Viðskipti erlent

Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways

Kjartan Kjartansson skrifar
Breska flugfélagið British Airways á yfir höfði sér metsekt upp á rúmar 183 milljónir punda, jafnvirði tæpra 29 milljarða króna, eftir að hakkarar stálu persónuupplýsingum um hálfa milljón farþega af vefsíðu þess í fyrra. Persónuverndaryfirvöld segja að öryggisráðstöfunum á vefsíðu flugfélagsins hafi verið verulega ábótavant.

Sektin nemur um 1,5% af veltu British Airways á heimsvísu árið 2017, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Flugfélagið ætlar að áfrýja sektinni sem byggir á nýrri persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi í fyrra. Samkvæmt þeim er hægt að sekta fyrirtæki um allt að 4% af veltu þeirra fyrir brot á reglunum.

Hakkararnir beindi umferð frá vefsíðu British Airways yfir á síðu sem var látin líta út eins og vefsíða flugfélagsins. Þar nörruðu þeir fólk til að gefa upp upplýsingar um sig, greiðslukort og heimilisfang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×