María í fjórða sætinu eftir fyrri daginn á Madeira Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júlí 2019 19:30 María Rún er að gera flotta hluti á Madeira. MYND/FRÍ Margt af besta íslenska frjálsíþróttafólkinu er nú á eyjunni Madeira, rétt fyrir utan Portúgal, þar sem það keppir á Evrópubikarnum í fjölþrautum. Keppt er bæði í einstaklingskeppni og svo eru stig þriggja stigahæstu íþróttamanna hverrar þjóðar eru tekin saman og tvær stigahæstu þjóðirnar fara upp um deild. Ísland er nú í neðstu deildinni. Fyrri keppnisdegi er nú lokið og efst er FH-ingurinn, María Rún Gunnlaugsdóttir, en hún er í fjórða sæti þegar fjórum greinum af sjö er lokið. Hún er með 3328 stig, aðeins 44 stigum frá verðlaunasæti. María lenti í fimmta sæti í 100 metra grindarhlaupi, hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökki stökk hún 1,75 metra sem er hennar besti árangur utanhúss en innanhúss hefur hún stokkið 1,76 metra. Í 200 metra hlaupi hljóp hún á 25,51 sekúndu sem er einnig persónulegt met. María hefur náð betri árangri í öllum greinum dagsins en þegar hún átti sína bestu þraut. Sá árangur er frá árinu 2017 og er 5488 stig. Benjamín Jóhann Johnsen er í sjöunda sæti í karlaflokki með 3667 stig er keppni er hálfnuð. Hann sigraði hástökkið er hann stökk 1,98 metra og var það stökk einum sentímetra frá besta árangri hans utanhúss. Þegar svipup keppni fór fram í Svíþjóð í byrjun júní þá var hann með 3449 stig eftir fyrri daginn. Eins og áður segir þá er hann nú komin í 3667 stig svo bæting hjá Benjamín. Ísak Óli Traustason er ellefti með 3586 stig og Andri Fannar Gíslason og Glódís Edda Þuríðardóttir eru í nítjánda sæti. Sindri Magnússon þurfti að hætta þátttöku eftir fjórar greinar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira
Margt af besta íslenska frjálsíþróttafólkinu er nú á eyjunni Madeira, rétt fyrir utan Portúgal, þar sem það keppir á Evrópubikarnum í fjölþrautum. Keppt er bæði í einstaklingskeppni og svo eru stig þriggja stigahæstu íþróttamanna hverrar þjóðar eru tekin saman og tvær stigahæstu þjóðirnar fara upp um deild. Ísland er nú í neðstu deildinni. Fyrri keppnisdegi er nú lokið og efst er FH-ingurinn, María Rún Gunnlaugsdóttir, en hún er í fjórða sæti þegar fjórum greinum af sjö er lokið. Hún er með 3328 stig, aðeins 44 stigum frá verðlaunasæti. María lenti í fimmta sæti í 100 metra grindarhlaupi, hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökki stökk hún 1,75 metra sem er hennar besti árangur utanhúss en innanhúss hefur hún stokkið 1,76 metra. Í 200 metra hlaupi hljóp hún á 25,51 sekúndu sem er einnig persónulegt met. María hefur náð betri árangri í öllum greinum dagsins en þegar hún átti sína bestu þraut. Sá árangur er frá árinu 2017 og er 5488 stig. Benjamín Jóhann Johnsen er í sjöunda sæti í karlaflokki með 3667 stig er keppni er hálfnuð. Hann sigraði hástökkið er hann stökk 1,98 metra og var það stökk einum sentímetra frá besta árangri hans utanhúss. Þegar svipup keppni fór fram í Svíþjóð í byrjun júní þá var hann með 3449 stig eftir fyrri daginn. Eins og áður segir þá er hann nú komin í 3667 stig svo bæting hjá Benjamín. Ísak Óli Traustason er ellefti með 3586 stig og Andri Fannar Gíslason og Glódís Edda Þuríðardóttir eru í nítjánda sæti. Sindri Magnússon þurfti að hætta þátttöku eftir fjórar greinar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira