Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Norðurkóreskir bændur við vinnu á hrísgrjónaakri í Chongsan-ri í maí. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Suður-Kóreu munu senda 50.000 tonn af hrísgrjónum til nágrannanna í Norður-Kóreu í gegnum Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá þessu í gær. Þetta er fyrsta matarsendingin frá árinu 2010 en þá sendi Suður-Kórea 5.000 tonn. „Við búumst við því að þessi mataraðstoð verði komin til norðurkóresku þjóðarinnar eins fljótt og auðið er. Tímasetning og umfang framtíðaraðstoðar verður svo ákveðin með árangur þessarar sendingar í huga,“ var haft eftir Kim Yeon-chul sameiningarráðherra. Grjónin eru um 13,5 milljarða íslenskra króna virði. Kim sagði ólíklegt að einræðisríkið gæti nýtt grjónin í öðrum tilgangi en að fæða þjóðina þar sem erfitt myndi reynast að geyma þau til lengri tíma. Kínverjar tilkynntu fyrr í vikunni um sams konar gjöf. Xi Jinping forseti er sagður ætla að gefa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og þjóð hans 100.000 tonn af hrísgrjónum. Greint var frá því í kínverskum miðlum að Xi væri á leið til Norður-Kóreu í dag. Þessi aðstoð er til komin vegna ört minnkandi matvælaöryggis í hinu einangraða einræðisríki. Sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum biðlaði til ríkja heims um aðstoð í febrúar vegna stöðunnar. Sagði útlit fyrir að brúa þyrfti 1,5 milljóna tonna bil á árinu. Þau 150.000 tonn sem Kína og Suður-Kórea senda nú hjálpa til við að brúa bilið. En eru að sögn Benjamins Silberstein, sérfræðings í málefnum Norður-Kóreu er heldur úti vefritinu North Korea Economy Watch, ekki nema plástur á sárið.Kim Jong-un, leiðtogi Norður-KóreuAsahi Shimbun/GettyMatvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) varaði við því í febrúar síðastliðnum að það mætti eiga von á því að staðan yrði enn svartari. „Ekki einungis vegna náttúruhamfara og veðurs heldur einnig skorts á ræktanlegu landi, takmarkaðs aðgengis að nútímalandbúnaðartækni og áburði. Vegna þessa er búist við því að matvælaöryggi minnki, sérstaklega á meðal þeirra allra viðkvæmustu,“ sagði í yfirlýsingu þá. Í maí bentu FAO og WFP svo á að norðurkóresk matarframleiðsla árið 2018 hefði verið sú minnsta frá því 2008. Þar af leiðandi byggju tíu milljónir, eða fjörutíu prósent landsmanna, við sáran skort. Norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA hefur einnig flutt fréttir þar sem áhyggjum er lýst af ástandinu. Fyrr í mánuðinum var greint frá miklum þurrkum í Suður-Hwanghae-héraði, þar sem stór hluti hrísgrjónaræktar landsins fer fram. Ákvörðun Suður-Kóreustjórnar um að aðstoða, sem og að gefa um 400 milljónir króna til verkefna UNICEF í Norður-Kóreu, er þó ekki óumdeild. Samkvæmt Yonhap hafa andstæðingar þessa verkefnis sagt að verið sé að aðstoða ríki sem ógnar nágrönnum sínum, nú síðast með eldflaugatilraun í maí. Þá greindi Reuters frá því að andstæðingar óttist einnig að einræðisstjórn Kim nýti sendingarnar til þess að hagnast persónulega. Annar stór óvissuþáttur er sá að Matvælaáætlunin fær takmarkaðan aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu mála í Norður-Kóreu. Fyrrnefndur Silberstein hefur bent á að það sé ekki hægt að fullyrða að neyðarástand ríki nú, þótt allt bendi vissulega til þess. „Þetta verður að breytast, WFP ætti að krefjast aðgangs að mörkuðum á eins mörgum svæðum og hægt er, eða að minnsta kosti heimsækja nokkra markaði í hverju héraði,“ skrifaði Silberstein í 38North. Þá er einnig vert að benda á að Norður-Kórea sætir miklum viðskiptaþvingunum. Þær þvinganir banna ekki, samkvæmt Reuters, hjálparstarfsemi sem þessa. Hins vegar hafa stofnanir sem að slíku starfi standa bent á að þvinganirnar og bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum til Norður-Kóreu hafi áður komið í veg fyrir hjálparstarf. Fjallað var um þvinganirnar og matvælaöryggi í Norður-Kóreu í Washington Post í síðasta mánuði. Þar sagði að ábyrgðin á hungri landsmanna væri stjórnvalda í Pjongjang sem hefðu eytt umfram getu í kjarnorkuáætlun og her en vanrækt velferð landsmanna. Hazel Smith, prófessor í kóreskum fræðum, sagði í viðtali við miðilinn að Norður-Kórea gæti aftur á móti ekki framleitt matvæli án þess eldsneytis sem þarf til að knýja landbúnaðarvélar. Aðgangur að slíku eldsneyti væri mjög svo skertur með þvingunum. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Stjórnvöld í Suður-Kóreu munu senda 50.000 tonn af hrísgrjónum til nágrannanna í Norður-Kóreu í gegnum Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá þessu í gær. Þetta er fyrsta matarsendingin frá árinu 2010 en þá sendi Suður-Kórea 5.000 tonn. „Við búumst við því að þessi mataraðstoð verði komin til norðurkóresku þjóðarinnar eins fljótt og auðið er. Tímasetning og umfang framtíðaraðstoðar verður svo ákveðin með árangur þessarar sendingar í huga,“ var haft eftir Kim Yeon-chul sameiningarráðherra. Grjónin eru um 13,5 milljarða íslenskra króna virði. Kim sagði ólíklegt að einræðisríkið gæti nýtt grjónin í öðrum tilgangi en að fæða þjóðina þar sem erfitt myndi reynast að geyma þau til lengri tíma. Kínverjar tilkynntu fyrr í vikunni um sams konar gjöf. Xi Jinping forseti er sagður ætla að gefa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og þjóð hans 100.000 tonn af hrísgrjónum. Greint var frá því í kínverskum miðlum að Xi væri á leið til Norður-Kóreu í dag. Þessi aðstoð er til komin vegna ört minnkandi matvælaöryggis í hinu einangraða einræðisríki. Sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum biðlaði til ríkja heims um aðstoð í febrúar vegna stöðunnar. Sagði útlit fyrir að brúa þyrfti 1,5 milljóna tonna bil á árinu. Þau 150.000 tonn sem Kína og Suður-Kórea senda nú hjálpa til við að brúa bilið. En eru að sögn Benjamins Silberstein, sérfræðings í málefnum Norður-Kóreu er heldur úti vefritinu North Korea Economy Watch, ekki nema plástur á sárið.Kim Jong-un, leiðtogi Norður-KóreuAsahi Shimbun/GettyMatvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) varaði við því í febrúar síðastliðnum að það mætti eiga von á því að staðan yrði enn svartari. „Ekki einungis vegna náttúruhamfara og veðurs heldur einnig skorts á ræktanlegu landi, takmarkaðs aðgengis að nútímalandbúnaðartækni og áburði. Vegna þessa er búist við því að matvælaöryggi minnki, sérstaklega á meðal þeirra allra viðkvæmustu,“ sagði í yfirlýsingu þá. Í maí bentu FAO og WFP svo á að norðurkóresk matarframleiðsla árið 2018 hefði verið sú minnsta frá því 2008. Þar af leiðandi byggju tíu milljónir, eða fjörutíu prósent landsmanna, við sáran skort. Norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA hefur einnig flutt fréttir þar sem áhyggjum er lýst af ástandinu. Fyrr í mánuðinum var greint frá miklum þurrkum í Suður-Hwanghae-héraði, þar sem stór hluti hrísgrjónaræktar landsins fer fram. Ákvörðun Suður-Kóreustjórnar um að aðstoða, sem og að gefa um 400 milljónir króna til verkefna UNICEF í Norður-Kóreu, er þó ekki óumdeild. Samkvæmt Yonhap hafa andstæðingar þessa verkefnis sagt að verið sé að aðstoða ríki sem ógnar nágrönnum sínum, nú síðast með eldflaugatilraun í maí. Þá greindi Reuters frá því að andstæðingar óttist einnig að einræðisstjórn Kim nýti sendingarnar til þess að hagnast persónulega. Annar stór óvissuþáttur er sá að Matvælaáætlunin fær takmarkaðan aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu mála í Norður-Kóreu. Fyrrnefndur Silberstein hefur bent á að það sé ekki hægt að fullyrða að neyðarástand ríki nú, þótt allt bendi vissulega til þess. „Þetta verður að breytast, WFP ætti að krefjast aðgangs að mörkuðum á eins mörgum svæðum og hægt er, eða að minnsta kosti heimsækja nokkra markaði í hverju héraði,“ skrifaði Silberstein í 38North. Þá er einnig vert að benda á að Norður-Kórea sætir miklum viðskiptaþvingunum. Þær þvinganir banna ekki, samkvæmt Reuters, hjálparstarfsemi sem þessa. Hins vegar hafa stofnanir sem að slíku starfi standa bent á að þvinganirnar og bann Bandaríkjastjórnar við ferðalögum til Norður-Kóreu hafi áður komið í veg fyrir hjálparstarf. Fjallað var um þvinganirnar og matvælaöryggi í Norður-Kóreu í Washington Post í síðasta mánuði. Þar sagði að ábyrgðin á hungri landsmanna væri stjórnvalda í Pjongjang sem hefðu eytt umfram getu í kjarnorkuáætlun og her en vanrækt velferð landsmanna. Hazel Smith, prófessor í kóreskum fræðum, sagði í viðtali við miðilinn að Norður-Kórea gæti aftur á móti ekki framleitt matvæli án þess eldsneytis sem þarf til að knýja landbúnaðarvélar. Aðgangur að slíku eldsneyti væri mjög svo skertur með þvingunum.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira