Er hægt að vinna Jon Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. júlí 2019 10:30 Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. Jon Jones mætir Thiago Santos í nótt í aðalbardaga kvöldsins á UFC 239. Jones er ríkjandi meistari í léttþungavigt og hefur verið duglegur að berjast að undanförnu eftir að hafa verið í brasi utan búrsins. Þar sem Jones var lengi á hliðarlínunni vill hann vinna upp tapaðan tíma og berjast sem oftast. Bardaginn í nótt verður hans þriðji á rúmum sex mánuðum og vill hann nú sigra hvern áskorandann á eftir öðrum. Áskorandinn í kvöld er Brasilíumaðurinn Thiago Santos. Santos er mikill rotari og með gríðarlega þung spörk sem geta valdið skaða. Santos hefur unnið 11 bardaga með rothöggi í UFC en aðeins Vitor Belfort hefur unnið fleiri bardaga í UFC með rothöggi. Þá hefur hann klárað fjóra bardaga með spörkum í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga með spörkum í UFC. Allt þetta ætti að gefa til kynna að þetta verði spennandi bardagi en yfirburðir Jon Jones eru slíkir að nánast enginn telur að Santos eigi möguleika gegn Jones. Jones hefur sýnt það mikla yfirburði á sínum ferli að það er í raun heimskulegt að veðja gegn honum. Hann hefur enga veikleika sýnt, aldrei verið kýldur niður, aldrei verið vankaður og komist nokkuð létt í gegnum alla sína bardaga fyrir utan fyrri bardagann gegn Alexander Gustafsson. Jones er auk þess bara 31 árs og virðist enn vera að bæta sig. Hann hefur verið það góður í búrinu að sérfræðingar og virtustu þjálfarar heims spyrja sig hvort hægt sé að vinna hann. Það má samt ekki gleyma því að það þarf bara eitt högg (eða spark) í MMA og er Santos með kraftinn til að meiða Jones. Spurningin er bara hvort Jones gefi færi á sér í nótt. UFC 239 fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2:00. MMA Tengdar fréttir Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. Jon Jones mætir Thiago Santos í nótt í aðalbardaga kvöldsins á UFC 239. Jones er ríkjandi meistari í léttþungavigt og hefur verið duglegur að berjast að undanförnu eftir að hafa verið í brasi utan búrsins. Þar sem Jones var lengi á hliðarlínunni vill hann vinna upp tapaðan tíma og berjast sem oftast. Bardaginn í nótt verður hans þriðji á rúmum sex mánuðum og vill hann nú sigra hvern áskorandann á eftir öðrum. Áskorandinn í kvöld er Brasilíumaðurinn Thiago Santos. Santos er mikill rotari og með gríðarlega þung spörk sem geta valdið skaða. Santos hefur unnið 11 bardaga með rothöggi í UFC en aðeins Vitor Belfort hefur unnið fleiri bardaga í UFC með rothöggi. Þá hefur hann klárað fjóra bardaga með spörkum í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga með spörkum í UFC. Allt þetta ætti að gefa til kynna að þetta verði spennandi bardagi en yfirburðir Jon Jones eru slíkir að nánast enginn telur að Santos eigi möguleika gegn Jones. Jones hefur sýnt það mikla yfirburði á sínum ferli að það er í raun heimskulegt að veðja gegn honum. Hann hefur enga veikleika sýnt, aldrei verið kýldur niður, aldrei verið vankaður og komist nokkuð létt í gegnum alla sína bardaga fyrir utan fyrri bardagann gegn Alexander Gustafsson. Jones er auk þess bara 31 árs og virðist enn vera að bæta sig. Hann hefur verið það góður í búrinu að sérfræðingar og virtustu þjálfarar heims spyrja sig hvort hægt sé að vinna hann. Það má samt ekki gleyma því að það þarf bara eitt högg (eða spark) í MMA og er Santos með kraftinn til að meiða Jones. Spurningin er bara hvort Jones gefi færi á sér í nótt. UFC 239 fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2:00.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30