Bjargaði nýbornum lambhrúti í Meðallandi Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2019 10:13 Edda Björk hreinsaði lambið en vit þess voru full af sandi, nuddaði og blé og kom því á fætur. „Þetta var mikil lífsreynsla. Ég átti ekki von á því að það væri verið að bera á þessum tíma. En, það var voðalega gaman að ná honum í gang,“ segir Edda Björg Arnardóttir framkvæmdastjóri í samtali við Vísi. Hún og fjölskylda hennar, maður og börn, talsverðum ævintýrum um helgina. Þau voru að ferðast um Suðurland í einstaklega góðu veðri. Fjölskyldan var að keyra í Meðallandi í Skaftafellssýslu og voru á leið þar niður í fjöru. Þau voru að fara um fáfarna slóð þegar þau keyrðu fram á nýborið lamb. Og hin nýborna var á hlaupum í burtu.Lambhrúturinn svo gott sem hættur að anda „Það var eins og lambið væri dautt,“ segir Edda Björk en um var að ræða lambhrút, fremur stóran. „Hann andaði varla þegar við komum að honum. Munnur og nef voru full af sandi og við vorum heillengi að hreinsa upp úr honum greyinu.“ Edda Björk tók til við að nudda lambhrútinn og henni til mikillar ánægju tók lambið við sér. „Sá stutti var óttalega líflítill en eftir hreinsun, nudd og blástur tók hann að hressast og það var innilega gaman að sjá hann standa upp eftir langar 15 mínútur,“ segir Edda. Hún telur að kindin hafi jafnvel talið lamb sitt dautt. Hún bar svo öðru lambi, talsvert minni gimbur. Hún var ljónstygg að sögn Eddu Bjargar en þeim tókst þó að koma lambinu til hennar.Hólpinn fram til hausts „Dásamlegt þegar hann svo fékk sér að drekka þá var ég viss um að hann væri hólpinn, jú allavega fram að hausti.“Stór stund. Lambhrúturinn, sem hafi verið sem dauður, kominn á fætur.Edda Björk náði að setja sig í samband við bóndann, eiganda kindarinnar, Sigursvein Guðjónsson á Lyngum í Meðallandi. Hann var við heyskap langt frá en sendi son sinn á vettvang sem hafði svo auga með framvindu mála. Edda Björk segist hafa imprað á því við bóndann að kannski væri vert, fyrst um svo síðborinn hrút væri að ræða, að honum yrði gefið líf í haust. Ævintýrum dagsins var ekki þar með lokið hjá Eddu Björk og fjölskyldu. Eins og áður sagði voru þau að fara niður að fjöru þarna í Meðallandinu eftir afar fáförnum slóða og þar komu þau að þýskum konum sem voru fastar í sandinum. Þær voru ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Þau voru ekki með kaðal til að kippa í bílinn nema, þá kemur allt í einu kona gangandi eftir sandinum. Bíll hennar var rafmagnslaus þar steinsnar frá. „Hún var hins vegar með reipi. Við fórum og gáfum henni start og svo drógum við þessar yndislegu þýsku konur öfugar uppúr sandinum þar sem þær voru pikkfastar. Ótrúlegur dagur og fyndið að lenda í þessu öllu þarna á sama tíma.“ Dýr Landbúnaður Skaftárhreppur Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Þetta var mikil lífsreynsla. Ég átti ekki von á því að það væri verið að bera á þessum tíma. En, það var voðalega gaman að ná honum í gang,“ segir Edda Björg Arnardóttir framkvæmdastjóri í samtali við Vísi. Hún og fjölskylda hennar, maður og börn, talsverðum ævintýrum um helgina. Þau voru að ferðast um Suðurland í einstaklega góðu veðri. Fjölskyldan var að keyra í Meðallandi í Skaftafellssýslu og voru á leið þar niður í fjöru. Þau voru að fara um fáfarna slóð þegar þau keyrðu fram á nýborið lamb. Og hin nýborna var á hlaupum í burtu.Lambhrúturinn svo gott sem hættur að anda „Það var eins og lambið væri dautt,“ segir Edda Björk en um var að ræða lambhrút, fremur stóran. „Hann andaði varla þegar við komum að honum. Munnur og nef voru full af sandi og við vorum heillengi að hreinsa upp úr honum greyinu.“ Edda Björk tók til við að nudda lambhrútinn og henni til mikillar ánægju tók lambið við sér. „Sá stutti var óttalega líflítill en eftir hreinsun, nudd og blástur tók hann að hressast og það var innilega gaman að sjá hann standa upp eftir langar 15 mínútur,“ segir Edda. Hún telur að kindin hafi jafnvel talið lamb sitt dautt. Hún bar svo öðru lambi, talsvert minni gimbur. Hún var ljónstygg að sögn Eddu Bjargar en þeim tókst þó að koma lambinu til hennar.Hólpinn fram til hausts „Dásamlegt þegar hann svo fékk sér að drekka þá var ég viss um að hann væri hólpinn, jú allavega fram að hausti.“Stór stund. Lambhrúturinn, sem hafi verið sem dauður, kominn á fætur.Edda Björk náði að setja sig í samband við bóndann, eiganda kindarinnar, Sigursvein Guðjónsson á Lyngum í Meðallandi. Hann var við heyskap langt frá en sendi son sinn á vettvang sem hafði svo auga með framvindu mála. Edda Björk segist hafa imprað á því við bóndann að kannski væri vert, fyrst um svo síðborinn hrút væri að ræða, að honum yrði gefið líf í haust. Ævintýrum dagsins var ekki þar með lokið hjá Eddu Björk og fjölskyldu. Eins og áður sagði voru þau að fara niður að fjöru þarna í Meðallandinu eftir afar fáförnum slóða og þar komu þau að þýskum konum sem voru fastar í sandinum. Þær voru ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Þau voru ekki með kaðal til að kippa í bílinn nema, þá kemur allt í einu kona gangandi eftir sandinum. Bíll hennar var rafmagnslaus þar steinsnar frá. „Hún var hins vegar með reipi. Við fórum og gáfum henni start og svo drógum við þessar yndislegu þýsku konur öfugar uppúr sandinum þar sem þær voru pikkfastar. Ótrúlegur dagur og fyndið að lenda í þessu öllu þarna á sama tíma.“
Dýr Landbúnaður Skaftárhreppur Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira