Íbúar í Árborg verða 10 þúsund um áramótin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2019 14:07 Ölfusárbrúin í Árborg. Vísir/Vilhelm Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði. Langmest er byggt af nýju íbúðarhúsnæði á Selfossi en töluvert er líka byggt á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Sandvíkurhreppnum hinum forna. Íbúum sveitarfélagsins Árborgar hefur fjölgað mjög ört síðustu ár en sjaldan eða aldrei eins mikið og það sem af er árinu 2019. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það er enn þá gríðarleg fjölgun. Í síðasta mánuði var hún á ársgrundvelli 5%, í maí var hún 8% á ársgrundvelli. Miðað við þann hraða sem er í þessu þá ættum við að verða í kringum 10.000 um áramótin, desember jafnvel. Það eru núna 9.723 íbúar í Árborg,“ segir Gísli Halldór. En hver er meðalfjölgun íbúar Árborgar á mánuði? „Ef okkur heldur áfram að fjölga um 5%, sem hefur verið algengasta talan sem við erum að sjá, þá förum við yfir tíu þúsundin akkúrat um áramótin,“ segir Gísli Gísli Halldór segir það mikla áskorun fyrir sveitarfélagið að taka við svona mörgum nýjum íbúum. „Auðvitað er þetta mikil fjölgun og það er stórt verkefni að takast á við en úr því að við þurfum hvort eð er að byggja fyrir þetta, nýjan skóla, leikskóla og bæta íþróttaaðstöðu með yfirbyggðu knattspyrnuhúsi, þá er ekkert verra að fá fleiri íbúa til þess að standa undir þeim fjárfestingum,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Árborg Tengdar fréttir Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði. Langmest er byggt af nýju íbúðarhúsnæði á Selfossi en töluvert er líka byggt á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Sandvíkurhreppnum hinum forna. Íbúum sveitarfélagsins Árborgar hefur fjölgað mjög ört síðustu ár en sjaldan eða aldrei eins mikið og það sem af er árinu 2019. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það er enn þá gríðarleg fjölgun. Í síðasta mánuði var hún á ársgrundvelli 5%, í maí var hún 8% á ársgrundvelli. Miðað við þann hraða sem er í þessu þá ættum við að verða í kringum 10.000 um áramótin, desember jafnvel. Það eru núna 9.723 íbúar í Árborg,“ segir Gísli Halldór. En hver er meðalfjölgun íbúar Árborgar á mánuði? „Ef okkur heldur áfram að fjölga um 5%, sem hefur verið algengasta talan sem við erum að sjá, þá förum við yfir tíu þúsundin akkúrat um áramótin,“ segir Gísli Gísli Halldór segir það mikla áskorun fyrir sveitarfélagið að taka við svona mörgum nýjum íbúum. „Auðvitað er þetta mikil fjölgun og það er stórt verkefni að takast á við en úr því að við þurfum hvort eð er að byggja fyrir þetta, nýjan skóla, leikskóla og bæta íþróttaaðstöðu með yfirbyggðu knattspyrnuhúsi, þá er ekkert verra að fá fleiri íbúa til þess að standa undir þeim fjárfestingum,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.
Árborg Tengdar fréttir Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00