Er hægt að vinna Jon Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. júlí 2019 10:30 Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. Jon Jones mætir Thiago Santos í nótt í aðalbardaga kvöldsins á UFC 239. Jones er ríkjandi meistari í léttþungavigt og hefur verið duglegur að berjast að undanförnu eftir að hafa verið í brasi utan búrsins. Þar sem Jones var lengi á hliðarlínunni vill hann vinna upp tapaðan tíma og berjast sem oftast. Bardaginn í nótt verður hans þriðji á rúmum sex mánuðum og vill hann nú sigra hvern áskorandann á eftir öðrum. Áskorandinn í kvöld er Brasilíumaðurinn Thiago Santos. Santos er mikill rotari og með gríðarlega þung spörk sem geta valdið skaða. Santos hefur unnið 11 bardaga með rothöggi í UFC en aðeins Vitor Belfort hefur unnið fleiri bardaga í UFC með rothöggi. Þá hefur hann klárað fjóra bardaga með spörkum í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga með spörkum í UFC. Allt þetta ætti að gefa til kynna að þetta verði spennandi bardagi en yfirburðir Jon Jones eru slíkir að nánast enginn telur að Santos eigi möguleika gegn Jones. Jones hefur sýnt það mikla yfirburði á sínum ferli að það er í raun heimskulegt að veðja gegn honum. Hann hefur enga veikleika sýnt, aldrei verið kýldur niður, aldrei verið vankaður og komist nokkuð létt í gegnum alla sína bardaga fyrir utan fyrri bardagann gegn Alexander Gustafsson. Jones er auk þess bara 31 árs og virðist enn vera að bæta sig. Hann hefur verið það góður í búrinu að sérfræðingar og virtustu þjálfarar heims spyrja sig hvort hægt sé að vinna hann. Það má samt ekki gleyma því að það þarf bara eitt högg (eða spark) í MMA og er Santos með kraftinn til að meiða Jones. Spurningin er bara hvort Jones gefi færi á sér í nótt. UFC 239 fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2:00. MMA Tengdar fréttir Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í kvöld þegar UFC 239 fer fram. Jones hefur notið gífurlegra yfirburða á MMA ferli sínum og virðist hann vera hreinlega ósigrandi. Jon Jones mætir Thiago Santos í nótt í aðalbardaga kvöldsins á UFC 239. Jones er ríkjandi meistari í léttþungavigt og hefur verið duglegur að berjast að undanförnu eftir að hafa verið í brasi utan búrsins. Þar sem Jones var lengi á hliðarlínunni vill hann vinna upp tapaðan tíma og berjast sem oftast. Bardaginn í nótt verður hans þriðji á rúmum sex mánuðum og vill hann nú sigra hvern áskorandann á eftir öðrum. Áskorandinn í kvöld er Brasilíumaðurinn Thiago Santos. Santos er mikill rotari og með gríðarlega þung spörk sem geta valdið skaða. Santos hefur unnið 11 bardaga með rothöggi í UFC en aðeins Vitor Belfort hefur unnið fleiri bardaga í UFC með rothöggi. Þá hefur hann klárað fjóra bardaga með spörkum í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga með spörkum í UFC. Allt þetta ætti að gefa til kynna að þetta verði spennandi bardagi en yfirburðir Jon Jones eru slíkir að nánast enginn telur að Santos eigi möguleika gegn Jones. Jones hefur sýnt það mikla yfirburði á sínum ferli að það er í raun heimskulegt að veðja gegn honum. Hann hefur enga veikleika sýnt, aldrei verið kýldur niður, aldrei verið vankaður og komist nokkuð létt í gegnum alla sína bardaga fyrir utan fyrri bardagann gegn Alexander Gustafsson. Jones er auk þess bara 31 árs og virðist enn vera að bæta sig. Hann hefur verið það góður í búrinu að sérfræðingar og virtustu þjálfarar heims spyrja sig hvort hægt sé að vinna hann. Það má samt ekki gleyma því að það þarf bara eitt högg (eða spark) í MMA og er Santos með kraftinn til að meiða Jones. Spurningin er bara hvort Jones gefi færi á sér í nótt. UFC 239 fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2:00.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Sjáðu upphitunarþættina fyrir stærsta UFC-kvöld ársins UFC 239 fer fram í Las Vegas annað kvöld og dagskráin á því kvöldi er rosaleg. Meðal annars er barist um tvö belti. 5. júlí 2019 16:30