Sepp Blatter heimtar að FIFA skili sextíu úrum og hefur nú kært sambandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 08:00 Sepp Blatter, Getty/Philipp Schmidli Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er kominn aftur í fréttirnar og nú hefur þessi 83 ára gamli maður snúið vörn í sókn. Blatter ætlar að kæra FIFA fyrir að skaða hans ímynd hans og þá vill Blatter einnig fá aftur sextíu úr sem hann segist eiga. FIFA hefur verið með úrin í sinni vörslu síðan að Blatter var hrakinn úr forsetastólnum og var svo dæmdur í sex ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu. Blatter var forseti FIFA í heil sautján frá 1998 til 2015 en var bolað úr starfi þegar komst upp um mikla spillingu innan sambandsins. Þar var Blatter meðal annars dæmdur fyrir mútur í starfi hjá sambandinu. Sepp Blatter veitti breska ríkisútvarpinu nýlega viðtal þar sem hann fór yfir líf sitt eftir bannið og heimtaði einnig að fá niðurstöðu í sín mál.Fifa is being sued by its disgraced former president Sepp Blatter over missing watches and 'moral damage'. Story: https://t.co/otHjuWaToApic.twitter.com/EIYEOBdeUZ — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2019Sepp Blatter var dæmdur sekur fyrir að borga Michel Platini 1,3 milljón punda í mútur en báðir hafa alltaf neitað sök. Blatter heldur því nú fram að hann hafi verið fórnarlamb falskra frétta sem hafi verið dreift til að koma höggi á hann. Blatter segist nú vera tilbúinn að tala við þá sem rannsaka ákvörðun FIFA um að láta Katar fá heimsmeistarakeppnina 2022. Michel Platini var nýverið handtekinn og yfirheyrður vegna þess máls. Saksóknari í Sviss hefur einnig verið með mál tengdum Blatter í rannsókn frá árinu 2015 og er Blatter enn þá grunaður um ólöglegt athæfi sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins. Engin kæra hefur þó verið sett fram og nú vill Blatter loka þessu máli. „Það eru liðin fjögur ár og ekkert hefur gerst. Það á að loka þessu máli því það er ekkert í þessu,“ sagði Blatter. „Það er engin ákæra á leiðinni því annars hefði hún komið fram fyrir löngu. Ég vil fá að verja mig á meðan ég er á lífi. Ég hef ekki tapað baráttuandanum mínum,“ sagði Blatter. Úrin vill hann líka fá aftur. „Þetta eru mín úr. Látið mig fá úrin mín aftur. Þau eru mér mikilvæg. Ég vann í úriðnaðinum og þetta er safnið mitt. Þau voru í fjörutíu ár hjá FIFA og ég hefði getað farið með þau heim fyrir löngu,“ sagði Blatter. „Af hverju eru þeir að berjast fyrir þessum úrum? Það er engin virðing. Forsetinn sýnir mér algert virðingarleysi,“ sagði Sepp Blatter og á þá við Gianni Infantino sem tók við af honum sem forseti FIFA. Sepp Blatter segir síðustu ár hafa verið sér og þá sérstaklega fjölskyldu hans mjög erfið „Þetta mál allt hefur tekið virkilega á mig og mína fjölskyldu. Barnabarn mitt þurfti að hætta í skólanum sem hún var í þegar hún var fjórtan ára þar sem hún var lögð í einelti vegna afa síns," segir Blatter og heldur áfram að ræða barnabarnið. „Hún er núna átján ára og útskrifuð úr menntaskóla en hún er hins vegar enn að glíma við afleiðingar þess að hafa verið strítt á sínum tíma. Ég er búinn að jafna mig þokkalega á þessu áfalli en það sama er ekki hægt að segja um alla meðlimi í fjölskyldunni," segir Blatter. FIFA Fótbolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er kominn aftur í fréttirnar og nú hefur þessi 83 ára gamli maður snúið vörn í sókn. Blatter ætlar að kæra FIFA fyrir að skaða hans ímynd hans og þá vill Blatter einnig fá aftur sextíu úr sem hann segist eiga. FIFA hefur verið með úrin í sinni vörslu síðan að Blatter var hrakinn úr forsetastólnum og var svo dæmdur í sex ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu. Blatter var forseti FIFA í heil sautján frá 1998 til 2015 en var bolað úr starfi þegar komst upp um mikla spillingu innan sambandsins. Þar var Blatter meðal annars dæmdur fyrir mútur í starfi hjá sambandinu. Sepp Blatter veitti breska ríkisútvarpinu nýlega viðtal þar sem hann fór yfir líf sitt eftir bannið og heimtaði einnig að fá niðurstöðu í sín mál.Fifa is being sued by its disgraced former president Sepp Blatter over missing watches and 'moral damage'. Story: https://t.co/otHjuWaToApic.twitter.com/EIYEOBdeUZ — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2019Sepp Blatter var dæmdur sekur fyrir að borga Michel Platini 1,3 milljón punda í mútur en báðir hafa alltaf neitað sök. Blatter heldur því nú fram að hann hafi verið fórnarlamb falskra frétta sem hafi verið dreift til að koma höggi á hann. Blatter segist nú vera tilbúinn að tala við þá sem rannsaka ákvörðun FIFA um að láta Katar fá heimsmeistarakeppnina 2022. Michel Platini var nýverið handtekinn og yfirheyrður vegna þess máls. Saksóknari í Sviss hefur einnig verið með mál tengdum Blatter í rannsókn frá árinu 2015 og er Blatter enn þá grunaður um ólöglegt athæfi sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins. Engin kæra hefur þó verið sett fram og nú vill Blatter loka þessu máli. „Það eru liðin fjögur ár og ekkert hefur gerst. Það á að loka þessu máli því það er ekkert í þessu,“ sagði Blatter. „Það er engin ákæra á leiðinni því annars hefði hún komið fram fyrir löngu. Ég vil fá að verja mig á meðan ég er á lífi. Ég hef ekki tapað baráttuandanum mínum,“ sagði Blatter. Úrin vill hann líka fá aftur. „Þetta eru mín úr. Látið mig fá úrin mín aftur. Þau eru mér mikilvæg. Ég vann í úriðnaðinum og þetta er safnið mitt. Þau voru í fjörutíu ár hjá FIFA og ég hefði getað farið með þau heim fyrir löngu,“ sagði Blatter. „Af hverju eru þeir að berjast fyrir þessum úrum? Það er engin virðing. Forsetinn sýnir mér algert virðingarleysi,“ sagði Sepp Blatter og á þá við Gianni Infantino sem tók við af honum sem forseti FIFA. Sepp Blatter segir síðustu ár hafa verið sér og þá sérstaklega fjölskyldu hans mjög erfið „Þetta mál allt hefur tekið virkilega á mig og mína fjölskyldu. Barnabarn mitt þurfti að hætta í skólanum sem hún var í þegar hún var fjórtan ára þar sem hún var lögð í einelti vegna afa síns," segir Blatter og heldur áfram að ræða barnabarnið. „Hún er núna átján ára og útskrifuð úr menntaskóla en hún er hins vegar enn að glíma við afleiðingar þess að hafa verið strítt á sínum tíma. Ég er búinn að jafna mig þokkalega á þessu áfalli en það sama er ekki hægt að segja um alla meðlimi í fjölskyldunni," segir Blatter.
FIFA Fótbolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Sjá meira