Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. júní 2019 06:00 Þorsteinn Sæmundsson og Bergþór Ólason fluttu margar ræður um um þriðja orkupakkann. Fréttablaðið/Anton Brink „Við erum í nýjum veruleika sem ekki aðeins íslensk stjórnmál standa frammi fyrir heldur stjórnmálin um allan heim og leikreglurnar þurfa að endurspegla raunveruleika stjórnmálanna,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir að flokkar sem ákveði að mynda ríkisstjórn geti ekki með samstarfi sínu þvingað aðra flokka sem standa utan þeirrar stjórnar til að vinna saman. Í ræðu sinni á Alþingi í gær um frumvarp sem mælir fyrir um heimild til innflutnings á ófrosnu kjöti, kallaði Þorgerður eftir því að betra skikki yrði komið á brag þingsins. „Mér finnst vont að sjá að einn flokkur á Alþingi geti náð fram breytingum á svona máli með yfirgangi og óbilgirni eins og var í þessu máli. Það er hægt að kalla það staðfestu en mér finnst það vera óbilgirni,“ sagði Þorgerður í ræðu sinni og vísaði til samnings ríkisstjórnarinnar og Miðflokksins um þinglok. Þorgerður kallaði eftir því að allir stjórnmálaflokkar tækju starfið á Alþingi til skoðunar á næsta þingi og færu „yfir allt sem heitir málþóf og málþófstæki,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni. Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hún hygðist óska eftir því við forseta þingsins að sett yrði af stað vinna við endurskoðun þingskapa til að sporna við málþófi. Nefndi Katrín sérstaklega þá hugmynd að tiltekinn minnihluti þingmanna gæti vísað málum til þjóðarinnar og með því mætti standa vörð um áhrif stjórnarandstöðunnar á Alþingi þótt reglum um ræðutíma yrði breytt til að sporna við málþófi.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Fréttablaðið/StefánAðspurð um þessar hugmyndir forsætisráðherra segir Þorgerður að allar leiðir sem til þess eru fallnar að þrýsta á samráð og samvinnu þvert á flokka séu af hinu góða og slík ákvæði geti vel verið til þess fallin. Sá möguleiki að málum verði vísað til þjóðarinnar kalli á aukið samráð við flokka í stjórnarandstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslur séu hins vegar vandmeðfarið tæki og vanda þurfi setningu reglna um þær. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng. „Þjóðaratkvæðagreiðslur eru tæki. Til dæmis eins og hamar til að reka nagla í vegg en síðri til að draga tönn úr gómi. Eins er um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þær geta verið gagnlegar við sumar aðstæður en skaðlegar við aðrar.“ Eiríkur segir vandamálið við beitingu þessa tækis í tengslum við þinglega meðferð mála að þjóðaratkvæðagreiðslur henti ekki sérlega vel þegar um er að ræða mjög flókin tæknileg mál sem þurfi jafnvel mikla sérfræðilega þekkingu til að skilja til hlítar. Þær henti betur fyrir mál sem búið er að vinna ítarlega og fyrir liggja skýrir valkostir. Hann nefnir sem dæmi ákvörðun um hvort það eigi að vera flugvöllur í Vatnsmýri eða hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Örðugt gæti verið að koma ákvæði um heimild þriðjungs þingmanna til að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu til framkvæmdar enda þyrfti stjórnarskrárbreytingu ef niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu ætti að vera bindandi. Þá eru áhöld um hvort úrræðið hafi raunverulega virkni þegar minni hlutinn á Alþingi er klofinn eins og nú er. Þriðjungur þingmanna er 21. Miðflokkurinn hefur níu þingmenn. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu hafa samanlagt 19 þingmenn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Viðreisn Tengdar fréttir Vill málskot í stað málþófs Katrín Jakobsdóttir vill breytingar á þingsköpum. 19. júní 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
„Við erum í nýjum veruleika sem ekki aðeins íslensk stjórnmál standa frammi fyrir heldur stjórnmálin um allan heim og leikreglurnar þurfa að endurspegla raunveruleika stjórnmálanna,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir að flokkar sem ákveði að mynda ríkisstjórn geti ekki með samstarfi sínu þvingað aðra flokka sem standa utan þeirrar stjórnar til að vinna saman. Í ræðu sinni á Alþingi í gær um frumvarp sem mælir fyrir um heimild til innflutnings á ófrosnu kjöti, kallaði Þorgerður eftir því að betra skikki yrði komið á brag þingsins. „Mér finnst vont að sjá að einn flokkur á Alþingi geti náð fram breytingum á svona máli með yfirgangi og óbilgirni eins og var í þessu máli. Það er hægt að kalla það staðfestu en mér finnst það vera óbilgirni,“ sagði Þorgerður í ræðu sinni og vísaði til samnings ríkisstjórnarinnar og Miðflokksins um þinglok. Þorgerður kallaði eftir því að allir stjórnmálaflokkar tækju starfið á Alþingi til skoðunar á næsta þingi og færu „yfir allt sem heitir málþóf og málþófstæki,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni. Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hún hygðist óska eftir því við forseta þingsins að sett yrði af stað vinna við endurskoðun þingskapa til að sporna við málþófi. Nefndi Katrín sérstaklega þá hugmynd að tiltekinn minnihluti þingmanna gæti vísað málum til þjóðarinnar og með því mætti standa vörð um áhrif stjórnarandstöðunnar á Alþingi þótt reglum um ræðutíma yrði breytt til að sporna við málþófi.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Fréttablaðið/StefánAðspurð um þessar hugmyndir forsætisráðherra segir Þorgerður að allar leiðir sem til þess eru fallnar að þrýsta á samráð og samvinnu þvert á flokka séu af hinu góða og slík ákvæði geti vel verið til þess fallin. Sá möguleiki að málum verði vísað til þjóðarinnar kalli á aukið samráð við flokka í stjórnarandstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslur séu hins vegar vandmeðfarið tæki og vanda þurfi setningu reglna um þær. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng. „Þjóðaratkvæðagreiðslur eru tæki. Til dæmis eins og hamar til að reka nagla í vegg en síðri til að draga tönn úr gómi. Eins er um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þær geta verið gagnlegar við sumar aðstæður en skaðlegar við aðrar.“ Eiríkur segir vandamálið við beitingu þessa tækis í tengslum við þinglega meðferð mála að þjóðaratkvæðagreiðslur henti ekki sérlega vel þegar um er að ræða mjög flókin tæknileg mál sem þurfi jafnvel mikla sérfræðilega þekkingu til að skilja til hlítar. Þær henti betur fyrir mál sem búið er að vinna ítarlega og fyrir liggja skýrir valkostir. Hann nefnir sem dæmi ákvörðun um hvort það eigi að vera flugvöllur í Vatnsmýri eða hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Örðugt gæti verið að koma ákvæði um heimild þriðjungs þingmanna til að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu til framkvæmdar enda þyrfti stjórnarskrárbreytingu ef niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu ætti að vera bindandi. Þá eru áhöld um hvort úrræðið hafi raunverulega virkni þegar minni hlutinn á Alþingi er klofinn eins og nú er. Þriðjungur þingmanna er 21. Miðflokkurinn hefur níu þingmenn. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu hafa samanlagt 19 þingmenn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Viðreisn Tengdar fréttir Vill málskot í stað málþófs Katrín Jakobsdóttir vill breytingar á þingsköpum. 19. júní 2019 06:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira