Sport

Sjö íslenskir keppendur á Evrópuleikunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenski bogfimihópurinn
Íslenski bogfimihópurinn mynd/ísí
Sjö keppendur munu keppa fyrir Íslands hönd á Evrópuleiknunum í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Evrópuleikarnir veita möguleika á því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana.

Evrópuleikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda þar sem keppt verður í 15 íþróttagreinum, en í átta þeirra er hægt að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020.

Leikarnir verða settir á morgun, föstudaginn 21. júní. Strax á fyrsta degi fara íslenskir keppendur af stað þegar Eowyn Marie Alburo Mamalias keppir í bogfimi.

Þeir sem keppa fyrir hönd Íslands á leikunum eru:

Agnes Suto-Tuuha, áhaldafimleikar

Ásgeir Sigurgeirsson, 10m loftbyssa

Eowyn Marie Alburo Mamalias, trissubogi

Hákon Þór Svavarsson, leirdúfuskotfimi

Kári Gunnarsson, badminton

Sveinbjörn Iura, júdó

Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×