Yfirmaður í sjóher Venesúela lést í varðhaldi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2019 23:20 Varnarmálaráðuneytið staðfestir að Acosta sé látinn. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Getty/Bloomberg Varnarmálaráðuneyti Venesúela staðfesti í dag að Rafael Acosta, kafteinn í sjóher Venesúela, væri látinn. Ekkja hins látna fullyrðir að Acosta hefði sætt pyntingum í varðhaldi vegna meintrar aðkomu hans að valdaráni sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að hafi verið í uppsiglingu. Í síðustu viku sakaði Maduro nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð ásamt stjórnarandstöðunni og nokkrum erlendum þjóðarleiðtogum. Maduro kvaðst sannfærður um að ætlunin hafi verið að steypa sér af stóli. Acosta var leiddur fyrir herrétt fyrir helgi en hann féll í yfirlið áður en unnt var að rétta yfir honum. Varnarmálaráðuneytið sagði í stuttri yfirlýsingu í dag að dómari í máli hans hefði látið fara með Acosta á sjúkrahús. „Þrátt fyrir að við veittum honum viðeigandi læknisaðstoð lést hann,“ sagði í yfirlýsingunni.Nicolás Maduro forseti Venesúela sakaði í síðustu viku nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð.epaÍ yfirlýsingu frá bandaríska innanríkisráðuneytinu er stjórn Maduros gefið að sök að hafa pyntað Acosta til dauða. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Maduro hefur beitt ofbeldi gegn pólitískum föngum.“ Þá var kallað eftir því að lýðræðisríki heims fordæmi mannréttindabrotin og beiti sér fyrir því að hinir seku verði látnir sæta ábyrgð. Waleska Perez, ekkja Acosta, sagði að hann hefði varla verið með meðvitund í dómsal vegna þess að hann hefði orðið fyrir barsmíðum og pyntingum. „Þeir pyntuðu hann það mikið að þeir náðu að drepa hann“. Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir og hjálparsamtök hafa í auknum mæli fylgst með öryggissveitum Maduro vegna gerræðislegra ákvarðana þeirra um varðhald og ómannúðlegs aðbúnað fanga. Venesúela Tengdar fréttir Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22 Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Venesúela staðfesti í dag að Rafael Acosta, kafteinn í sjóher Venesúela, væri látinn. Ekkja hins látna fullyrðir að Acosta hefði sætt pyntingum í varðhaldi vegna meintrar aðkomu hans að valdaráni sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að hafi verið í uppsiglingu. Í síðustu viku sakaði Maduro nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð ásamt stjórnarandstöðunni og nokkrum erlendum þjóðarleiðtogum. Maduro kvaðst sannfærður um að ætlunin hafi verið að steypa sér af stóli. Acosta var leiddur fyrir herrétt fyrir helgi en hann féll í yfirlið áður en unnt var að rétta yfir honum. Varnarmálaráðuneytið sagði í stuttri yfirlýsingu í dag að dómari í máli hans hefði látið fara með Acosta á sjúkrahús. „Þrátt fyrir að við veittum honum viðeigandi læknisaðstoð lést hann,“ sagði í yfirlýsingunni.Nicolás Maduro forseti Venesúela sakaði í síðustu viku nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð.epaÍ yfirlýsingu frá bandaríska innanríkisráðuneytinu er stjórn Maduros gefið að sök að hafa pyntað Acosta til dauða. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Maduro hefur beitt ofbeldi gegn pólitískum föngum.“ Þá var kallað eftir því að lýðræðisríki heims fordæmi mannréttindabrotin og beiti sér fyrir því að hinir seku verði látnir sæta ábyrgð. Waleska Perez, ekkja Acosta, sagði að hann hefði varla verið með meðvitund í dómsal vegna þess að hann hefði orðið fyrir barsmíðum og pyntingum. „Þeir pyntuðu hann það mikið að þeir náðu að drepa hann“. Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir og hjálparsamtök hafa í auknum mæli fylgst með öryggissveitum Maduro vegna gerræðislegra ákvarðana þeirra um varðhald og ómannúðlegs aðbúnað fanga.
Venesúela Tengdar fréttir Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22 Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22
Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45