Ekkert til í því að Messi sé mögulega að fara keppa við Ísland í næstu Þjóðadeild UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 10:45 Lionel Messi í leiknum á móti Íslandi á HM 2018. Fimm íslenskir leikmenn sækja að honum. Getty/Reinaldo Coddou H Argentínska landsliðið átti að hafa hótað því að flýja suðurameríska fótboltann og keppa í næstu Þjóðadeild UEFA. Svo hávær var orðrómurinn að Knattspyrnusamband Evrópu taldi sig þurfa að gefa út yfirlýsingu vegna málsins. Upphaf þessa undarlega máls má rekja til óánægju Argentínumanna með dómgæsluna í undanúrslitaleik sínum á móti Brasilíu í Copa America 2019. Sá sem fór lengst í gagnrýni sinni var sjálfur Lionel Messi sem missti sig eftir leikinn og skrópaði síðan í verðlaunaafhendinguna eftir að hafa verið rekinn af velli í leiknum um þriðja sætið. Lionel Messi gæti misst af næstu tveimur árum með landsliðinu verði hann dæmdur í bann hjá knattspyrnusambandi Suður-Ameríku fyrir harða og óvæga gagnrýni sína á dómara.Messi's first international trophy will not be the UEFA Nations League Argentina have not been invited, UEFA have just confirmed Don't worry Cristiano, your trophy is safe https://t.co/GjXfv1sbrK — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 8, 2019Argentínska landsliðið er ekki í góðum málum án Messi og þetta mögulega bann Messi ýtti undir pælingar í argentínskum fjölmiðlum um að landslið þjóðarinnar myndi hætti við að keppa í næsta Copa America og fengi frekar að vera með í næstu Þjóðadeild Evrópu. Katar og Japan tóku þátt í Copa America í ár og það er í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir að það gætu einnig verið boðslið í Þjóðadeild Evrópu. Eða svo héldu Argentínumenn. Knattspyrnusamband Evrópu vildi kæfa þessar raddir frá Argentínu í fæðingu og sendi strax frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að UEFA hafi aldrei boðið Argentínu sæti í Þjóðadeildinni og að sambandið muni heldur aldrei gera slíkt. Íslenska landsliðið er því ekkert að fara að keppa við Lionel Messi og félaga í Þjóðadeildinnni 2020-21. Yfirlýsing UEFA er hér fyrir neðan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Argentínska landsliðið átti að hafa hótað því að flýja suðurameríska fótboltann og keppa í næstu Þjóðadeild UEFA. Svo hávær var orðrómurinn að Knattspyrnusamband Evrópu taldi sig þurfa að gefa út yfirlýsingu vegna málsins. Upphaf þessa undarlega máls má rekja til óánægju Argentínumanna með dómgæsluna í undanúrslitaleik sínum á móti Brasilíu í Copa America 2019. Sá sem fór lengst í gagnrýni sinni var sjálfur Lionel Messi sem missti sig eftir leikinn og skrópaði síðan í verðlaunaafhendinguna eftir að hafa verið rekinn af velli í leiknum um þriðja sætið. Lionel Messi gæti misst af næstu tveimur árum með landsliðinu verði hann dæmdur í bann hjá knattspyrnusambandi Suður-Ameríku fyrir harða og óvæga gagnrýni sína á dómara.Messi's first international trophy will not be the UEFA Nations League Argentina have not been invited, UEFA have just confirmed Don't worry Cristiano, your trophy is safe https://t.co/GjXfv1sbrK — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 8, 2019Argentínska landsliðið er ekki í góðum málum án Messi og þetta mögulega bann Messi ýtti undir pælingar í argentínskum fjölmiðlum um að landslið þjóðarinnar myndi hætti við að keppa í næsta Copa America og fengi frekar að vera með í næstu Þjóðadeild Evrópu. Katar og Japan tóku þátt í Copa America í ár og það er í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir að það gætu einnig verið boðslið í Þjóðadeild Evrópu. Eða svo héldu Argentínumenn. Knattspyrnusamband Evrópu vildi kæfa þessar raddir frá Argentínu í fæðingu og sendi strax frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að UEFA hafi aldrei boðið Argentínu sæti í Þjóðadeildinni og að sambandið muni heldur aldrei gera slíkt. Íslenska landsliðið er því ekkert að fara að keppa við Lionel Messi og félaga í Þjóðadeildinnni 2020-21. Yfirlýsing UEFA er hér fyrir neðan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira