Mitsotakis sigurvegari í Grikklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Kyriakos Mitsotakis virtist afar sáttur við niðurstöðurnar, enda með hreinan meirihluta. Nordicphotos/AFP Útlit er fyrir að mið-hægriflokkurinn Nýtt lýðræði (ND) hafi unnið stórsigur í þingkosningum sem fóru fram á Grikklandi í gær. Þegar um 80 prósent atkvæða voru talin hafði ND 39,67 prósent og 158 sæti af 300. Vinstriflokkurinn Syriza, sem hefur verið við völd frá árinu 2015, var með 31,68 prósent og 86 sæti. Jafnaðarmannaflokkurinn KINAL var með 7,92 prósent og 22 sæti, Kommúnistaflokkurinn 5,38 prósent og fimmtán sæti, MeRA25, flokkur fyrrverandi fjármálaráðherrans Yanis Varoufakis, með 3,48 prósent og 9 sæti og fasistaflokkurinn Gullin dögun með 2,96 prósent. Missir þannig rétt af þriggja prósenta þröskuldnum og dettur út af þingi. ND er því óumdeilanlega sigurvegari kosninganna. Syriza fékk 36,3 prósent atkvæða í kosningunum í september 2015. ND fékk nú 27,8 prósent og þar með hreinan meirihluta enda fær sá flokkur sem sækir sér flest atkvæði fimmtíu þingsæti í bónus. Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, fer á fund forseta á morgun og tekur væntanlega við sem forsætisráðherra. Hann fagnaði sigri í gær og sagðist ætla að vinna af hörku fyrir alla Grikki. Alexis Tsipras, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtogi Syriza, játaði ósigur og sagðist samþykkja niðurstöðurnar. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í haust. Tsipras ákvað hins vegar að flýta kosningum eftir að Syriza laut í lægra haldi fyrir ND í Evrópuþingkosningunum í maí síðastliðnum.Alexis Tsipras.Ayhan Mehmet/GettyTsipras tók fyrst við embættinu eftir þingkosningar í janúar 2015. Á þeim tíma leiddi hann Grikki í gegnum erfiðar viðræður við Evrópusambandið um skuldastöðu ríkisins og nýja neyðaraðstoð. Þegar hann hafði tryggt þriðja neyðarpakka Grikkja boðaði hann til nýrra kosninga. Þær fóru fram í september sama ár og stjórnin hélt velli. Síðan þá hefur Tsipras hins vegar gengið erfiðlega. Árið 2015 lofaði Syriza því að láta af niðurskurðarstefnu fyrri ríkisstjórna. Allt kom hins vegar fyrir ekki og neyddist stjórnin til að framfylgja skilmálum sem ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settu fyrir áframhaldandi aðstoð. Atvinnuleysi hefur lítið minnkað og mælist enn í rúmum þrjátíu prósentum á meðal ungmenna, um tuttugu prósent heilt yfir. Sé litið til annarra mála en efnahagsmála má nefna óánægju meirihluta Grikkja með samkomulagið sem Syriza-stjórnin gerði við Makedóna um að nafni ríkisins yrði breytt í Norður-Makedónía. Óánægjan stafar af því að þótt forskeytinu sé bætt við þykir Grikkjum enn ótækt að nágrannarnir kalli sig sama nafni og gríska héraðið og forngríska konungsríkið Makedónía. Þá verður að nefna þann mikla fjölda flóttamanna sem hafa streymt til Grikklands og illa hefur gengið að sjá um, sem og skógarelda síðasta sumars sem felldu hundrað og urðu að pólitísku deilumáli vegna mistaka yfirvalda og meintra ólöglegra byggða. Fátt getur nú komið í veg fyrir að Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, taki við af Tsipras sem forsætisráðherra. Mitsotakis er af valdaættum. Sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Konstantinos, bróðir Dora Bakoyannis, fyrrverandi utanríkisráðherra, og frændi fyrrverandi forsætisráðherranna Eleftherios Venizelos og Sofoklis Venizelos. Samkvæmt því sem Nikos Marantzidis, prófessor í stjórnmálafræði við Makedóníuháskóla í Þessalóníku, sagði við Vox Europ í síðustu viku er Mitsotakis ekki sérstaklega vinsæll hjá hörðustu fylgismönnum Nýs lýðræðis. „Mitsotakis er miðjumaður úr frjálslyndri fjölskyldu. Hann er langt til vinstri við flokkinn. Flokksmenn hafa aldrei litið á Mitsotakis-klanið sem hluta af miðju-hægrinu heldur sem boðflennur. En af hverju eru þeir þá að kjósa Kyriakos Mitsotakis? Af því að þeir vita að hann getur unnið.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Grikkland Tengdar fréttir Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34 Ríkisstjórnin féll í kosningum í Grikklandi Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. 7. júlí 2019 20:49 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Fleiri fréttir Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Sjá meira
Útlit er fyrir að mið-hægriflokkurinn Nýtt lýðræði (ND) hafi unnið stórsigur í þingkosningum sem fóru fram á Grikklandi í gær. Þegar um 80 prósent atkvæða voru talin hafði ND 39,67 prósent og 158 sæti af 300. Vinstriflokkurinn Syriza, sem hefur verið við völd frá árinu 2015, var með 31,68 prósent og 86 sæti. Jafnaðarmannaflokkurinn KINAL var með 7,92 prósent og 22 sæti, Kommúnistaflokkurinn 5,38 prósent og fimmtán sæti, MeRA25, flokkur fyrrverandi fjármálaráðherrans Yanis Varoufakis, með 3,48 prósent og 9 sæti og fasistaflokkurinn Gullin dögun með 2,96 prósent. Missir þannig rétt af þriggja prósenta þröskuldnum og dettur út af þingi. ND er því óumdeilanlega sigurvegari kosninganna. Syriza fékk 36,3 prósent atkvæða í kosningunum í september 2015. ND fékk nú 27,8 prósent og þar með hreinan meirihluta enda fær sá flokkur sem sækir sér flest atkvæði fimmtíu þingsæti í bónus. Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, fer á fund forseta á morgun og tekur væntanlega við sem forsætisráðherra. Hann fagnaði sigri í gær og sagðist ætla að vinna af hörku fyrir alla Grikki. Alexis Tsipras, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtogi Syriza, játaði ósigur og sagðist samþykkja niðurstöðurnar. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í haust. Tsipras ákvað hins vegar að flýta kosningum eftir að Syriza laut í lægra haldi fyrir ND í Evrópuþingkosningunum í maí síðastliðnum.Alexis Tsipras.Ayhan Mehmet/GettyTsipras tók fyrst við embættinu eftir þingkosningar í janúar 2015. Á þeim tíma leiddi hann Grikki í gegnum erfiðar viðræður við Evrópusambandið um skuldastöðu ríkisins og nýja neyðaraðstoð. Þegar hann hafði tryggt þriðja neyðarpakka Grikkja boðaði hann til nýrra kosninga. Þær fóru fram í september sama ár og stjórnin hélt velli. Síðan þá hefur Tsipras hins vegar gengið erfiðlega. Árið 2015 lofaði Syriza því að láta af niðurskurðarstefnu fyrri ríkisstjórna. Allt kom hins vegar fyrir ekki og neyddist stjórnin til að framfylgja skilmálum sem ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn settu fyrir áframhaldandi aðstoð. Atvinnuleysi hefur lítið minnkað og mælist enn í rúmum þrjátíu prósentum á meðal ungmenna, um tuttugu prósent heilt yfir. Sé litið til annarra mála en efnahagsmála má nefna óánægju meirihluta Grikkja með samkomulagið sem Syriza-stjórnin gerði við Makedóna um að nafni ríkisins yrði breytt í Norður-Makedónía. Óánægjan stafar af því að þótt forskeytinu sé bætt við þykir Grikkjum enn ótækt að nágrannarnir kalli sig sama nafni og gríska héraðið og forngríska konungsríkið Makedónía. Þá verður að nefna þann mikla fjölda flóttamanna sem hafa streymt til Grikklands og illa hefur gengið að sjá um, sem og skógarelda síðasta sumars sem felldu hundrað og urðu að pólitísku deilumáli vegna mistaka yfirvalda og meintra ólöglegra byggða. Fátt getur nú komið í veg fyrir að Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi ND, taki við af Tsipras sem forsætisráðherra. Mitsotakis er af valdaættum. Sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Konstantinos, bróðir Dora Bakoyannis, fyrrverandi utanríkisráðherra, og frændi fyrrverandi forsætisráðherranna Eleftherios Venizelos og Sofoklis Venizelos. Samkvæmt því sem Nikos Marantzidis, prófessor í stjórnmálafræði við Makedóníuháskóla í Þessalóníku, sagði við Vox Europ í síðustu viku er Mitsotakis ekki sérstaklega vinsæll hjá hörðustu fylgismönnum Nýs lýðræðis. „Mitsotakis er miðjumaður úr frjálslyndri fjölskyldu. Hann er langt til vinstri við flokkinn. Flokksmenn hafa aldrei litið á Mitsotakis-klanið sem hluta af miðju-hægrinu heldur sem boðflennur. En af hverju eru þeir þá að kjósa Kyriakos Mitsotakis? Af því að þeir vita að hann getur unnið.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Grikkland Tengdar fréttir Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34 Ríkisstjórnin féll í kosningum í Grikklandi Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. 7. júlí 2019 20:49 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Fleiri fréttir Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Sjá meira
Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34
Ríkisstjórnin féll í kosningum í Grikklandi Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. 7. júlí 2019 20:49