Ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 20:00 Formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins hefur leitað til lögmanns og ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðarárdalnum til skipulagsráðs. Skipulagið var samþykkt í borgarráði í gær.Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni felst uppbygging á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að gerð sé krafa um að málinu verði frestað og efnislega verði greint frá því með hvaða hætti Reykjavíkurborg hafi brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunarinnar. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að ósætti ríki með tillöguna og meðferð sem hún hlaut innan borgarinnar. Hann segir að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir og þeim ekki svarað. „Því að þetta er farið þannig í gegn að engum athugasemdum er svarað. Það er ekki hlustað mikið á það fólk sem gerir athugasemdir og alvarlegar athugsemdir. Það er allt í þessu ferli sem er hálfpartinn pönkast í gegn,“ sagði Halldór Páll. Fréttastofa náði tali af borgarstjóra í dag sem sagði að öllum athugasemdum hafi verið svarað. Hins vegar hafi svörin ekki borist ennþá þar sem þau séu lögð fyrir skipulagsráð áður en þau eru send út. Hann segir því eðlilegt að svörin hafi ekki borist viðkomandi daginn eftir fund borgarráðs. Halldór segir að leitað verði til lögmanns í næstu viku og kæra verði lögð fram til skipulagsráðs. „Við munum leita til lögmanns í næstu viku, leggja fram kæru og í framhaldinu verður farið beint í það að undirbúa undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúðakosningu um þetta skipulag. Því þetta er ekkert eðlilegt hvernig þessu hefur veirð haldið fram,“ sagði Halldór. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins hefur leitað til lögmanns og ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðarárdalnum til skipulagsráðs. Skipulagið var samþykkt í borgarráði í gær.Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni felst uppbygging á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að gerð sé krafa um að málinu verði frestað og efnislega verði greint frá því með hvaða hætti Reykjavíkurborg hafi brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunarinnar. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að ósætti ríki með tillöguna og meðferð sem hún hlaut innan borgarinnar. Hann segir að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir og þeim ekki svarað. „Því að þetta er farið þannig í gegn að engum athugasemdum er svarað. Það er ekki hlustað mikið á það fólk sem gerir athugasemdir og alvarlegar athugsemdir. Það er allt í þessu ferli sem er hálfpartinn pönkast í gegn,“ sagði Halldór Páll. Fréttastofa náði tali af borgarstjóra í dag sem sagði að öllum athugasemdum hafi verið svarað. Hins vegar hafi svörin ekki borist ennþá þar sem þau séu lögð fyrir skipulagsráð áður en þau eru send út. Hann segir því eðlilegt að svörin hafi ekki borist viðkomandi daginn eftir fund borgarráðs. Halldór segir að leitað verði til lögmanns í næstu viku og kæra verði lögð fram til skipulagsráðs. „Við munum leita til lögmanns í næstu viku, leggja fram kæru og í framhaldinu verður farið beint í það að undirbúa undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúðakosningu um þetta skipulag. Því þetta er ekkert eðlilegt hvernig þessu hefur veirð haldið fram,“ sagði Halldór.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30
Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15