Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júlí 2019 18:30 Fjölskyldan á bænum Efstadal tvö í Bláskógabyggð er í sjokki eftir að það kom í ljós að börnin sem greindust með alvarlega sýkingu af völdum E-colí bakteríu smituðust á bænum. Einn eigendanna segist helst vilja skríða undir sæng og fara að gráta. Hugur fjölskyldunnar eru hjá börnunum, sem veiktust og fjölskyldum þeirra. Á bænum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðustu ár en það eru nokkur systkini og makar þeirra sem eiga staðinn. Alltaf er mikið að gera og því er það mikið áfall fyrir fjölskylduna að börnin smituðust á bænum í gegnum kálfana, sem voru til sýnis fyrir gesti en rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin fannst í hægðasýni frá kálfum. „Hugur okkar er náttúrulega fyrst og fremst hjá þeim börnum, sem hafa fengið niðurgang eða smitast, hugurinn er þar. Við vitum það að dýr bera allskonar sjúkdóma og þau gera þarfir sínar þar sem þau standa og þegar þau þurfa, þannig að það er margt að varast í þessu og okkar verkferlar hafa snúist að því að þrífa allt mjög vel en ef að einn kálfurinn sýkist getur það smitað hina, það voru þrír kálfar í þessari stíu á þessu tímabili,“ segir Sölvi Arnarson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins.Efsti Dalur II er vinsæll ferðamannastaður hjá Íslendingum og útlendingum. Nú hafa ýmsar ráðstafanir verðar gerðar á staðnum eftir að smitið kom í ljós.Magnús HlynurKálfarnir sem gestir hafa getað klappað fram að þessu hafa verið fjarlægðir en gestir í Efstadal geta samt sem áður horft á kýrnar í fjósinu í gegnum gler á veitingasalnum. Gripið hefur verið til heilmikilla aðgerða á bænum. „Það var lokað á aðgang að dýrum og við stoppuðum okkar eigin framleiðslu en lokuðum ekki veitingasalnum. Það er ekki hættulegt að koma í Efstadal,“ segir Sölvi.En hvaða þýðingu hefur þessi niðurstaða fyrir staðinn? „Mér líður náttúrulega bara þannig að mig langar bara að skríða undir sæng og fara að gráta en við erum að fá fullt af góðum kveðjun þar sem við erum hvött til dáða. Svona getur komið fyrir og það þarf að bregðast við. Við ætlum að bregðast við og við ætlum að halda áfram,“ segir Sölvi enn fremur.Kýrnar verða áfram í sviðsljósinu í Efsta Dal þó kálfarnir hafi verið teknir og verða ekki á stað þar sem hægt verður að klappa þeim.Magnús HlynurÍ tilkynningu á heimasíðu Landlæknis kemur fram að það fólk sem heimsótti Efsta Dal á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni eru hvattir til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efsta Dal tvö þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Fjölskyldan á bænum Efstadal tvö í Bláskógabyggð er í sjokki eftir að það kom í ljós að börnin sem greindust með alvarlega sýkingu af völdum E-colí bakteríu smituðust á bænum. Einn eigendanna segist helst vilja skríða undir sæng og fara að gráta. Hugur fjölskyldunnar eru hjá börnunum, sem veiktust og fjölskyldum þeirra. Á bænum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðustu ár en það eru nokkur systkini og makar þeirra sem eiga staðinn. Alltaf er mikið að gera og því er það mikið áfall fyrir fjölskylduna að börnin smituðust á bænum í gegnum kálfana, sem voru til sýnis fyrir gesti en rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin fannst í hægðasýni frá kálfum. „Hugur okkar er náttúrulega fyrst og fremst hjá þeim börnum, sem hafa fengið niðurgang eða smitast, hugurinn er þar. Við vitum það að dýr bera allskonar sjúkdóma og þau gera þarfir sínar þar sem þau standa og þegar þau þurfa, þannig að það er margt að varast í þessu og okkar verkferlar hafa snúist að því að þrífa allt mjög vel en ef að einn kálfurinn sýkist getur það smitað hina, það voru þrír kálfar í þessari stíu á þessu tímabili,“ segir Sölvi Arnarson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins.Efsti Dalur II er vinsæll ferðamannastaður hjá Íslendingum og útlendingum. Nú hafa ýmsar ráðstafanir verðar gerðar á staðnum eftir að smitið kom í ljós.Magnús HlynurKálfarnir sem gestir hafa getað klappað fram að þessu hafa verið fjarlægðir en gestir í Efstadal geta samt sem áður horft á kýrnar í fjósinu í gegnum gler á veitingasalnum. Gripið hefur verið til heilmikilla aðgerða á bænum. „Það var lokað á aðgang að dýrum og við stoppuðum okkar eigin framleiðslu en lokuðum ekki veitingasalnum. Það er ekki hættulegt að koma í Efstadal,“ segir Sölvi.En hvaða þýðingu hefur þessi niðurstaða fyrir staðinn? „Mér líður náttúrulega bara þannig að mig langar bara að skríða undir sæng og fara að gráta en við erum að fá fullt af góðum kveðjun þar sem við erum hvött til dáða. Svona getur komið fyrir og það þarf að bregðast við. Við ætlum að bregðast við og við ætlum að halda áfram,“ segir Sölvi enn fremur.Kýrnar verða áfram í sviðsljósinu í Efsta Dal þó kálfarnir hafi verið teknir og verða ekki á stað þar sem hægt verður að klappa þeim.Magnús HlynurÍ tilkynningu á heimasíðu Landlæknis kemur fram að það fólk sem heimsótti Efsta Dal á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni eru hvattir til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efsta Dal tvö þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20