildir einni losunarheimild. Samkvæmt vottaðri losunarskýrslu flugrekandans WOW Air var heildarlosun ársins 2018 278.125 tonn CO2. Til viðbótar við sektina þarf einnig að standa skil eða kaupa nýjar losunarheimildir sem samsvara losun frá rekstri flugrekanda á árinu 2018.“ Þá er aðdragandi ákvörðunarinnar rakinn í tilkynningu en þar segir að síðasti dagur til þess að gera upp losunarheimildir hafi verið 30. apríl 2019. Á þeim tímapunkti hafði engum losunarheimildum verið skilað vegna losunar WOW Air undangengið ár. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við 43. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB. Þrotabú WOW Air hefur rétt á að skjóta ákvörðuninni til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar. Flugfélagið WOW air hætti starfsemi að morgni 28. mars síðastliðinn og var í kjölfarið tekið til gjaldþrotaskipta. Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson voru samdægurs skipaðir skiptastjórar í bú flugfélagsins. Frestur til að gera kröfu í þrotabúið rennur út í lok þessa mánaðar. Sveinn Andri tjáði Vísi í byrjun mái að þær kröfur sem borist hafi í þrotabúið hlaupi á þúsundum. Meðal krafna eru launakröfur starfsfólks sem eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja. Fréttir af flugi Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38 WOW-hjólin keypt úr þrotabúinu og viðræður um nýja hjólaleigu Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. 22. júní 2019 13:40 Alvarlegur feill ríkisstjórnarinnar að láta WOW falla Helgi Magnússon mun vera einn reyndasti athafnamaður landsins. Fyrst vann hann með ýmsum landsþekktum fyrirtækjum sem endurskoðandi, síðan rak hann allmörg fyrirtæki – svo sem Hörpu – upp á eigin spýtur, og loks varð hann formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sat í bankaráðum og stjórnum ýmissa stórfyrirtækja. 13. júní 2019 09:15 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í tilkynning er vísað til þess að Ísland sé aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugi. „Meginreglan er að sá borgi sem mengar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri losunarheimildir," segir í tilkynningu. „Fjárhæð stjórnvaldssektarinnar er lögbundin og samsvarar 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar, en eitt tonn af CO2 jafngildir einni losunarheimild. Samkvæmt vottaðri losunarskýrslu flugrekandans WOW Air var heildarlosun ársins 2018 278.125 tonn CO2. Til viðbótar við sektina þarf einnig að standa skil eða kaupa nýjar losunarheimildir sem samsvara losun frá rekstri flugrekanda á árinu 2018.“ Þá er aðdragandi ákvörðunarinnar rakinn í tilkynningu en þar segir að síðasti dagur til þess að gera upp losunarheimildir hafi verið 30. apríl 2019. Á þeim tímapunkti hafði engum losunarheimildum verið skilað vegna losunar WOW Air undangengið ár. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við 43. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB. Þrotabú WOW Air hefur rétt á að skjóta ákvörðuninni til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar. Flugfélagið WOW air hætti starfsemi að morgni 28. mars síðastliðinn og var í kjölfarið tekið til gjaldþrotaskipta. Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson voru samdægurs skipaðir skiptastjórar í bú flugfélagsins. Frestur til að gera kröfu í þrotabúið rennur út í lok þessa mánaðar. Sveinn Andri tjáði Vísi í byrjun mái að þær kröfur sem borist hafi í þrotabúið hlaupi á þúsundum. Meðal krafna eru launakröfur starfsfólks sem eru forgangskröfur við gjaldþrot fyrirtækja.
Fréttir af flugi Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38 WOW-hjólin keypt úr þrotabúinu og viðræður um nýja hjólaleigu Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. 22. júní 2019 13:40 Alvarlegur feill ríkisstjórnarinnar að láta WOW falla Helgi Magnússon mun vera einn reyndasti athafnamaður landsins. Fyrst vann hann með ýmsum landsþekktum fyrirtækjum sem endurskoðandi, síðan rak hann allmörg fyrirtæki – svo sem Hörpu – upp á eigin spýtur, og loks varð hann formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sat í bankaráðum og stjórnum ýmissa stórfyrirtækja. 13. júní 2019 09:15 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38
WOW-hjólin keypt úr þrotabúinu og viðræður um nýja hjólaleigu Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. 22. júní 2019 13:40
Alvarlegur feill ríkisstjórnarinnar að láta WOW falla Helgi Magnússon mun vera einn reyndasti athafnamaður landsins. Fyrst vann hann með ýmsum landsþekktum fyrirtækjum sem endurskoðandi, síðan rak hann allmörg fyrirtæki – svo sem Hörpu – upp á eigin spýtur, og loks varð hann formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sat í bankaráðum og stjórnum ýmissa stórfyrirtækja. 13. júní 2019 09:15