Sjóðurinn snuðaður og ráðuneyti á flótta 5. júlí 2019 08:15 Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, segir ráðuneytið hunsa erindi sjóðsins. Fréttablaðið/GVA „Við erum að mótmæla þessari reglugerð sem sett var í byrjun desember en við erum búin að bíða í fjóra mánuði eftir svari og það virðist lítið bóla á því,“ segir Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Lögfræðingur sjóðsins hefur reynt að fá svör frá félagsmálaráðuneytinu án árangurs. Breytingarnar sem sjóðurinn gagnrýnir varða reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Með breytingarreglugerðinni er aukið við stofnreglugerðina ákvæði þess efnis að minnst tveir þriðju hlutar fjármagns sem til úthlutunar sé skuli renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Af ákvæði þessu leiðir að í mesta lagi einn þriðji af því fjármagni sem stjórnvöld hafa ákveðið að verja í stofnframlög samkvæmt lögum kemur til greina við úthlutanir framlaga til byggingar eða kaupa á íbúðum sem ætlaðar eru öryrkjum, öldruðum, námsmönnum eða öðrum hópum sem falla undir lögin og eru ekki á vinnumarkaði.Lögfræðingur Brynju krefur Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra, um afstöðu. Fjórum mánuðum síðar hefur hún ekki fengist.„Þannig að 67 prósent af stofnframlögum fari til leigufélaga sem eru að þjóna fólki á vinnumarkaði, síðan fá sveitarfélögin 25 prósent og þá eru ekki nema átta prósent eftir fyrir öryrkja, aldraða og námsmenn af heildarpakkanum, sem er nú töluvert stór,“ segir Björn Arnar og segir sjóðinn og lögfræðinga hans telja að þarna sé að auki verið að brjóta gegn jafnræðisreglunni. Í ítrekuðum erindum lögfræðings hússjóðsins til ráðuneytisins, sem síðast var ítrekað nú í lok júní er óskað eftir afstöðu ráðherra um hvort og þá hvernig tiltekin ákvæði reglugerðarinnar eigi sér stoð í lögum og stjórnarskrá. Engin svör hafa þó borist Brynju í fjóra mánuði og segir Björn Arnar að menn séu orðnir langeygir. „Ráðuneytið virðist ekki ætla að svara, ég veit ekki hvort það er svona erfitt að svara þessu. En þetta hefur töluverð áhrif og við erum ósátt við hvert megnið af peningunum er að fara,“ segir Björn Arnar. „Við erum með 600 manns á biðlista og höfum lokað fyrir hann því við teljum okkur ekkert geta komist áfram meðan við fáum engin stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
„Við erum að mótmæla þessari reglugerð sem sett var í byrjun desember en við erum búin að bíða í fjóra mánuði eftir svari og það virðist lítið bóla á því,“ segir Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Lögfræðingur sjóðsins hefur reynt að fá svör frá félagsmálaráðuneytinu án árangurs. Breytingarnar sem sjóðurinn gagnrýnir varða reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Með breytingarreglugerðinni er aukið við stofnreglugerðina ákvæði þess efnis að minnst tveir þriðju hlutar fjármagns sem til úthlutunar sé skuli renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Af ákvæði þessu leiðir að í mesta lagi einn þriðji af því fjármagni sem stjórnvöld hafa ákveðið að verja í stofnframlög samkvæmt lögum kemur til greina við úthlutanir framlaga til byggingar eða kaupa á íbúðum sem ætlaðar eru öryrkjum, öldruðum, námsmönnum eða öðrum hópum sem falla undir lögin og eru ekki á vinnumarkaði.Lögfræðingur Brynju krefur Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra, um afstöðu. Fjórum mánuðum síðar hefur hún ekki fengist.„Þannig að 67 prósent af stofnframlögum fari til leigufélaga sem eru að þjóna fólki á vinnumarkaði, síðan fá sveitarfélögin 25 prósent og þá eru ekki nema átta prósent eftir fyrir öryrkja, aldraða og námsmenn af heildarpakkanum, sem er nú töluvert stór,“ segir Björn Arnar og segir sjóðinn og lögfræðinga hans telja að þarna sé að auki verið að brjóta gegn jafnræðisreglunni. Í ítrekuðum erindum lögfræðings hússjóðsins til ráðuneytisins, sem síðast var ítrekað nú í lok júní er óskað eftir afstöðu ráðherra um hvort og þá hvernig tiltekin ákvæði reglugerðarinnar eigi sér stoð í lögum og stjórnarskrá. Engin svör hafa þó borist Brynju í fjóra mánuði og segir Björn Arnar að menn séu orðnir langeygir. „Ráðuneytið virðist ekki ætla að svara, ég veit ekki hvort það er svona erfitt að svara þessu. En þetta hefur töluverð áhrif og við erum ósátt við hvert megnið af peningunum er að fara,“ segir Björn Arnar. „Við erum með 600 manns á biðlista og höfum lokað fyrir hann því við teljum okkur ekkert geta komist áfram meðan við fáum engin stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira