Mexíkó er handhafi Gullbikarsins eftir eins marks sigur á Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum í nótt.
Bandaríkin voru ríkjandi Gullbikarmeistari, en Gullbikarinn er keppni landsliðanna í Norður- og Mið-Ameríku.
Jonathan dos Santos skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu og tryggði Mexíkó 1-0 sigur. Með sigrinum varð Mexíkó Gullbikarmiestari í áttunda sinn í sögunni.
Bandaríska liðið fékk nokkur tækifæri undir lokin til þess að jafna metin þegar þeir fengu hvert hornið á fætur öðru en Mexíkó hélt út og fagnaði að lokum sigri.
